Freyr gerði upp leikinn gegn Sviss: Ekki hægt að líkja þessu saman Anton Ingi Leifsson skrifar 15. október 2018 22:51 Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld og í leikslok gerði Freyr leikinn upp með Ríkharð Óskari Guðnasyni, Eið Smára Guðjohnsen og Ólafi Inga Skúlasyni á Stöð 2 Sport. „Fyrri hálfleikur var fínn og við náðum að skapa okkur færi. Við höfum verið að vinna í því frá síðasta verkefni að sækja á fleiri mönnum og vera hugrakkari,“ sagði Freyr. „Það gekk vel og við fengum fullt af færum. Þeir sköpuðu sér ekki mikið en leikurinn var að klárast og ég á eftir að fara yfir þetta aftur en samkvæmt tölfræðinni var þetta í góðu standi.“ Fyrri hálfleikurinn spilaðist vel, eins og Freyr sagði, en byrjun síðari hálfleiks var ekki góð og skyndilega var Sviss komið í 2-0. „Það kemur kafli í kringum fyrra markið sem er ekki vel spilaður. Það slitnar of mikið á milli og við látum þá teyma okkur út úr stöðum. Það var ekki góður kafli en annars er margt mjög gott í þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun hjá Hamrén og Frey hafa fylgt í kjölfarið tveir leikir gegn Frökkum og Sviss þar sem betri teikn eru á lofti. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er fín holning á liðinu og þrátt fyrir tap á heimavelli, sem við erum aldrei sáttir við, er heilt yfir fullt af jákvæðum teiknum á lofti.“ En hvernig er að vinna með Hamrén? „Þetta tekur tíma. Ég þekkti manninn lítið sem ekkert þegar við byrjuðum að vinna saman og eins og strákarnir eru búnir að segja í viðtölum þá er hann mikið í að tala við leikmenn.“ „Hann er með öðruvísi nálgun en við þekkjum. Hann er mjög mikið í einn á einn. Hann gefur mikið "feedback" og það er öðruvísi áreiti. Samvinnan gengur vel en við erum enn að læra á hvor annan,“ sagði Freyr. Allt innslagið með Frey má sjá hér að ofan. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld og í leikslok gerði Freyr leikinn upp með Ríkharð Óskari Guðnasyni, Eið Smára Guðjohnsen og Ólafi Inga Skúlasyni á Stöð 2 Sport. „Fyrri hálfleikur var fínn og við náðum að skapa okkur færi. Við höfum verið að vinna í því frá síðasta verkefni að sækja á fleiri mönnum og vera hugrakkari,“ sagði Freyr. „Það gekk vel og við fengum fullt af færum. Þeir sköpuðu sér ekki mikið en leikurinn var að klárast og ég á eftir að fara yfir þetta aftur en samkvæmt tölfræðinni var þetta í góðu standi.“ Fyrri hálfleikurinn spilaðist vel, eins og Freyr sagði, en byrjun síðari hálfleiks var ekki góð og skyndilega var Sviss komið í 2-0. „Það kemur kafli í kringum fyrra markið sem er ekki vel spilaður. Það slitnar of mikið á milli og við látum þá teyma okkur út úr stöðum. Það var ekki góður kafli en annars er margt mjög gott í þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun hjá Hamrén og Frey hafa fylgt í kjölfarið tveir leikir gegn Frökkum og Sviss þar sem betri teikn eru á lofti. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er fín holning á liðinu og þrátt fyrir tap á heimavelli, sem við erum aldrei sáttir við, er heilt yfir fullt af jákvæðum teiknum á lofti.“ En hvernig er að vinna með Hamrén? „Þetta tekur tíma. Ég þekkti manninn lítið sem ekkert þegar við byrjuðum að vinna saman og eins og strákarnir eru búnir að segja í viðtölum þá er hann mikið í að tala við leikmenn.“ „Hann er með öðruvísi nálgun en við þekkjum. Hann er mjög mikið í einn á einn. Hann gefur mikið "feedback" og það er öðruvísi áreiti. Samvinnan gengur vel en við erum enn að læra á hvor annan,“ sagði Freyr. Allt innslagið með Frey má sjá hér að ofan.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira