Íslandsmeistararnir hefja leik gegn nýliðunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. október 2018 14:00 KR fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð í vor. Kemur sá sjötti í safnið? vísir Domino's deild karla fer af stað í kvöld og er tímabilið í ár eitt það óútreiknanlegasta í langan tíma. Stjörnunni er spáð sigri, Íslandsmeisturum KR spáð í baráttu um heimaleikjarétt og deildarmeistarar Hauka gætu fallið ef einhverjar spár ganga eftir. Síðasta vetur var KKÍ gert að afnema svokallaða 4+1 reglu sem takmarkaði fjölda erlendra leikmanna í liðum deilda sambandsins við einn. Nú mega liðin tefla fram eins mörgum evrópskum leikmönnum og þau vilja. Það er því mikið af óþekktum stærðum í liðunum fyrir þetta tímabil og erfitt að segja til um hvað gerist í vetur. Eitt virðast flestir þó sammála um: Stjarnan mun vera í toppbaráttunni.Ægir Þór Steinarsson kann við sig í bláu. Hann er nú kominn í Stjörnubláttvísir/ernirStjörnumenn fengu til sín landsliðsmanninn Ægi Þór Steinarsson sem snéri heim úr atvinnumennsku á Spáni og finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo. Það kemur í ljós annað kvöld hvernig Garðabæjarliðið kemur undan sumrinu, þeir hefja leik gegn ÍR. Deildin hefst hins vegar með fjórum leikjum í kvöld. KR hefur verið með einokun á Íslandsmeistaratitlinum síðustu fimm árin en þar gæti orðið breyting á eftir miklar mannabreytingar í sumar. KR-ingar voru teknir í karphúsið af Tindastólsmönnum í Meistarakeppni KKÍ síðasta sunnudag og frammistaða liðsins hefur ekki fyllt mörg hjörtu í Vesturbænum af von. KR-ingar mæta nýliðum Skallagríms í DHL-höllinni í kvöld. Á síðasta tímabili mættu þeir einnig nýliðum í fyrstu umferð, þá sóttu þeir Valsmenn heim. Sá leikur endaði með sjö stiga sigri KR.Sigtryggur Arnar Björnsson er farinn úr vínrauðu í GrindavíkurgultVísir/EyþórBikarmeistarar Tindastóls fögnuðu sínum fyrsta titli þegar þeir lyftu Maltbikarnum í janúar. Þeir bættu í safnið á sunnudaginn með meistarar meistaranna bikarnum eftir sigurinn á KR. Þeir hefja tímabilið heima á Sauðárkróki þar sem Þórsarar úr Þorlákshöfn mæta í Síkið. Stólarnir unnu báða leiki þessara liða á síðasta tímabili, þar af stórsigur í Síkinu. Suður með sjó mæta hinir nýliðar deildarinnar Breiðablik gulum Grindvíkingum. Grindavík endaði í sjötta sæti deildarinnar í fyrra og tapaði gegn Tindastól í 8-liða úrslitunum. Rauðu fuglafélögin Valur og Haukar mætast svo í Origo höllinni á Hlíðarenda. Deildarmeistararnir misstu fjóra stóra leikmenn í sumar og veðja flestir á að þeir muni eiga erfitt uppdráttar í vetur. Ívar Ásgrímsson sagði sjálfur að það væri líklega óraunhæft fyrir Hauka að stefna á heimaleikjarétt, 5.-6. sæti væri markmiðið. Umferðin klárast svo á föstudaginn með stórleik í Ljónagryfjunni, grannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur, og allir leikirnir verða að sjálfsögðu gerðir upp í Domino's Körfuboltakvöldi sem verður á sínum stað líkt og fyrri ár.1. umferð Domino's deildar karla:Fimmtudagur 4. október 19:15 Tindastóll - Þór Þorlákshöfn 19:15 KR - Skallagrímur 19:15 Grindavík - Breiðablik 19:15 Valur - Haukar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3Föstudagur 5. október 18:30 Stjarnan - ÍR, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 