Búist við að Löfven fái umboð til stjórnarmyndunar Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2018 08:40 Stefan Löfven er leiðtogi Jafnaðarmanna. Hann vill mynda stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Búist er við að Stefan Löfven, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, fái umboð til stjórnarmyndunar í dag. Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, fundar í dag með leiðtogum allra flokka á sænska þinginu og mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til að mynda nýja stjórn. Norlén veitti Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar fyrir tæpum tveimur vikum, en hann gekk á fund Norlén í gær þar sem hann tilkynnti að honum hafi mistekist að mynda stjórn sem meirihluti þingsins myndi verja vantrausti.Vill samstarf þvert á blokkir Eftir fund sinn með Norlén í morgun sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð. Þá sagði hann jafnframt að Jafnaðarmenn væri reiðubúnir til málamiðlana. Löfven hefur áður sagt að Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, sem báðir tilheyra bandalagi borgaralegu flokkanna, séu vænlegir samstarfsflokkar fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórn tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna.Ulf Kristersson.Getty/BloombergKristersson mistókst Kristersson tilkynnti gær að honum hafi, eftir viðræður við leiðtoga annarra flokka, ekki tekist að safna nægum stuðningi til myndunar stjórnar borgaralegu flokkanna fjögurra sem nyti stuðnings Jafnaðarmannaflokksins, stjórnar einungis Moderaterna eða stjórnar Moderaterna og Kristilegra demókrata. Miðflokkurinn og Frjálslyndir höfnuðu báðir síðustu tveimur kostunum. Mjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Kristersson fær umboð til stjórnarmyndunar Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:51 Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Hægriflokkurinn vill stýra einn Illa gengur að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð nú þegar rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Leiðtogi stærsta flokks hægriblokkarinnar leggur til að flokkurinn myndi minnihlutastjórn einn síns liðs. 13. október 2018 08:15 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Búist er við að Stefan Löfven, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, fái umboð til stjórnarmyndunar í dag. Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, fundar í dag með leiðtogum allra flokka á sænska þinginu og mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til að mynda nýja stjórn. Norlén veitti Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar fyrir tæpum tveimur vikum, en hann gekk á fund Norlén í gær þar sem hann tilkynnti að honum hafi mistekist að mynda stjórn sem meirihluti þingsins myndi verja vantrausti.Vill samstarf þvert á blokkir Eftir fund sinn með Norlén í morgun sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð. Þá sagði hann jafnframt að Jafnaðarmenn væri reiðubúnir til málamiðlana. Löfven hefur áður sagt að Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, sem báðir tilheyra bandalagi borgaralegu flokkanna, séu vænlegir samstarfsflokkar fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórn tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna.Ulf Kristersson.Getty/BloombergKristersson mistókst Kristersson tilkynnti gær að honum hafi, eftir viðræður við leiðtoga annarra flokka, ekki tekist að safna nægum stuðningi til myndunar stjórnar borgaralegu flokkanna fjögurra sem nyti stuðnings Jafnaðarmannaflokksins, stjórnar einungis Moderaterna eða stjórnar Moderaterna og Kristilegra demókrata. Miðflokkurinn og Frjálslyndir höfnuðu báðir síðustu tveimur kostunum. Mjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Kristersson fær umboð til stjórnarmyndunar Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:51 Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Hægriflokkurinn vill stýra einn Illa gengur að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð nú þegar rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Leiðtogi stærsta flokks hægriblokkarinnar leggur til að flokkurinn myndi minnihlutastjórn einn síns liðs. 13. október 2018 08:15 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Kristersson fær umboð til stjórnarmyndunar Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:51
Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31
Hægriflokkurinn vill stýra einn Illa gengur að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð nú þegar rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Leiðtogi stærsta flokks hægriblokkarinnar leggur til að flokkurinn myndi minnihlutastjórn einn síns liðs. 13. október 2018 08:15