Óli Jó: Getur ekki verið að Hamrén hafi valið þennan hóp Anton Ingi Leifsson skrifar 3. október 2018 13:00 Ólafur er Valur fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á laugardaginn. vísir/bára Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir að hann hafi viljað sjá Erik Hamrén velja yngri leikmenn í síðasta landsliðshóp. Ólafur var í viðtali hjá RÚV. Hann segir einnig að það sé sýnilega þreyta í íslenska landsliðshópnum en þessi mikli sigurvegari segir að þetta verði ekki öfundsvert verkefni Hamrén. „Auðvitað er árangur landsliðsins búinn að vera geggjaður undanfarin ár, hjá Lars og Heimi, og nánast farið fram úr væntingum flestra,” sagði Ólafur í samtali við RÚV en sagði að næstu ár gæti verið erfið: „Ég held það verði erfitt hjá landsliðinu næstu árin. Nýi þjálfarinn [Erik Hamrén] er ekki öfundsverður af því hlutverki sem hann er að taka að sér. Það er eitthvað sem segir mér það. Þessi hópur er búinn að vera lengi saman og það er greinilega einhver þreyta inni í hópnum.“ „Þannig að ég held að þetta verði erfitt, en ég hef svo sem sagt það áður. Þeir eru náttúrulega ótrúlegir þessir drengir þeir gætu snúið þessu öllum saman við aftur.“ Í síðasta landsliðshóp Íslands sem lék gegn Sviss og Belgíu voru ekki margir ungir leikmenn. Ólafur vill að Hamrén nýti tækifærið og yngi upp sem fyrst. „Auðvitað þarf að yngja þetta upp, ég vil meina það. Ég var mjög ósáttur við margt sem var valið í þessa tvo leiki. Enda held ég að hann hafi ekki valið það, þessi Hamrén, það getur ekki verið.” „Það hafa aðrir menn valið þetta fyrir hann. Af því að hann var ráðinn landsliðsþjálfari þegar voru tíu dagar í leik, hann þarf að fá einhverja aðstoð til að velja leikmennina því hann þekkir það ekki sjálfur,” sagði Ólafur og bætti við að lokum: „En ég held að hann eigi eftir að setja sinn svip á þetta og vonandi verður það gott.“ Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir að hann hafi viljað sjá Erik Hamrén velja yngri leikmenn í síðasta landsliðshóp. Ólafur var í viðtali hjá RÚV. Hann segir einnig að það sé sýnilega þreyta í íslenska landsliðshópnum en þessi mikli sigurvegari segir að þetta verði ekki öfundsvert verkefni Hamrén. „Auðvitað er árangur landsliðsins búinn að vera geggjaður undanfarin ár, hjá Lars og Heimi, og nánast farið fram úr væntingum flestra,” sagði Ólafur í samtali við RÚV en sagði að næstu ár gæti verið erfið: „Ég held það verði erfitt hjá landsliðinu næstu árin. Nýi þjálfarinn [Erik Hamrén] er ekki öfundsverður af því hlutverki sem hann er að taka að sér. Það er eitthvað sem segir mér það. Þessi hópur er búinn að vera lengi saman og það er greinilega einhver þreyta inni í hópnum.“ „Þannig að ég held að þetta verði erfitt, en ég hef svo sem sagt það áður. Þeir eru náttúrulega ótrúlegir þessir drengir þeir gætu snúið þessu öllum saman við aftur.“ Í síðasta landsliðshóp Íslands sem lék gegn Sviss og Belgíu voru ekki margir ungir leikmenn. Ólafur vill að Hamrén nýti tækifærið og yngi upp sem fyrst. „Auðvitað þarf að yngja þetta upp, ég vil meina það. Ég var mjög ósáttur við margt sem var valið í þessa tvo leiki. Enda held ég að hann hafi ekki valið það, þessi Hamrén, það getur ekki verið.” „Það hafa aðrir menn valið þetta fyrir hann. Af því að hann var ráðinn landsliðsþjálfari þegar voru tíu dagar í leik, hann þarf að fá einhverja aðstoð til að velja leikmennina því hann þekkir það ekki sjálfur,” sagði Ólafur og bætti við að lokum: „En ég held að hann eigi eftir að setja sinn svip á þetta og vonandi verður það gott.“
Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira