Ingibjörg Sólrún furðar sig á ofsafenginni umræðu um braggamálið Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2018 21:00 Ingibjörg Sólrún, fyrrverandi borgarstjóri, segir endurbyggingu braggans eiga fullan rétt á sér. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, furðar sig á hinni hatrömu umræðu um „braggamálið“ svokallað. Hún skrifar stuttan pistil um málið á Facebooksíðu sína nú undir kvöld. „Ég verð að játa að ég er talsvert hugsi yfir umræðunni á net- og samfélagsmiðlum um „braggamálið“ s.k og stöðu Dags B. Eggertssonar. Það er augljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis við endurbyggingu braggans og ég er viss um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á eftir að skila skýrslu sem varpar ljósi á málið,“ skrifar Ingibjörg Sólrún.Mikil óþreyja að koma höggi á Dag Hún segir jafnframt að það verði næg tækifæri til að ræða ábyrgð allra þeirra sem að málinu komu, líka borgarstjóra.En eins og oft áður virðist meiri áhugi á því að skjóta fyrst og spyrja svo. Ákveðnir einstaklingar eru haldnir mikilli óþreyju að koma höggi á Dag B. Eggertsson og geta hreinlega ekki af sér borið meðan hann er í veikindaleyfi. Ingibjörg Sólrún þekkir það vel af eigin raun að þurfa að hverfa frá miklu ati af vettvangi stjórnmálanna vegna veikinda, þá er hún gegndi embætti utanríkisráðherra og var formaður Samfylkingarinnar. Hún segir það svo og því miður að lausatök við endurbygging braggans skuli varpa skugga á þessa annars ágætu framkvæmd. Skilningsleysi Sjálfstæðismanna á mikilvægi menningarminja „Braggar settu svip sinn á Reykavík um langt árabil og voru lengi búsetuúrræði fátæks fólks,“ segir Ingibjörg Sólrún og bendir á að því miður hafi enginn íbúðabraggi varðveist í Reykjavík og ... „ástæða til að rifja það upp að ég flutti um það tillögu í borgarstjórn einhvern tímann á níunda áratug síðustu aldar (!) að reynt yrði að varðveita einsog einn íbúðabragga og var ég þá helst með Laugarnesið í huga. Þá var enginn skilningur á varðveislu húsa hjá Sjálfstæðismeirihlutanum í Borgarstjórn Reykjavíkur og því fór sem fór; síðustu íbúðabraggarnir fuku með Fjalarkettinum í Aðalstræti, SS húsinu, Eimskipafélags skemmunni og Völundarhúsinu við Skúlagötu og fleiri fallegum húsum.“ Ingibjörg Sólrún segir braggann við Nauthólsvík eiga fyllilega rétt á sér sem menningarminjar en einhvers staðar hafa menn farið offari í endurbyggingunni. „Það er miður,“ segir Ingibjörg Sólrún. Braggamálið Tengdar fréttir „Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Mikil heift á báða bóga vegna veikinda Dags og braggamálsins. 17. október 2018 23:00 Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, furðar sig á hinni hatrömu umræðu um „braggamálið“ svokallað. Hún skrifar stuttan pistil um málið á Facebooksíðu sína nú undir kvöld. „Ég verð að játa að ég er talsvert hugsi yfir umræðunni á net- og samfélagsmiðlum um „braggamálið“ s.k og stöðu Dags B. Eggertssonar. Það er augljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis við endurbyggingu braggans og ég er viss um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á eftir að skila skýrslu sem varpar ljósi á málið,“ skrifar Ingibjörg Sólrún.Mikil óþreyja að koma höggi á Dag Hún segir jafnframt að það verði næg tækifæri til að ræða ábyrgð allra þeirra sem að málinu komu, líka borgarstjóra.En eins og oft áður virðist meiri áhugi á því að skjóta fyrst og spyrja svo. Ákveðnir einstaklingar eru haldnir mikilli óþreyju að koma höggi á Dag B. Eggertsson og geta hreinlega ekki af sér borið meðan hann er í veikindaleyfi. Ingibjörg Sólrún þekkir það vel af eigin raun að þurfa að hverfa frá miklu ati af vettvangi stjórnmálanna vegna veikinda, þá er hún gegndi embætti utanríkisráðherra og var formaður Samfylkingarinnar. Hún segir það svo og því miður að lausatök við endurbygging braggans skuli varpa skugga á þessa annars ágætu framkvæmd. Skilningsleysi Sjálfstæðismanna á mikilvægi menningarminja „Braggar settu svip sinn á Reykavík um langt árabil og voru lengi búsetuúrræði fátæks fólks,“ segir Ingibjörg Sólrún og bendir á að því miður hafi enginn íbúðabraggi varðveist í Reykjavík og ... „ástæða til að rifja það upp að ég flutti um það tillögu í borgarstjórn einhvern tímann á níunda áratug síðustu aldar (!) að reynt yrði að varðveita einsog einn íbúðabragga og var ég þá helst með Laugarnesið í huga. Þá var enginn skilningur á varðveislu húsa hjá Sjálfstæðismeirihlutanum í Borgarstjórn Reykjavíkur og því fór sem fór; síðustu íbúðabraggarnir fuku með Fjalarkettinum í Aðalstræti, SS húsinu, Eimskipafélags skemmunni og Völundarhúsinu við Skúlagötu og fleiri fallegum húsum.“ Ingibjörg Sólrún segir braggann við Nauthólsvík eiga fyllilega rétt á sér sem menningarminjar en einhvers staðar hafa menn farið offari í endurbyggingunni. „Það er miður,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Braggamálið Tengdar fréttir „Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Mikil heift á báða bóga vegna veikinda Dags og braggamálsins. 17. október 2018 23:00 Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Mikil heift á báða bóga vegna veikinda Dags og braggamálsins. 17. október 2018 23:00
Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30