Suður-Kórea

Fréttamynd

Handtökuheimild á hendur for­setanum sam­þykkt

Dómstóll í Suður-Kóreu hefur gefið yfirvöldum í landinu handtökuheimild á hendur Yoon Suk Yeo forseta Suður-Kóreu í tengslum við lögreglurannsókn á herlögum sem hann hugðist setja fyrr í mánuðinum. Heimildin er fordæmalaus. 

Erlent
Fréttamynd

Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið

Um sex mínútum áður en flugvél Jeju Air skall á vegg við enda flugbrautar á flugvellinum í Muan í Suður-Kóreu, vöruðu flugumferðarstjórar við mögulegri hættu á fuglaferðum. Tveimur mínútum eftir að viðvörunin, sem þykir nokkuð hefðbundin á þessu svæði, var send lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi, fuglar hefðu skollið á flugvélinni og sagðist hann setja stefnuna aftur á flugvöllinn.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka flug­flotann í kjöl­far slyssins

Starfandi forseti Suður-Kóreu, Choi Sang-mok, hefur fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis. 179 létust í flugslysi í Suður-Kóreu í gær þegar lendingarbúnaður vélarinnar bilaði. Alls voru 181 um borð í vélinni. Tveimur flugþjónum var bjargað úr brakinu en þau fundust nærri stéli vélarinnar. Flugslysið er mannskæðasta innanlandsflugslys í sögu landsins.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi látinn eftir flug­slys í Suður-Kóreu

179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna.

Erlent
Fréttamynd

Reyna að tryggja stöðug­leika í Suður-Kóreu

Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar að berjast gegn á­sökunum um land­ráð

Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti.

Erlent
Fréttamynd

Reyndi að svipta sig lífi í varð­haldi

Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit.

Erlent
Fréttamynd

For­setinn verður ekki á­kærður

Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram.

Erlent
Fréttamynd

Yfir­gáfu þing­salinn fyrir at­kvæða­greiðsluna

Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda.

Erlent
Fréttamynd

Á­kæra for­setann form­lega vegna herlaga

Stjórnarandstaða Suður-Kóreu hefur formlega lagt fram ákæru gegn Yoon Suk Yeol, forseta landsins, vegna herlaga sem hann beitti óvænt á í gær og neyddist skömmu síðar til að fella úr gildi. Margir af starfsmönnum forsetans og ráðgjöfum hans hafa sagt af sér í dag.

Erlent
Fréttamynd

Leggja drög að á­kæru á hendur for­setanum

Stjórnarandstæðingar í Suður-Kóreu hafa hafist handa við að undirbúa ákæru á hendur forsta landsins fyrir embættisglöp og brot í starfi eftir að hann setti herlög í landinu í gær, sem hann þó neyddist til að draga til baka eftir mikil mótmæli.

Erlent
Fréttamynd

Herlögin loks felld úr gildi

Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur fellt herlög sem sett voru á þar fyrr í kvöld úr gildi. Forsvarsmenn hers ríkisins hafa sömuleiðis slitið herlagastjórninni þar á bæ og hafa hermenn verið fluttir aftur til herstöðva sinna.

Erlent
Fréttamynd

Ó­vissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi

Mikil ólga og pólitísk óvissa ríkir í Suður Kóreu eftir að forseti landsins Yoon Suk Yeol lýsti yfir neyðarlögum í dag. Síðan hefur suður kórseka þingið greitt atkvæði um að hindra lögin. Allir þingmenn sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna, 190 af 300 þingmönnum, kusu á þann veg.

Erlent
Fréttamynd

Lýsir yfir her­lögum í Suður-Kóreu

Forseti Suður-Kóreu lýsti yfir neyðarherlögum í dag. Hann sakar stjórnarandstöðu landsins sem er með meirihluta á þingi um að ganga erinda Norður-Kóreu og að binda hendur ríkisstjórnar hans.

Erlent
Fréttamynd

Ný flaug flaug lengra en áður

Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í morgun upp langdrægri skotflaug, sem virðist vera af nýrri tegund, og flaug hún bæði hærra og lengra en aðrar eldflaugar einræðisríkisins hafa áður gert.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að her­menn Kim öðlist reynslu af hernaði

Ráðamenn í Suður-Kóreu óttast að Norður-Kórea fái aukna aðstoð frá Rússlandi í framtíðinni, bæði hernaðarlega og annarskonar aðstoð, og að norðurkóreskir hermenn sem talið er að muni berjast við Úkraínumenn á næstu vikum, öðlist reynslu af hernaði. Reynslu sem gæti aukið getu norðurkóreska hersins til muna.

Erlent
Fréttamynd

Vannærðir her­menn Kim sagðir „fallbyssufóður“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir mögulegt að norðurkóreskir hermenn verði sendir á víglínuna í Úkraínu eða í Kúrsk í dag eða á morgun. Hermennirnir eru þó sagðir smávaxnir og illa búnir fyrir átök á svæðinu og varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir þá fallbyssufóður.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast þess að Rússar sendi her­menn Kim heim

Utanríkisráðherra Suður-Kóreu kallaði sendiherra Rússlands þar í landi á teppið í morgun. Kim Hong Kyun krafðist þess við Georgy Zinoviev að hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir frá Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Kim sagður ætla að senda tólf þúsund menn til Rúss­lands

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur ákveðið að senda fjögur stórfylki, eða um tólf þúsund hermenn, til aðstoðar Rússa við innrás þeirra í Úkraínu. Kim sendi hóp sérveitarmanna tli Rússlands í ágúst þar sem þeir fengu fölsk skilríki og hljóta þjálfun, áður en þeir verða sendir til Úkraínu.

Erlent