Læknabekkirnir óvirkir meðan slysið er rannsakað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2018 13:02 Frá Læknavaktinni á Háaleitisbraut. vísir/vilhelm Rafknúnir læknabekkir á Læknavaktinni á Háaleitisbraut verða óvirkir á meðan gengið er úr skugga um að öryggiskröfum þeirra sé fullnægt. Þetta segir Gunnar Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar. Tveggja ára stúlka festi höfuð sitt í rafknúnum bekk í gær þegar hún var ásamt foreldrum sínum og tveimur börnum til viðbótar í skoðun á Læknavaktinni.Albert Símonarson greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni.Mynd/SamsettFaðirinn, Albert Símonarson, lýsti því í viðtali við Vísi í gær hvernig slysið hefði orðið. Hann hefði óttast um líf dóttur sinnar sem var orðin rauðblá í framan sökum þrýstings og súrefnisskorts þegar armar bekkjarins byrjuðu að klemmast saman. Læknirinn sagðist ekki kunna á bekkinn sem að lokum var kippt úr sambandi. Þá var hægt að glenna bekkinn í sundur og losa dóttur Alberts. Gunnar Örn segir að bekkirnir hafi verið gerðir óvirkir í kjölfar slyssins. „Þeir verða ekki virkir fyrr en við höfum gengið úr skugga um að öryggiskröfum sé fullnægt í alla staði,“ segir Gunnar Örn. Læknavaktin við Háaleitisbraut sem áður var staðsett á Smáratorgi í Kópavogi.Vísir/VilhelmMálið hafi verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins en þaðan rataði það á borð Lyfjastofnunar. Þá var framleiðandi bekkjanna látinn vita og sömuleiðis rætt við Landlæknisembættið og óskað eftir aðstoð hvernig best sé að bregðast við. „Það eru hundruð svona rafdrifinna bekkja í notkun. Þetta er vakning fyrir alla um umgengni við slíka bekki,“ segir Gunnar Örn. Notast er við hefðbundna læknabekki, sem ekki er hægt að hækka og lækka, á meðan málið er skoðað. Framleiðanda bekkjanna hafi aldrei áður verið tilkynnt um slík atvik. „Þeim er eins og öllum ofboðslega brugðið og eru miður sín.“ Gunnar hefur verið í samskiptum við foreldra stúlkunnar og upplýst þau um gang mála. Málið verði skoðað til hins ítrasta. „Það eru hagsmunir allra. Þetta eru aðstæður sem maður vill ekki að komi fyrir aftur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Rafknúnir læknabekkir á Læknavaktinni á Háaleitisbraut verða óvirkir á meðan gengið er úr skugga um að öryggiskröfum þeirra sé fullnægt. Þetta segir Gunnar Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar. Tveggja ára stúlka festi höfuð sitt í rafknúnum bekk í gær þegar hún var ásamt foreldrum sínum og tveimur börnum til viðbótar í skoðun á Læknavaktinni.Albert Símonarson greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni.Mynd/SamsettFaðirinn, Albert Símonarson, lýsti því í viðtali við Vísi í gær hvernig slysið hefði orðið. Hann hefði óttast um líf dóttur sinnar sem var orðin rauðblá í framan sökum þrýstings og súrefnisskorts þegar armar bekkjarins byrjuðu að klemmast saman. Læknirinn sagðist ekki kunna á bekkinn sem að lokum var kippt úr sambandi. Þá var hægt að glenna bekkinn í sundur og losa dóttur Alberts. Gunnar Örn segir að bekkirnir hafi verið gerðir óvirkir í kjölfar slyssins. „Þeir verða ekki virkir fyrr en við höfum gengið úr skugga um að öryggiskröfum sé fullnægt í alla staði,“ segir Gunnar Örn. Læknavaktin við Háaleitisbraut sem áður var staðsett á Smáratorgi í Kópavogi.Vísir/VilhelmMálið hafi verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins en þaðan rataði það á borð Lyfjastofnunar. Þá var framleiðandi bekkjanna látinn vita og sömuleiðis rætt við Landlæknisembættið og óskað eftir aðstoð hvernig best sé að bregðast við. „Það eru hundruð svona rafdrifinna bekkja í notkun. Þetta er vakning fyrir alla um umgengni við slíka bekki,“ segir Gunnar Örn. Notast er við hefðbundna læknabekki, sem ekki er hægt að hækka og lækka, á meðan málið er skoðað. Framleiðanda bekkjanna hafi aldrei áður verið tilkynnt um slík atvik. „Þeim er eins og öllum ofboðslega brugðið og eru miður sín.“ Gunnar hefur verið í samskiptum við foreldra stúlkunnar og upplýst þau um gang mála. Málið verði skoðað til hins ítrasta. „Það eru hagsmunir allra. Þetta eru aðstæður sem maður vill ekki að komi fyrir aftur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira