Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Sveinn Arnarsson skrifar 2. október 2018 07:00 Áslaug Thelma Einarsdóttir. Leynd ríkir yfir niðurstöðu fundar stjórnarmanna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Orku náttúrunnar (ON) annars vegar og Áslaugar Thelmu Einarsdóttur hins vegar sem rekin var í síðasta mánuði úr stjórnunarstöðu hjá ON. Á fundinum síðastliðinn fimmtudag sátu Helga Jónsdóttir, tímabundið forstjóri Orkuveitunnar, Berglind Rán Ólafsdóttir, tímabundið forstjóri ON, Áslaug Thelma auk lögmanna beggja aðila. Var þar farið yfir málið. Sameiginlega var tekin ákvörðun á fundinum um að efni hans og niðurstaða yrði aðeins milli þeirra einstaklinga sem sátu téðan fund. Áslaug Thelma gaf vilyrði fyrir því í gær að ræða við blaðamann Fréttablaðsins en stóð ekki við þau orð þegar sóst var eftir því. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, staðfestir að fundurinn hafi átt sér stað og segir að efni hans sé trúnaðarmál þeirra sem sóttu fundinn. „Það er í gangi rannsókn á starfsmannamálum fyrirtækisins og mál Áslaugar er þar á meðal,“ segir Eiríkur. Hann segir enn fremur að uppsögn Áslaugar sé enn í gildi og hafi ekki breyst á fundinum síðasta fimmtudag. Áslaug var rekin sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar ON í síðasta mánuði. ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Málið komst í fjölmiðla eftir ákall eiginmanns Áslaugar Thelmu um að þau fengju að vita ástæður þess að eiginkona hans var látin taka pokann sinn. Opinber umfjöllun um málið hratt af stað nokkurri atburðarás. Bjarni Már Júlíusson, var rekinn sem forstjóri ON fyrir óviðeigandi framkomu og nafni hans, Bjarni Bjarnason, steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Orkuveitunnar. Samhliða þessu á að fara í heildarendurskoðun á vinnustaðamenningu innan Orkuveitunnar og tilteknum starfsmannamálum innan fyrirtækisins. Þegar Bjarni Már var látinn taka pokann sinn átti fyrst að setja Þórð Ásmundsson í starfið. Það var hins vegar afturkallað vegna ásakana í hans garð um kynferðisbrot áður en hann hóf störf hjá fyrirtækinu. Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Leynd ríkir yfir niðurstöðu fundar stjórnarmanna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Orku náttúrunnar (ON) annars vegar og Áslaugar Thelmu Einarsdóttur hins vegar sem rekin var í síðasta mánuði úr stjórnunarstöðu hjá ON. Á fundinum síðastliðinn fimmtudag sátu Helga Jónsdóttir, tímabundið forstjóri Orkuveitunnar, Berglind Rán Ólafsdóttir, tímabundið forstjóri ON, Áslaug Thelma auk lögmanna beggja aðila. Var þar farið yfir málið. Sameiginlega var tekin ákvörðun á fundinum um að efni hans og niðurstaða yrði aðeins milli þeirra einstaklinga sem sátu téðan fund. Áslaug Thelma gaf vilyrði fyrir því í gær að ræða við blaðamann Fréttablaðsins en stóð ekki við þau orð þegar sóst var eftir því. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, staðfestir að fundurinn hafi átt sér stað og segir að efni hans sé trúnaðarmál þeirra sem sóttu fundinn. „Það er í gangi rannsókn á starfsmannamálum fyrirtækisins og mál Áslaugar er þar á meðal,“ segir Eiríkur. Hann segir enn fremur að uppsögn Áslaugar sé enn í gildi og hafi ekki breyst á fundinum síðasta fimmtudag. Áslaug var rekin sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar ON í síðasta mánuði. ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Málið komst í fjölmiðla eftir ákall eiginmanns Áslaugar Thelmu um að þau fengju að vita ástæður þess að eiginkona hans var látin taka pokann sinn. Opinber umfjöllun um málið hratt af stað nokkurri atburðarás. Bjarni Már Júlíusson, var rekinn sem forstjóri ON fyrir óviðeigandi framkomu og nafni hans, Bjarni Bjarnason, steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Orkuveitunnar. Samhliða þessu á að fara í heildarendurskoðun á vinnustaðamenningu innan Orkuveitunnar og tilteknum starfsmannamálum innan fyrirtækisins. Þegar Bjarni Már var látinn taka pokann sinn átti fyrst að setja Þórð Ásmundsson í starfið. Það var hins vegar afturkallað vegna ásakana í hans garð um kynferðisbrot áður en hann hóf störf hjá fyrirtækinu.
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15
Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52
Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00