Freyr gerði upp leikinn gegn Sviss: Ekki hægt að líkja þessu saman Anton Ingi Leifsson skrifar 15. október 2018 22:51 Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld og í leikslok gerði Freyr leikinn upp með Ríkharð Óskari Guðnasyni, Eið Smára Guðjohnsen og Ólafi Inga Skúlasyni á Stöð 2 Sport. „Fyrri hálfleikur var fínn og við náðum að skapa okkur færi. Við höfum verið að vinna í því frá síðasta verkefni að sækja á fleiri mönnum og vera hugrakkari,“ sagði Freyr. „Það gekk vel og við fengum fullt af færum. Þeir sköpuðu sér ekki mikið en leikurinn var að klárast og ég á eftir að fara yfir þetta aftur en samkvæmt tölfræðinni var þetta í góðu standi.“ Fyrri hálfleikurinn spilaðist vel, eins og Freyr sagði, en byrjun síðari hálfleiks var ekki góð og skyndilega var Sviss komið í 2-0. „Það kemur kafli í kringum fyrra markið sem er ekki vel spilaður. Það slitnar of mikið á milli og við látum þá teyma okkur út úr stöðum. Það var ekki góður kafli en annars er margt mjög gott í þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun hjá Hamrén og Frey hafa fylgt í kjölfarið tveir leikir gegn Frökkum og Sviss þar sem betri teikn eru á lofti. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er fín holning á liðinu og þrátt fyrir tap á heimavelli, sem við erum aldrei sáttir við, er heilt yfir fullt af jákvæðum teiknum á lofti.“ En hvernig er að vinna með Hamrén? „Þetta tekur tíma. Ég þekkti manninn lítið sem ekkert þegar við byrjuðum að vinna saman og eins og strákarnir eru búnir að segja í viðtölum þá er hann mikið í að tala við leikmenn.“ „Hann er með öðruvísi nálgun en við þekkjum. Hann er mjög mikið í einn á einn. Hann gefur mikið "feedback" og það er öðruvísi áreiti. Samvinnan gengur vel en við erum enn að læra á hvor annan,“ sagði Freyr. Allt innslagið með Frey má sjá hér að ofan. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld og í leikslok gerði Freyr leikinn upp með Ríkharð Óskari Guðnasyni, Eið Smára Guðjohnsen og Ólafi Inga Skúlasyni á Stöð 2 Sport. „Fyrri hálfleikur var fínn og við náðum að skapa okkur færi. Við höfum verið að vinna í því frá síðasta verkefni að sækja á fleiri mönnum og vera hugrakkari,“ sagði Freyr. „Það gekk vel og við fengum fullt af færum. Þeir sköpuðu sér ekki mikið en leikurinn var að klárast og ég á eftir að fara yfir þetta aftur en samkvæmt tölfræðinni var þetta í góðu standi.“ Fyrri hálfleikurinn spilaðist vel, eins og Freyr sagði, en byrjun síðari hálfleiks var ekki góð og skyndilega var Sviss komið í 2-0. „Það kemur kafli í kringum fyrra markið sem er ekki vel spilaður. Það slitnar of mikið á milli og við látum þá teyma okkur út úr stöðum. Það var ekki góður kafli en annars er margt mjög gott í þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun hjá Hamrén og Frey hafa fylgt í kjölfarið tveir leikir gegn Frökkum og Sviss þar sem betri teikn eru á lofti. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er fín holning á liðinu og þrátt fyrir tap á heimavelli, sem við erum aldrei sáttir við, er heilt yfir fullt af jákvæðum teiknum á lofti.“ En hvernig er að vinna með Hamrén? „Þetta tekur tíma. Ég þekkti manninn lítið sem ekkert þegar við byrjuðum að vinna saman og eins og strákarnir eru búnir að segja í viðtölum þá er hann mikið í að tala við leikmenn.“ „Hann er með öðruvísi nálgun en við þekkjum. Hann er mjög mikið í einn á einn. Hann gefur mikið "feedback" og það er öðruvísi áreiti. Samvinnan gengur vel en við erum enn að læra á hvor annan,“ sagði Freyr. Allt innslagið með Frey má sjá hér að ofan.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira