Ekki reynt á bann við umskurði fyrir dómstólum Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2018 12:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Hanna Dómsmálaráðherra segir að umskurður drengja sé hvorki bannaður né leyfður samkvæmt íslenskum lögum og ekki hafi reynt á slík mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá geti verið að breyting á lögum sem ætlað var að banna umskurð kvenna dugi ekki til. Í skriflegu svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Silju Dagar Gunnarsdóttur fyrsta flutningsmanns frumvarps um bann við umskurði drengja sem ekki komst út úr nefnd á Alþingi í vor, segir að í íslenskum lögum sé ekki að finna ákvæði sem beinlínis fjalli um umskurð á kynfærum drengja. En af því leiði að aðgerðir af því tagi séu þar hvorki sérstaklega heimilaðar né bannaðar. Ekki hafi, svo ráðherra sé kunnugt um, reynt á það fyrir dómstólum hvort aðgerðir sem feli í sér umskurð á kynfærum drengja samræmist íslenskum lögum.Skortir lagalegan rökstuðning „Með lagabreytingunni var sett inn í hegningarlög nýtt ákvæði, 218. gr. a, þar sem umskurði á kynfærum kvenna er jafnað við refsiverða líkamsárás. Lagafrumvarpið var þingmannamál og því miður fylgdi því engin lagatæknilegur rökstuðningur. Með þessari lagabreytingu kann því að fara að 218. gr. almennra hegningarlaga verði framvegis túlkuð þannig að hún nái ekki yfir umskurð, hvorki drengja né stúlkna.” Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og læknir og einn meðflutningsmanna frumvarps um bann við umskurði segir margt athyglisvert í svari dómsmálaráðherra. „Það er athyglisvert að ráðuneytið telji að það geti verið vafi um það hvort óþarfa aðgerðir á börnum séu bannaðar samkvæmt íslenskum lögum. Það er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og meta þá með hvaða hætti með hvaða hætti næstu skref verða tekin í þessum málum,” segir Ólafur Þór.Staðan hjá alþjóðastofnunum Þá viti ráðherra ekki til þess að umskurður drengja hafi komið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og sé ekki kunnugt um að eftirlitsnefndir sem starfi á grundvelli mannréttinda á vegum Sameinuðu þjóðanna hafi ekki komist að þeirri niðurstöðu að umskurður drengja teljist brot á mannréttindum þeirra. Aftur á móti hafi barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna lýst ákveðnum áhyggjum af þeim áhrifum sem umskurður kunni að hafa á drengi og hvatt til þess að þessi mál verði skoðuð frekar. Þá hafi umboðsmenn barna og ýmsir heilbrigðisstarfsmenn á Norðurlöndum gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi það álit að umskurður ungra drengja feli í sér brot á réttindum barna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dómsmálaráðherra bendir á að þessi mál séu til skoðunar í velferðarráðuneytinu ekki einungis af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum heldur einnig vegna aðgerða á ungbörnum með ódæmigerð kyneinkenni og vegna annarra ónauðsynlegra aðgerða á kynfærum barna. Alþingi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að umskurður drengja sé hvorki bannaður né leyfður samkvæmt íslenskum lögum og ekki hafi reynt á slík mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá geti verið að breyting á lögum sem ætlað var að banna umskurð kvenna dugi ekki til. Í skriflegu svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Silju Dagar Gunnarsdóttur fyrsta flutningsmanns frumvarps um bann við umskurði drengja sem ekki komst út úr nefnd á Alþingi í vor, segir að í íslenskum lögum sé ekki að finna ákvæði sem beinlínis fjalli um umskurð á kynfærum drengja. En af því leiði að aðgerðir af því tagi séu þar hvorki sérstaklega heimilaðar né bannaðar. Ekki hafi, svo ráðherra sé kunnugt um, reynt á það fyrir dómstólum hvort aðgerðir sem feli í sér umskurð á kynfærum drengja samræmist íslenskum lögum.Skortir lagalegan rökstuðning „Með lagabreytingunni var sett inn í hegningarlög nýtt ákvæði, 218. gr. a, þar sem umskurði á kynfærum kvenna er jafnað við refsiverða líkamsárás. Lagafrumvarpið var þingmannamál og því miður fylgdi því engin lagatæknilegur rökstuðningur. Með þessari lagabreytingu kann því að fara að 218. gr. almennra hegningarlaga verði framvegis túlkuð þannig að hún nái ekki yfir umskurð, hvorki drengja né stúlkna.” Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og læknir og einn meðflutningsmanna frumvarps um bann við umskurði segir margt athyglisvert í svari dómsmálaráðherra. „Það er athyglisvert að ráðuneytið telji að það geti verið vafi um það hvort óþarfa aðgerðir á börnum séu bannaðar samkvæmt íslenskum lögum. Það er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og meta þá með hvaða hætti með hvaða hætti næstu skref verða tekin í þessum málum,” segir Ólafur Þór.Staðan hjá alþjóðastofnunum Þá viti ráðherra ekki til þess að umskurður drengja hafi komið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og sé ekki kunnugt um að eftirlitsnefndir sem starfi á grundvelli mannréttinda á vegum Sameinuðu þjóðanna hafi ekki komist að þeirri niðurstöðu að umskurður drengja teljist brot á mannréttindum þeirra. Aftur á móti hafi barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna lýst ákveðnum áhyggjum af þeim áhrifum sem umskurður kunni að hafa á drengi og hvatt til þess að þessi mál verði skoðuð frekar. Þá hafi umboðsmenn barna og ýmsir heilbrigðisstarfsmenn á Norðurlöndum gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi það álit að umskurður ungra drengja feli í sér brot á réttindum barna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dómsmálaráðherra bendir á að þessi mál séu til skoðunar í velferðarráðuneytinu ekki einungis af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum heldur einnig vegna aðgerða á ungbörnum með ódæmigerð kyneinkenni og vegna annarra ónauðsynlegra aðgerða á kynfærum barna.
Alþingi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira