Háðfuglarnir furðu lostnir yfir Trump og „hrossasmettinu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2018 12:30 Jimmy Kimmel, Stephen Colbert og James Corden fóru yfir málin í þáttum gærkvöldsins. Skjáskot/Youtube Bandarískir spjallþáttastjórnendur vöktu flestir máls á ummælum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um klámstjörnuna Stormy Daniels í þáttum gærkvöldsins, enda fóru ummælin líkt og eldur í sinu um miðla vestanhafs í gær. Greint var frá því í fyrradag að dómari hefði vísað frá ærumeiðingarmáli Daniels gegn Trump. Trump fagnaði að vonum niðurstöðunni á Twitter-reikningi sínum í gær og sagði þar sigri hrósandi að Daniels væri „hrossasmetti“. Daniels svaraði Trump um hæl og gaf í skyn að forsetinn hefði kynferðislegan áhuga á dýrum, þar sem hann teldi hana líta út eins og hest. Eins og áður segir snertu spjallþáttastjórnendur á þessu hitamáli í þáttum sínum í gær. Jimmy Kimmel þótti ummæli forsetans til að mynda ekki ýkja vinaleg. „Þú ert nú ekki hlýlegur í garð konunnar sem þú naust stuttra, ruglingslegra ásta með á meðan hún flengdi þig með tímariti þar sem þú prýddir forsíðuna, er það nokkuð?“ sagði hann m.a. í innslagi um málið.Stephen Colbert ræddi niðurstöðu dómarans S. James Otero, sem vísaði máli Daniels frá í vikunni. Otero sagði meint ærumeiðandi ummæli forsetans einfaldlega dæmi um „orðagjálfur“ sem tíðkast í stjórnmálum. Colbert sagði dómarann aðeins hafa komist að þeirri niðurstöðu þar sem Trump hefði sett ný viðmið í pólitísku landslagi Bandaríkjanna. „Forseti Bandaríkjanna á nú í ritdeilum við klámstjörnu á Twitter, eða eins og Otero myndi kalla það, eðlilegt.“James Corden velti því svo fyrir sér hvort enn væri hlýtt á milli forsetans og klámstjörnunnar. „Þið munið kannski eftir því en Daniels sagði nýlega að Trump væri með „körtutyppi“. Trump segir hana vera með „hrossasmetti“. Er það bara ég, eða má enn merkja neista á milli þeirra?“ Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 Stormy Daniels í þætti Jimmy Kimmel: „Lá þarna og bað til guðs að ég myndi deyja“ Klámstjarnan og athafnakonan Stormy Daniels, sem kveðst hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2006, veltir því fyrir sér hvort Trump sé hæfur í forsetastólinn – og lýsir getnaðarlim hans í smáatriðum – í nýrri sjálfsævisögu. 5. október 2018 11:30 Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Bandarískir spjallþáttastjórnendur vöktu flestir máls á ummælum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um klámstjörnuna Stormy Daniels í þáttum gærkvöldsins, enda fóru ummælin líkt og eldur í sinu um miðla vestanhafs í gær. Greint var frá því í fyrradag að dómari hefði vísað frá ærumeiðingarmáli Daniels gegn Trump. Trump fagnaði að vonum niðurstöðunni á Twitter-reikningi sínum í gær og sagði þar sigri hrósandi að Daniels væri „hrossasmetti“. Daniels svaraði Trump um hæl og gaf í skyn að forsetinn hefði kynferðislegan áhuga á dýrum, þar sem hann teldi hana líta út eins og hest. Eins og áður segir snertu spjallþáttastjórnendur á þessu hitamáli í þáttum sínum í gær. Jimmy Kimmel þótti ummæli forsetans til að mynda ekki ýkja vinaleg. „Þú ert nú ekki hlýlegur í garð konunnar sem þú naust stuttra, ruglingslegra ásta með á meðan hún flengdi þig með tímariti þar sem þú prýddir forsíðuna, er það nokkuð?“ sagði hann m.a. í innslagi um málið.Stephen Colbert ræddi niðurstöðu dómarans S. James Otero, sem vísaði máli Daniels frá í vikunni. Otero sagði meint ærumeiðandi ummæli forsetans einfaldlega dæmi um „orðagjálfur“ sem tíðkast í stjórnmálum. Colbert sagði dómarann aðeins hafa komist að þeirri niðurstöðu þar sem Trump hefði sett ný viðmið í pólitísku landslagi Bandaríkjanna. „Forseti Bandaríkjanna á nú í ritdeilum við klámstjörnu á Twitter, eða eins og Otero myndi kalla það, eðlilegt.“James Corden velti því svo fyrir sér hvort enn væri hlýtt á milli forsetans og klámstjörnunnar. „Þið munið kannski eftir því en Daniels sagði nýlega að Trump væri með „körtutyppi“. Trump segir hana vera með „hrossasmetti“. Er það bara ég, eða má enn merkja neista á milli þeirra?“
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 Stormy Daniels í þætti Jimmy Kimmel: „Lá þarna og bað til guðs að ég myndi deyja“ Klámstjarnan og athafnakonan Stormy Daniels, sem kveðst hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2006, veltir því fyrir sér hvort Trump sé hæfur í forsetastólinn – og lýsir getnaðarlim hans í smáatriðum – í nýrri sjálfsævisögu. 5. október 2018 11:30 Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41
Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10
Stormy Daniels í þætti Jimmy Kimmel: „Lá þarna og bað til guðs að ég myndi deyja“ Klámstjarnan og athafnakonan Stormy Daniels, sem kveðst hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2006, veltir því fyrir sér hvort Trump sé hæfur í forsetastólinn – og lýsir getnaðarlim hans í smáatriðum – í nýrri sjálfsævisögu. 5. október 2018 11:30
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein