Grófu upp jarðsprengjur saman Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. október 2018 07:00 Moon Jae-in forseti á hátíðaratburði suðurkóreska hersins. Vísir/epa Herir ríkjanna tveggja á Kóreuskaga unnu að því að grafa upp jarðsprengjur á hinu vígbúna landamærasvæði í gær. Þetta var gert í samræmi við sameiginlegar yfirlýsingar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, um að draga úr vígbúnaði á landamærasvæðinu sem og úr togstreitunni á milli ríkjanna.Suðurkóreska blaðið Korea Herald hafði eftir suðurkóreska hernum að unnið hafi verið að uppgreftri jarðsprengja við landamærabæinn Panmunjom, þar sem leiðtogarnir funduðu í vor, og á nærliggjandi hæð á landamærasvæðinu. Norðurkóreski herinn greindi ekki sérstaklega frá því í gær hvar vinna norðurkóresku hermannanna fór fram en samkvæmt varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu voru þeir norðurkóresku vissulega að grafa upp jarðsprengjur.„Stór hluti af okkar vinnu felst í því að komast að því hversu margar jarðsprengjur eru grafnar á landamærasvæðinu. Við teljum okkur vita að þær séu ekki svo margar,“ sagði heimildarmaður Korea Herald úr varnarmálaráðuneytinu.Gærdagurinn var hátíðisdagur suðurkóreska hersins og hélt Moon forseti ávarp af því tilefni. „Við höfum ráðist í metnaðarfullt verkefni í átt að friði og velsæld á Kóreuskaga. Stíginn sem við fetum nú hefur enginn farið áður svo það er erfitt að spá um hvaða erfiðleikar bíða okkar. Þess vegna eru sterkar varnir mikilvægari en nokkru sinni fyrr,“ sagði forsetinn.Moon sagði jafnframt að bandalagið við Bandaríkin væri afar mikilvægt í þessari vegferð. „Bandalagið stuðlar að friði á Kóreuskaga. Herlið Bandaríkjanna í Kóreu mun halda áfram að gegna friðargæsluhlutverki sínu á skaganum og mun jafnframt stuðla að stöðugleika og friði í allri Norðaustur-Asíu.“Þá greindi Chosun Ilbo frá því í gær að það myndi kosta 4,3 billjónir króna að nútímavæða járnbrautakerfi Norður-Kóreu. Umfjöllunin byggði á gögnum frá Korea Rail Network Authority. Á fimmtudaginn fullgilti suðurkóreska ríkisstjórnin samkomulag á milli leiðtoga Kóreuríkjanna um að tengja járnbrautir Kóreuskaga og nútímavæða járnbrautakerfi norðursins. Þeirra mat á kostnaði var fjarri tölu Chosun Ilbo. Alls áformar ríkisstjórnin að reiða af hendi 30 milljarða króna á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira