„Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2018 23:00 Margir hafa blandað sér í umræðu um veikindi Dags B. Eggertsson borgarstjóra, þar á meðal þingmennirnir Helga Vala og Kolbeinn Proppé. Hefur Helga vala gagnrýnt framgang Eyþórs Arnalds í málinu. Vísir/Vilhelm Gagnrýni á fjarveru borgarstjóra í umræðunni um Braggamálið letur fólk í að segja frá vanlíðan og veikindum að mati þingmanns Vinstri grænna. Miklar umræður hafa skapast vegna gagnrýni fulltrúa í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur á að borgarstjóri hafi ekki verið til svara síðustu daga vegna Braggamálsins svokallaða. Dagur B. Eggertsson greindi frá því í sumar að hann hefði greinst með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm í kjölfar kviðarholssýkingar sem skerðir hreyfigetu og getur lagst á liði og líffæri.Sagt var frá því í föstudag að Dagur hefði ákveðið að fara í nokkra daga veikindaleyfi frá störfum sínum sem borgarstjóri eftir að sýkingin tók sig upp að nýju. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði færslu á Facebook fyrr í dag þar sem hún sakaði Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um að hamast á Degi á meðan hann tekst á við veikindin. „Er ekkert heilagt í pólitísku stríði? Það leikur sér enginn að því að veikjast og þegar um er að ræða eitthvað meira en flensu ætti fólk með vott af sómakennd að taka tillit til þess,“ ritaði Helga Vala. Hún sagði Bragga-málið ekki hverfa og ekki verði neitt stórkostlegt tjón ef ekki verður brugðist við sem allra fyrst. „Heldur verður þetta mál líka í næstu viku eða þarnæstu þegar Dagur hefur náð þeim styrk sem hann þarf. Svei þér Eyþór Arnalds,“ skrifar Helga Vala.Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds á meðan kosningabaráttunni stóð í vor. Vísir/Vilhelm„Áttum við sem kjörnir fulltrúar að þegja?“ Eyþór blandar sér í umræðuna við skrif Helgu Völu þar sem hann segist óska Degi góðs bata og að hann hafi gert það ítrekað á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði gagnrýni á meðferða fjármuna engan vegin snúa að veikindum borgarstjóra. „Við gagnrýndum rekstur borgarinnar fyrir kosningar og strax eftir kosningar. Það er ekkert nýtt,“ skrifar Eyþór. Hann sagði jafnframt að Braggamálið hefði vakið athygli langt út fyrir raðir borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn hefðu lagt til að utanaðkomandi aðili færi yfir málið en sú tillaga hefði verið felld. „Áttum við sem kjörnir fulltrúar að þegja vegna þess að borgarstjóri er fjarverandi?“ spyr Eyþór að lokum. Helga Vala bendir hins vegar Eyþóri á að gagnrýni hans hefði snúið að fjarveru Dags í umræðunni, sem Eyþór eigi að vita að eigi sér lögmætar og eðlilegar skýringar.Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi og borgarstjóri.VísirVeikindi Ólafs F. nefnd Ljóst er að mikill hiti er í umræðunni um þessi mál og hafa nokkur dæmi verið rakin af veikindum stjórnmálamanna sem var sýnt tillit á meðan baráttu þeirra stóð. Eitt dæmi er þó víða nefnt sem tengist Ólafi F. Magnússyni sem var krafinn læknisvottorðs af borgarfulltrúum þegar hann hugðist snúa aftur í borgarstjórn árið 2008 eftir hafa verið í veikindaleyfi. Ólafur hefur lýst í viðtölum að ráðist hefði verið að honum vegna veikinda sem hann glímdi við.„Letur fólk í að segja frá vanlíðan“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræðuna í kvöld þar sem hann segist óska sér að fólk gæti verið betra við hvort annað, líka þau sem eru ósammála því í pólitík, um leið og hann óskar Degi alls hins besta og vonar að hann nái heilsu. „Við kennum börnunum okkar að segja frá ef þeim líður illa, að byrgja hluti ekki inni. Við viljum samfélag þar sem fólk þarf ekki að pukrast með vanlíðan og veikindi. Við sýnum aðstandendum okkar, fólkinu í kringum okkur og okkur sjálfum skilning ef við þurfum tíma til að jafna okkur, ef við verðum veik. Við tölum um mikilvægi heilsunnar, að við verðum að huga að henni frekar en frama,“ ritar Kolbeinn. Hann segir viðbrögð sumra við veikindum borgarstjóra sýna að þetta risti ansi grunnt og nái alls ekki yfir pólitíska andstæðinga. „Þegar að þeim kemur virðast ansi margir tilbúnir til að segja hluti um veikan mann sem þeim dytti ekki í hug, ekki undir nokkrum kringumstæðum, að segja um einhvern sér nákominn,“ skrifar Kolbeinn sem segir þetta vera ljóta hegðun. „Þetta er ógeðslegt. Þetta letur fólk í að segja frá vanlíðan og veikindum. Þetta kennir börnunum okkar að það sé í lagi að segja viðbjóðslega hluti um andstæðinga okkar, þar sé ekkert heilagt. Og þetta gefur börnum og ungu fólki þau skilaboð að vera ekkert að segja frá vanlíðan sinni, það sé bara aumingjaskapur.“ Braggamálið Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Gagnrýni á fjarveru borgarstjóra í umræðunni um Braggamálið letur fólk í að segja frá vanlíðan og veikindum að mati þingmanns Vinstri grænna. Miklar umræður hafa skapast vegna gagnrýni fulltrúa í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur á að borgarstjóri hafi ekki verið til svara síðustu daga vegna Braggamálsins svokallaða. Dagur B. Eggertsson greindi frá því í sumar að hann hefði greinst með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm í kjölfar kviðarholssýkingar sem skerðir hreyfigetu og getur lagst á liði og líffæri.Sagt var frá því í föstudag að Dagur hefði ákveðið að fara í nokkra daga veikindaleyfi frá störfum sínum sem borgarstjóri eftir að sýkingin tók sig upp að nýju. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði færslu á Facebook fyrr í dag þar sem hún sakaði Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um að hamast á Degi á meðan hann tekst á við veikindin. „Er ekkert heilagt í pólitísku stríði? Það leikur sér enginn að því að veikjast og þegar um er að ræða eitthvað meira en flensu ætti fólk með vott af sómakennd að taka tillit til þess,“ ritaði Helga Vala. Hún sagði Bragga-málið ekki hverfa og ekki verði neitt stórkostlegt tjón ef ekki verður brugðist við sem allra fyrst. „Heldur verður þetta mál líka í næstu viku eða þarnæstu þegar Dagur hefur náð þeim styrk sem hann þarf. Svei þér Eyþór Arnalds,“ skrifar Helga Vala.Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds á meðan kosningabaráttunni stóð í vor. Vísir/Vilhelm„Áttum við sem kjörnir fulltrúar að þegja?“ Eyþór blandar sér í umræðuna við skrif Helgu Völu þar sem hann segist óska Degi góðs bata og að hann hafi gert það ítrekað á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði gagnrýni á meðferða fjármuna engan vegin snúa að veikindum borgarstjóra. „Við gagnrýndum rekstur borgarinnar fyrir kosningar og strax eftir kosningar. Það er ekkert nýtt,“ skrifar Eyþór. Hann sagði jafnframt að Braggamálið hefði vakið athygli langt út fyrir raðir borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn hefðu lagt til að utanaðkomandi aðili færi yfir málið en sú tillaga hefði verið felld. „Áttum við sem kjörnir fulltrúar að þegja vegna þess að borgarstjóri er fjarverandi?“ spyr Eyþór að lokum. Helga Vala bendir hins vegar Eyþóri á að gagnrýni hans hefði snúið að fjarveru Dags í umræðunni, sem Eyþór eigi að vita að eigi sér lögmætar og eðlilegar skýringar.Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi og borgarstjóri.VísirVeikindi Ólafs F. nefnd Ljóst er að mikill hiti er í umræðunni um þessi mál og hafa nokkur dæmi verið rakin af veikindum stjórnmálamanna sem var sýnt tillit á meðan baráttu þeirra stóð. Eitt dæmi er þó víða nefnt sem tengist Ólafi F. Magnússyni sem var krafinn læknisvottorðs af borgarfulltrúum þegar hann hugðist snúa aftur í borgarstjórn árið 2008 eftir hafa verið í veikindaleyfi. Ólafur hefur lýst í viðtölum að ráðist hefði verið að honum vegna veikinda sem hann glímdi við.„Letur fólk í að segja frá vanlíðan“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræðuna í kvöld þar sem hann segist óska sér að fólk gæti verið betra við hvort annað, líka þau sem eru ósammála því í pólitík, um leið og hann óskar Degi alls hins besta og vonar að hann nái heilsu. „Við kennum börnunum okkar að segja frá ef þeim líður illa, að byrgja hluti ekki inni. Við viljum samfélag þar sem fólk þarf ekki að pukrast með vanlíðan og veikindi. Við sýnum aðstandendum okkar, fólkinu í kringum okkur og okkur sjálfum skilning ef við þurfum tíma til að jafna okkur, ef við verðum veik. Við tölum um mikilvægi heilsunnar, að við verðum að huga að henni frekar en frama,“ ritar Kolbeinn. Hann segir viðbrögð sumra við veikindum borgarstjóra sýna að þetta risti ansi grunnt og nái alls ekki yfir pólitíska andstæðinga. „Þegar að þeim kemur virðast ansi margir tilbúnir til að segja hluti um veikan mann sem þeim dytti ekki í hug, ekki undir nokkrum kringumstæðum, að segja um einhvern sér nákominn,“ skrifar Kolbeinn sem segir þetta vera ljóta hegðun. „Þetta er ógeðslegt. Þetta letur fólk í að segja frá vanlíðan og veikindum. Þetta kennir börnunum okkar að það sé í lagi að segja viðbjóðslega hluti um andstæðinga okkar, þar sé ekkert heilagt. Og þetta gefur börnum og ungu fólki þau skilaboð að vera ekkert að segja frá vanlíðan sinni, það sé bara aumingjaskapur.“
Braggamálið Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira