Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2018 13:28 Lögregla innsiglaði skútuna við komuna í Rif. Vísir Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. Erlendur karlmaður sem grunaður er um þjófnaðinn hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði hann ekki dvalið lengi hér á landi áður en hann var handtekinn í Rifi á sunnudagskvöld. Ekki var talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum en Héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði hann í farbann til 12. nóvember næstkomandi í gær.Sjá einnig: Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir í samtali við Vísi að rannsókn á málinu gangi vel. Hinn grunaði var yfirheyrður í gær og þá hefur lögregla einnig rætt við vitni vegna málsins. Aðspurður segir Hlynur að lögregla hafi verið í sambandi við franskan eiganda skútunnar en vill ekki tjá sig um það hvort eigandinn og meintur þjófur tengist á einhvern hátt. Eins og áður hefur komið fram er maðurinn erlendur og segir Hlynur aðspurður að hann hafi ekki dvalið lengi hér á landi. Skútunni, sem ber heitið Inook, var stolið úr höfninni á Ísafirði aðfaranótt sunnudags. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann skútuna úr lofti á Breiðafirði á sunnudagskvöld og var henni siglt að Rifi þar sem skipstjórinn var handtekinn. Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30 Fara fram á farbann yfir skútuþjófnum Lögreglan á Vestfjörðum mun fara fram á farbann yfir manninum sem rændi skútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn. 15. október 2018 17:01 Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28 Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. 15. október 2018 12:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. Erlendur karlmaður sem grunaður er um þjófnaðinn hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði hann ekki dvalið lengi hér á landi áður en hann var handtekinn í Rifi á sunnudagskvöld. Ekki var talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum en Héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði hann í farbann til 12. nóvember næstkomandi í gær.Sjá einnig: Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir í samtali við Vísi að rannsókn á málinu gangi vel. Hinn grunaði var yfirheyrður í gær og þá hefur lögregla einnig rætt við vitni vegna málsins. Aðspurður segir Hlynur að lögregla hafi verið í sambandi við franskan eiganda skútunnar en vill ekki tjá sig um það hvort eigandinn og meintur þjófur tengist á einhvern hátt. Eins og áður hefur komið fram er maðurinn erlendur og segir Hlynur aðspurður að hann hafi ekki dvalið lengi hér á landi. Skútunni, sem ber heitið Inook, var stolið úr höfninni á Ísafirði aðfaranótt sunnudags. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann skútuna úr lofti á Breiðafirði á sunnudagskvöld og var henni siglt að Rifi þar sem skipstjórinn var handtekinn.
Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30 Fara fram á farbann yfir skútuþjófnum Lögreglan á Vestfjörðum mun fara fram á farbann yfir manninum sem rændi skútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn. 15. október 2018 17:01 Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28 Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. 15. október 2018 12:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30
Fara fram á farbann yfir skútuþjófnum Lögreglan á Vestfjörðum mun fara fram á farbann yfir manninum sem rændi skútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn. 15. október 2018 17:01
Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28
Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. 15. október 2018 12:10