Fjármálaeftirlitið þarf fjarlægð og frið Þorvaldur Gylfason skrifar 18. október 2018 08:00 Reykjavík – Undirbúningur mun nú vera hafinn að innlimun Fjármálaeftirlitsins í Seðlabanka Íslands. Vert er að rifja upp reynsluna af því fyrirkomulagi frá fyrri tíð. Fram til 1999 var eftirlit með starfsemi viðskiptabanka og sjóða í verkahring Seðlabankans. Bankaeftirlitið var deild í Seðlabankanum þar til Fjármálaeftirlitið var stofnað með lögum sem tóku gildi 1999.Fjörutíu milljarðar á milli vina Skemmst er frá því að segja að bankaeftirlit Seðlabankans var gagnslaust um sína daga enda var því ekki ætlað að hrófla við landlægu sukki í bönkum og sjóðum. Stjórnmálamennirnir sem fóru fyrir ríkisbönkunum kærðu sig ekki um nokkurt eftirlit. Þeir vildu fá að rýja bankana í friði. Látum eitt dæmi duga sem ég rakti í Morgunblaðinu 22. maí 1994 (sjá bók mína Síðustu forvöð, 1995, 9. kafla). Þingmenn Kvennalistans höfðu birt upplýsingar um að viðskiptabankar og lánasjóðir hefðu þurft að afskrifa meira en 40 milljarða króna á fimm árum vegna orðins eða yfirvofandi útlánatjóns. Þetta var svimandi fjárhæð og jafngilti tíunda hluta landsframleiðslunnar 1994. Þetta var einnig þrisvar sinnum meira fé miðað við landsframleiðslu en fór í súginn í sparisjóðahneykslinu í Bandaríkjunum nokkrum árum fyrr – mesta fjármálahneyksli aldarinnar sem Kaninn kallaði svo og leiddi til fangelsisdóma yfir meira en þúsund bankamönnum. Þetta var einnig meira fé miðað við landsframleiðslu en tapaðist í bankakreppunni sem reið yfir Norðurlönd um svipað leyti, alvarlegri kreppu sem leiddi til gagngerrar endurskipulagningar í bankarekstri þar og til starfsloka margra bankastjórnenda og málsóknar gegn sumum þeirra vegna gruns um glæpsamlega vanrækslu í starfi þótt engum væri á endanum stungið inn. Hér heima fékkst það þó aldrei opinberlega viðurkennt að eitthvað hefði farið úrskeiðis í bönkunum. Bankaeftirlitið þrætti. Bankarnir bættu sér skaðann í skjóli fákeppni, m.a. með miklum vaxtamun, þ.e. háum útlánsvöxtum og lágum innlánsvöxtum. Ballið var rétt að byrja.Einkavæðingin Nokkrum árum síðar, 1998-2003, voru bankarnir færðir úr ríkiseigu í einkaeign. Til stóð í upphafi að einkavæðingin færi fram undir heiðvirðum formerkjum og skv. erlendum fyrirmyndum, en frá því var horfið einkum til að tryggja áframhaldandi ítök stjórnmálamanna í bönkunum með afleiðingum sem allir þekkja. Fjármálaeftirlitið var í sömu svifum gert að sjálfstæðri stofnun til „að stuðla að því að fjármálastarfsemi … sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur og samþykktir …“ eins og stendur í lögunum. Það tókst þó ekki betur en svo að bankamenn og aðrir voru nokkrum árum síðar dæmdir í samtals næstum heillar aldar fangelsi fyrir brot sem tengdust hruninu og voru margar rannsóknir þó látnar niður falla vegna niðurskurðar á fjárveitingum til sérstaks saksóknara. Bankaeftirlitið átti að hafa öðlazt sjálfstæði utan veggja Seðlabankans frá 1999, en það varð ekki. Rannsóknarnefnd Alþingis ályktaði í skýrslu sinni (7. bindi, bls. 316-321) að þv. forstjóri FME hefði eins og seðlabankastjórarnir þrír sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga, vanrækslu hliðstæða þeirri sem Geir H. Haarde forsætisráðherra var fundinn sekur um í Landsdómi undir forustu forseta Hæstaréttar. Því var ráðinn nýr forstjóri að FME 2009, Gunnar Þ. Andersen viðskiptafræðingur, og stýrði hann FME í þrjú ár og bjó ásamt samstarfsmönnum sínum um 80 mál í hendur sérstaks saksóknara. Hann var hrakinn úr starfi 2012 og fékk m.a.s. dóm fyrir brot á þagnarskyldu. Yfirvöld hafa þó ekki enn séð ástæðu til að rannsaka birtingu Morgunblaðsins á útskrift símtals sem Seðlabankinn hafði neitað að láta af hendi árum saman með skírskotun til þagnarskyldu. Munurinn er einnig sá að Gunnar Andersen var að reyna að afhjúpa lögbrot, ekki Seðlabankinn, öðru nær.Allt á sama stað Seðlabankinn lofaði fyrir löngu innanhússrannsókn á Kaupþingsláninu 6. október 2008, en ekkert hefur til hennar spurzt. Meint brot varðandi lánveitinguna fyrndust 6. október sl. án þess að Seðlabankinn hefði óskað eftir rannsókn eftir þeirri reglu að ósk um rannsókn þarf helzt að berast af meintum vettvangi brots. Hátt settur embættismaður í bankanum braut gegn þagnarskyldu þegar hann upplýsti eiginkonu sína sem var þá lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja um aðgerðir Seðlabankans í aðdraganda neyðarlaganna. Brotið var sagt fyrnt þegar það komst upp. Hann starfar enn í bankanum. Einn bankastjóranna þriggja sem RNA taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga er aftur kominn til starfa í bankanum. Munstrið er skýrt. Dettur nokkrum heilvita manni í hug að FME hefði sent 80 mál til sérstaks saksóknara eftir hrun hefði eftirlitið ennþá verið deild í Seðlabankanum? Yfirvofandi innlimun FME í Seðlabankann lítur út eins og klunnaleg tilraun til þess að koma allri yfirhylmingu með bönkunum fyrir á einum og sama stað. Þessa fyrirætlun þarf Alþingi að stöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Undirbúningur mun nú vera hafinn að innlimun Fjármálaeftirlitsins í Seðlabanka Íslands. Vert er að rifja upp reynsluna af því fyrirkomulagi frá fyrri tíð. Fram til 1999 var eftirlit með starfsemi viðskiptabanka og sjóða í verkahring Seðlabankans. Bankaeftirlitið var deild í Seðlabankanum þar til Fjármálaeftirlitið var stofnað með lögum sem tóku gildi 1999.Fjörutíu milljarðar á milli vina Skemmst er frá því að segja að bankaeftirlit Seðlabankans var gagnslaust um sína daga enda var því ekki ætlað að hrófla við landlægu sukki í bönkum og sjóðum. Stjórnmálamennirnir sem fóru fyrir ríkisbönkunum kærðu sig ekki um nokkurt eftirlit. Þeir vildu fá að rýja bankana í friði. Látum eitt dæmi duga sem ég rakti í Morgunblaðinu 22. maí 1994 (sjá bók mína Síðustu forvöð, 1995, 9. kafla). Þingmenn Kvennalistans höfðu birt upplýsingar um að viðskiptabankar og lánasjóðir hefðu þurft að afskrifa meira en 40 milljarða króna á fimm árum vegna orðins eða yfirvofandi útlánatjóns. Þetta var svimandi fjárhæð og jafngilti tíunda hluta landsframleiðslunnar 1994. Þetta var einnig þrisvar sinnum meira fé miðað við landsframleiðslu en fór í súginn í sparisjóðahneykslinu í Bandaríkjunum nokkrum árum fyrr – mesta fjármálahneyksli aldarinnar sem Kaninn kallaði svo og leiddi til fangelsisdóma yfir meira en þúsund bankamönnum. Þetta var einnig meira fé miðað við landsframleiðslu en tapaðist í bankakreppunni sem reið yfir Norðurlönd um svipað leyti, alvarlegri kreppu sem leiddi til gagngerrar endurskipulagningar í bankarekstri þar og til starfsloka margra bankastjórnenda og málsóknar gegn sumum þeirra vegna gruns um glæpsamlega vanrækslu í starfi þótt engum væri á endanum stungið inn. Hér heima fékkst það þó aldrei opinberlega viðurkennt að eitthvað hefði farið úrskeiðis í bönkunum. Bankaeftirlitið þrætti. Bankarnir bættu sér skaðann í skjóli fákeppni, m.a. með miklum vaxtamun, þ.e. háum útlánsvöxtum og lágum innlánsvöxtum. Ballið var rétt að byrja.Einkavæðingin Nokkrum árum síðar, 1998-2003, voru bankarnir færðir úr ríkiseigu í einkaeign. Til stóð í upphafi að einkavæðingin færi fram undir heiðvirðum formerkjum og skv. erlendum fyrirmyndum, en frá því var horfið einkum til að tryggja áframhaldandi ítök stjórnmálamanna í bönkunum með afleiðingum sem allir þekkja. Fjármálaeftirlitið var í sömu svifum gert að sjálfstæðri stofnun til „að stuðla að því að fjármálastarfsemi … sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur og samþykktir …“ eins og stendur í lögunum. Það tókst þó ekki betur en svo að bankamenn og aðrir voru nokkrum árum síðar dæmdir í samtals næstum heillar aldar fangelsi fyrir brot sem tengdust hruninu og voru margar rannsóknir þó látnar niður falla vegna niðurskurðar á fjárveitingum til sérstaks saksóknara. Bankaeftirlitið átti að hafa öðlazt sjálfstæði utan veggja Seðlabankans frá 1999, en það varð ekki. Rannsóknarnefnd Alþingis ályktaði í skýrslu sinni (7. bindi, bls. 316-321) að þv. forstjóri FME hefði eins og seðlabankastjórarnir þrír sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga, vanrækslu hliðstæða þeirri sem Geir H. Haarde forsætisráðherra var fundinn sekur um í Landsdómi undir forustu forseta Hæstaréttar. Því var ráðinn nýr forstjóri að FME 2009, Gunnar Þ. Andersen viðskiptafræðingur, og stýrði hann FME í þrjú ár og bjó ásamt samstarfsmönnum sínum um 80 mál í hendur sérstaks saksóknara. Hann var hrakinn úr starfi 2012 og fékk m.a.s. dóm fyrir brot á þagnarskyldu. Yfirvöld hafa þó ekki enn séð ástæðu til að rannsaka birtingu Morgunblaðsins á útskrift símtals sem Seðlabankinn hafði neitað að láta af hendi árum saman með skírskotun til þagnarskyldu. Munurinn er einnig sá að Gunnar Andersen var að reyna að afhjúpa lögbrot, ekki Seðlabankinn, öðru nær.Allt á sama stað Seðlabankinn lofaði fyrir löngu innanhússrannsókn á Kaupþingsláninu 6. október 2008, en ekkert hefur til hennar spurzt. Meint brot varðandi lánveitinguna fyrndust 6. október sl. án þess að Seðlabankinn hefði óskað eftir rannsókn eftir þeirri reglu að ósk um rannsókn þarf helzt að berast af meintum vettvangi brots. Hátt settur embættismaður í bankanum braut gegn þagnarskyldu þegar hann upplýsti eiginkonu sína sem var þá lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja um aðgerðir Seðlabankans í aðdraganda neyðarlaganna. Brotið var sagt fyrnt þegar það komst upp. Hann starfar enn í bankanum. Einn bankastjóranna þriggja sem RNA taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga er aftur kominn til starfa í bankanum. Munstrið er skýrt. Dettur nokkrum heilvita manni í hug að FME hefði sent 80 mál til sérstaks saksóknara eftir hrun hefði eftirlitið ennþá verið deild í Seðlabankanum? Yfirvofandi innlimun FME í Seðlabankann lítur út eins og klunnaleg tilraun til þess að koma allri yfirhylmingu með bönkunum fyrir á einum og sama stað. Þessa fyrirætlun þarf Alþingi að stöðva.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar