Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. október 2018 06:00 Þrjár Euromarket verslanir eru í rekstri hér á landi. Fréttablaðið/Eyþór Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. Landsréttur sneri á dögunum við fyrri úrskurði héraðsdóms um framsal og féllst ekki á framsalið á þeirri forsendu að maðurinn hefði verið í farbanni vegna rannsóknar annars máls hér á landi er ákvörðun um framsal var tekin í ráðuneytinu. Samkvæmt framsalslögum má ekki framselja mann sem er í tryggingaráðstöfun, það er gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Pólsk yfirvöld óskuðu eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Auk mannsins voru fjórir aðrir pólskir menn í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var leystur úr gæsluvarðhaldi í júní en gert að sæta farbanni. Hann var aftur úrskurðaður í farbann í júlí og þá á grundvelli ákvörðunar um framsal. Af þeirri ástæðu mun ráðuneytið nú freista þess að taka aftur ákvörðun um framsal. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir málið nú fara aftur í sama ferli. Það verði sent til ríkissaksóknara til rannsóknar og síðan geri ráðuneytið sína athugun á mannúðarsjónarmiðum og öðrum skilyrðum framsals. Heimili ráðuneytið framsal hafi maðurinn rétt til að skjóta málinu til héraðsdóms sem tekur það til meðferðar og úrskurðar. Sá úrskurður sé svo kæranlegur til Landsréttar. Rannsókn á meintum afbrotum mannsins og annarra eigenda Euromarket er ólokið. „Málið er á lokametrunum hjá okkur,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægu deildarinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. – aá Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. Landsréttur sneri á dögunum við fyrri úrskurði héraðsdóms um framsal og féllst ekki á framsalið á þeirri forsendu að maðurinn hefði verið í farbanni vegna rannsóknar annars máls hér á landi er ákvörðun um framsal var tekin í ráðuneytinu. Samkvæmt framsalslögum má ekki framselja mann sem er í tryggingaráðstöfun, það er gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Pólsk yfirvöld óskuðu eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Auk mannsins voru fjórir aðrir pólskir menn í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var leystur úr gæsluvarðhaldi í júní en gert að sæta farbanni. Hann var aftur úrskurðaður í farbann í júlí og þá á grundvelli ákvörðunar um framsal. Af þeirri ástæðu mun ráðuneytið nú freista þess að taka aftur ákvörðun um framsal. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir málið nú fara aftur í sama ferli. Það verði sent til ríkissaksóknara til rannsóknar og síðan geri ráðuneytið sína athugun á mannúðarsjónarmiðum og öðrum skilyrðum framsals. Heimili ráðuneytið framsal hafi maðurinn rétt til að skjóta málinu til héraðsdóms sem tekur það til meðferðar og úrskurðar. Sá úrskurður sé svo kæranlegur til Landsréttar. Rannsókn á meintum afbrotum mannsins og annarra eigenda Euromarket er ólokið. „Málið er á lokametrunum hjá okkur,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægu deildarinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. – aá
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Sjá meira
Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15