20:15 Njarðvík - Keflavík, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Domino's deild karla fer af stað í kvöld og er tímabilið í ár eitt það óútreiknanlegasta í langan tíma. Stjörnunni er spáð sigri, Íslandsmeisturum KR spáð í baráttu um heimaleikjarétt og deildarmeistarar Hauka gætu fallið ef einhverjar spár ganga eftir. Síðasta vetur var KKÍ gert að afnema svokallaða 4+1 reglu sem takmarkaði fjölda erlendra leikmanna í liðum deilda sambandsins við einn. Nú mega liðin tefla fram eins mörgum evrópskum leikmönnum og þau vilja. Það er því mikið af óþekktum stærðum í liðunum fyrir þetta tímabil og erfitt að segja til um hvað gerist í vetur. Eitt virðast flestir þó sammála um: Stjarnan mun vera í toppbaráttunni.Ægir Þór Steinarsson kann við sig í bláu. Hann er nú kominn í Stjörnubláttvísir/ernirStjörnumenn fengu til sín landsliðsmanninn Ægi Þór Steinarsson sem snéri heim úr atvinnumennsku á Spáni og finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo. Það kemur í ljós annað kvöld hvernig Garðabæjarliðið kemur undan sumrinu, þeir hefja leik gegn ÍR. Deildin hefst hins vegar með fjórum leikjum í kvöld. KR hefur verið með einokun á Íslandsmeistaratitlinum síðustu fimm árin en þar gæti orðið breyting á eftir miklar mannabreytingar í sumar. KR-ingar voru teknir í karphúsið af Tindastólsmönnum í Meistarakeppni KKÍ síðasta sunnudag og frammistaða liðsins hefur ekki fyllt mörg hjörtu í Vesturbænum af von. KR-ingar mæta nýliðum Skallagríms í DHL-höllinni í kvöld. Á síðasta tímabili mættu þeir einnig nýliðum í fyrstu umferð, þá sóttu þeir Valsmenn heim. Sá leikur endaði með sjö stiga sigri KR.Sigtryggur Arnar Björnsson er farinn úr vínrauðu í GrindavíkurgultVísir/EyþórBikarmeistarar Tindastóls fögnuðu sínum fyrsta titli þegar þeir lyftu Maltbikarnum í janúar. Þeir bættu í safnið á sunnudaginn með meistarar meistaranna bikarnum eftir sigurinn á KR. Þeir hefja tímabilið heima á Sauðárkróki þar sem Þórsarar úr Þorlákshöfn mæta í Síkið. Stólarnir unnu báða leiki þessara liða á síðasta tímabili, þar af stórsigur í Síkinu. Suður með sjó mæta hinir nýliðar deildarinnar Breiðablik gulum Grindvíkingum. Grindavík endaði í sjötta sæti deildarinnar í fyrra og tapaði gegn Tindastól í 8-liða úrslitunum. Rauðu fuglafélögin Valur og Haukar mætast svo í Origo höllinni á Hlíðarenda. Deildarmeistararnir misstu fjóra stóra leikmenn í sumar og veðja flestir á að þeir muni eiga erfitt uppdráttar í vetur. Ívar Ásgrímsson sagði sjálfur að það væri líklega óraunhæft fyrir Hauka að stefna á heimaleikjarétt, 5.-6. sæti væri markmiðið. Umferðin klárast svo á föstudaginn með stórleik í Ljónagryfjunni, grannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur, og allir leikirnir verða að sjálfsögðu gerðir upp í Domino's Körfuboltakvöldi sem verður á sínum stað líkt og fyrri ár.1. umferð Domino's deildar karla:Fimmtudagur 4. október 19:15 Tindastóll - Þór Þorlákshöfn 19:15 KR - Skallagrímur 19:15 Grindavík - Breiðablik 19:15 Valur - Haukar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3Föstudagur 5. október 18:30 Stjarnan - ÍR, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 20:15 Njarðvík - Keflavík, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport
Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira