Hjónabandið hafi verið vernd gegn dónakörlum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2018 20:08 Ástralska leikkonan Nicole Kidman segir að þegar þau Tom Cruise gengu í hjónaband hafi kynferðisleg áreitni að mestu hætt. Að vera gift valdamiklum manni í kvikmyndageiranum hafi varið hana fyrir áreitni í tengslum við kvikmyndastörf. Getty/Russell Einhorn Ástralska leikkonan Nicole Kidman segir að þegar þau Tom Cruise gengu í hjónaband hafi kynferðisleg áreitni að mestu hætt. Að vera gift valdamiklum manni í kvikmyndageiranum hafi varið hana gegn áreitni í tengslum við kvikmyndastörf. Kidman hefur hingað til ekki viljað opna sig mikið um tímann sem hún var gift Cruise. Þau voru gift í meira en áratug. „Ég hef alltaf veigrað mér við að tala um hjónabandið sem ég gekk í 22 ára gömul því nú er ég gift manninum sem er stóra ástin í lífi mínu [Keith Urban] og mér finnst vanvirðing fólgin í því að tala um Cruise,“ segir Kidman í viðtali við The Cut. Hún segist hafa verið mjög ung þegar hún gekk í hjónabandið. „Ég öðlaðist klárlega ekki vald við að giftast heldur vernd. Ég giftist vegna ástar en að vera gift svona valdamiklum manni kom í veg fyrir að ég yrði kynferðislega áreitt. Ég vann alveg en ég var sveipuð verndarhjúp,“ segir Kidman um reynslu sína af kvikmyndaiðnaðinum á tíunda áratugnum. Kidman segir að þegar þau skildu þegar hún var 33 ára hafi hún þurft að fullorðnast. Hún segir að þrátt fyrir þá vernd sem hlaust af því að vera gift Cruise hafi hún vissulega lent í kynferðislegri áreitni, alveg síðan hún var bara stúlka. Hún bætir þó við að hún vilji síður opna sig um áreitnina sem hún varð fyrir en þess í stað vill hún að þessi erfiða reynsla birtist í verkum sínum á hvíta tjaldinu. MeToo Bandaríkin Ástralía Hollywood Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Ástralska leikkonan Nicole Kidman segir að þegar þau Tom Cruise gengu í hjónaband hafi kynferðisleg áreitni að mestu hætt. Að vera gift valdamiklum manni í kvikmyndageiranum hafi varið hana gegn áreitni í tengslum við kvikmyndastörf. Kidman hefur hingað til ekki viljað opna sig mikið um tímann sem hún var gift Cruise. Þau voru gift í meira en áratug. „Ég hef alltaf veigrað mér við að tala um hjónabandið sem ég gekk í 22 ára gömul því nú er ég gift manninum sem er stóra ástin í lífi mínu [Keith Urban] og mér finnst vanvirðing fólgin í því að tala um Cruise,“ segir Kidman í viðtali við The Cut. Hún segist hafa verið mjög ung þegar hún gekk í hjónabandið. „Ég öðlaðist klárlega ekki vald við að giftast heldur vernd. Ég giftist vegna ástar en að vera gift svona valdamiklum manni kom í veg fyrir að ég yrði kynferðislega áreitt. Ég vann alveg en ég var sveipuð verndarhjúp,“ segir Kidman um reynslu sína af kvikmyndaiðnaðinum á tíunda áratugnum. Kidman segir að þegar þau skildu þegar hún var 33 ára hafi hún þurft að fullorðnast. Hún segir að þrátt fyrir þá vernd sem hlaust af því að vera gift Cruise hafi hún vissulega lent í kynferðislegri áreitni, alveg síðan hún var bara stúlka. Hún bætir þó við að hún vilji síður opna sig um áreitnina sem hún varð fyrir en þess í stað vill hún að þessi erfiða reynsla birtist í verkum sínum á hvíta tjaldinu.
MeToo Bandaríkin Ástralía Hollywood Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira