„Ef ég hætti þessu rugli þá mun ég veslast upp og verða gamall“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2018 11:30 Pétur Jóhann og Auðunn Blöndal eru gestir vikunnar í Einkalífinu. Suður-ameríski draumurinn fór í loftið síðastliðinn föstudag á Stöð 2 en þar keppa þeir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. á móti Sveppa og Pétri í stigakeppni með því að leysa allskonar miserfið verkefni um álfuna. Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann Sigfússon eru gestir Stefáns Árna Pálssonar í Einkalífinu í dag. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þeir Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann hafa verið á skjáum landsmanna síðustu 15 árin eða svo og eru orðnir einir reyndustu sjónvarpsmenn landsins. „Mér fannst ég var kominn heim. Þessi suður-ameríski taktur blundar í mér,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem rakaði á sig mottu þegar tökur fóru fram, svona til þess að blandast betur við innfædda. Auddi segist ekkert vera sérstaklega spenntur að fara út til Bólivíu eftir ferðalagið. „Ég fékk ekki menningarsjokk þarna úti og í raun kom mér bara á óvart hvað allir voru næs. Ég held að það séu bara bullandi fordómar hjá Íslendingum gagnvart Suður-Ameríku og ég held að það spili inn í svona þættir eins og Narcos og svona vitleysa, því að fólk þarna úti er geggjað og allir svo kurteisir og æðislegir. Ég dýrka að vera þarna og mig langar virkilega að fara aftur.“Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð? Pétur Jóhann er elsti keppandinn í Suður-ameríska drauminum. „Einhver sagði að um leið og þú hættir þessu, þá fyrst verður þú gamall. Það er svolítið mikið til í því. Ef ég myndi hætta þessu rugli, þá myndi ég bara veslast upp og verða gamall. Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð?,“ segir Pétur Jóhann. Í þættinum ræða þeir félagar einnig um hvernig herbergisfélagar þeirra eru í þessum ferðum, hvort þeir hafi í raun og veru orðið hræddir við gerð dramaþáttanna, af hverju Pétur Jóhann er alltaf fullur í þessum þáttum og um næstu verkefni hjá þessum tveimur. Í viðtalinu kom einnig fram að Auðunn Blöndal er oftast settur í erfiðustu verkefnin þar sem hann á enginn börn og að sögn andstæðinga hans væri þá í lagi að hann myndi deyja. Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga á Vísi. Einkalífið Suður-ameríski draumurinn Tengdar fréttir „Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Sjá meira
Suður-ameríski draumurinn fór í loftið síðastliðinn föstudag á Stöð 2 en þar keppa þeir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. á móti Sveppa og Pétri í stigakeppni með því að leysa allskonar miserfið verkefni um álfuna. Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann Sigfússon eru gestir Stefáns Árna Pálssonar í Einkalífinu í dag. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þeir Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann hafa verið á skjáum landsmanna síðustu 15 árin eða svo og eru orðnir einir reyndustu sjónvarpsmenn landsins. „Mér fannst ég var kominn heim. Þessi suður-ameríski taktur blundar í mér,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem rakaði á sig mottu þegar tökur fóru fram, svona til þess að blandast betur við innfædda. Auddi segist ekkert vera sérstaklega spenntur að fara út til Bólivíu eftir ferðalagið. „Ég fékk ekki menningarsjokk þarna úti og í raun kom mér bara á óvart hvað allir voru næs. Ég held að það séu bara bullandi fordómar hjá Íslendingum gagnvart Suður-Ameríku og ég held að það spili inn í svona þættir eins og Narcos og svona vitleysa, því að fólk þarna úti er geggjað og allir svo kurteisir og æðislegir. Ég dýrka að vera þarna og mig langar virkilega að fara aftur.“Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð? Pétur Jóhann er elsti keppandinn í Suður-ameríska drauminum. „Einhver sagði að um leið og þú hættir þessu, þá fyrst verður þú gamall. Það er svolítið mikið til í því. Ef ég myndi hætta þessu rugli, þá myndi ég bara veslast upp og verða gamall. Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð?,“ segir Pétur Jóhann. Í þættinum ræða þeir félagar einnig um hvernig herbergisfélagar þeirra eru í þessum ferðum, hvort þeir hafi í raun og veru orðið hræddir við gerð dramaþáttanna, af hverju Pétur Jóhann er alltaf fullur í þessum þáttum og um næstu verkefni hjá þessum tveimur. Í viðtalinu kom einnig fram að Auðunn Blöndal er oftast settur í erfiðustu verkefnin þar sem hann á enginn börn og að sögn andstæðinga hans væri þá í lagi að hann myndi deyja. Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga á Vísi.
Einkalífið Suður-ameríski draumurinn Tengdar fréttir „Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Sjá meira
„Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45