Síðbúin íhaldssemi Sigríður Á. Andersen skrifar 15. október 2018 07:00 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar en núverandi borgarfulltrúi sama flokks, hefur gefið mér tilefni til þess rifja upp aðdragandann að breytingum á lagaákvæðum um uppreist æru og hvernig flokkur hans Viðreisn stuðlaði að þeim vinnubrögðum við lagabreytinguna sem Pawel nú gagnrýnir. Pawel gerði þessa lagabreytingu að umtalsefni í grein í þessu blaði síðastliðinn föstudag. Þar gerir hann mér upp skoðanir sem ekki eiga við rök að styðjast og segir ekki rétt frá afstöðu minni til þess að leggja fram hálfkarað frumvarp um afnám uppreistar æru haustið 2017. Björt framtíð sleit fyrirvaralaust ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í skjóli nætur þann 14. september 2017. Þar með var jafn snarlega bundinn endi á framgöngu þeirra mála sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hugðust leggja fram á haustþingi sem þá var nýhafið. Þar á meðal var breyting á lögum er varðar uppreist æru og óflekkað mannorð. Um leið og mér barst fyrsta umsóknin um uppreist æru eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra tók ég ákvörðun vorið 2017, áður en gagnlegar umræður hófust um mál frá fyrri tíð, um að stöðva sjálfkrafa afgreiðslu slíkra umsókna í dómsmálaráðuneytinu og hefja allsherjarendurskoðun laga hvað varðaði veitingu á uppreist æru. Þá um sumarið boðaði ég breytingu á lögum þar að lútandi. Breytingin myndi fela í sér að horfið yrði frá þeirri framkvæmd að veita uppreist æru en um leið að tryggt yrði að dæmdir menn öðlist aftur með einhverjum hætti borgaraleg réttindi sem þeir missa við þá flekkun mannorðs sem í refsidómi felst. Ég lagði ávallt áherslu á að þessar breytingar yrðu unnar samhliða. Við stjórnarslitin ákváðu formenn allra flokka, þ.m.t. Viðreisnar, að leggja fram í sameiningu breytingu á lögum sem kvað aðeins á um afnám uppreistar æru og fengu í þeim tilgangi afnot af þeirri frumvarpsvinnu sem þegar hafði farið fram í dómsmálaráðuneytinu. Ákveðið var að láta það bíða nýrrar ríkisstjórnar að tryggja með lögum að dæmdir menn sem höfðu afplánað refsingu sína gætu sótt aftur borgaraleg réttindi sín. Þetta var miður – eins og ég lýsti í ræðu minni á Alþingi við afgreiðslu málsins þann 26. september 2017: „Ég játa það að mér hefði þótt meiri bragur að því og æskilegra ef það hefði náð fram að ganga, þ.e. ekki bara þetta frumvarp sem hér er til umfjöllunar heldur einnig þær lagabreytingar sem ég hef reifað að þurfi nauðsynlega að fara í ef þetta frumvarp nær fram að ganga. Þetta segi ég í ljósi þeirrar niðurstöðu sem ég komst að í sumar um heppilegustu leiðina að fara við endurskoðun á þessu fyrirkomulagi öllu.“ Það kemur fáum á óvart að borgarfulltrúinn kýs að gleyma með öllu þætti Viðreisnar í stjórnarslitunum sem settu málið í uppnám og komu í veg fyrir að ég gæti lagt það fram eins og ég gerði ráð fyrir um sumarið. Það vill nefnilega svo til að ég hafði einmitt gert það sem hann kallar eftir í grein sinni – talað um „nauðsyn þess að fara sér hægt og ígrunda vel“ og „standa vörð um klassíska íhaldssemi í þessum málum“. En miðnæturhlaup Bjartrar framtíðar frá ríkisstjórnarborðinu ásamt innanmeinum Viðreisnar í kjölfarið varð til þess að boðað var til kosninga. Lagafrumvarp flokksformannanna fékk flýtimeðferð í þinginu nánast án umræðu. Líkt og ég lýsti væntingum um við afgreiðslu frumvarpsins 26. september 2017 hefur vinna við málið haldið áfram í dómsmálaráðuneytinu. „Ég vil að það komi fram hér að ég hef óskað eftir því í dómsmálaráðuneytinu að sú vinna sem þegar er hafin við endurskoðun á allri þeirri löggjöf sem kveður á um óflekkað mannorð haldi áfram og ekkert gefið eftir í þeim efnum þannig að fyrir nýju þingi liggi vonandi einhver vinna sem hægt er að byggja á í framhaldinu.“ Í grein sinni kallar Pawel eftir lagafrumvarpi því sem nauðsynlegt er að til að tryggja dæmdum mönnum aftur réttindi sín eins og kjörgengi. Það er ánægjulegt að segja frá því að Pawel var bænheyrður áður en grein hans birtist því að frumvarp mitt um þetta var lagt fram á Alþingi í síðustu viku eftir að hafa verið til kynningar og umsagnar á opnum samráðsvef stjórnarráðsins í sumar. Engin umsögn barst um málið frá Pawel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigríður Á. Andersen Skoðun Uppreist æru Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar en núverandi borgarfulltrúi sama flokks, hefur gefið mér tilefni til þess rifja upp aðdragandann að breytingum á lagaákvæðum um uppreist æru og hvernig flokkur hans Viðreisn stuðlaði að þeim vinnubrögðum við lagabreytinguna sem Pawel nú gagnrýnir. Pawel gerði þessa lagabreytingu að umtalsefni í grein í þessu blaði síðastliðinn föstudag. Þar gerir hann mér upp skoðanir sem ekki eiga við rök að styðjast og segir ekki rétt frá afstöðu minni til þess að leggja fram hálfkarað frumvarp um afnám uppreistar æru haustið 2017. Björt framtíð sleit fyrirvaralaust ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í skjóli nætur þann 14. september 2017. Þar með var jafn snarlega bundinn endi á framgöngu þeirra mála sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hugðust leggja fram á haustþingi sem þá var nýhafið. Þar á meðal var breyting á lögum er varðar uppreist æru og óflekkað mannorð. Um leið og mér barst fyrsta umsóknin um uppreist æru eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra tók ég ákvörðun vorið 2017, áður en gagnlegar umræður hófust um mál frá fyrri tíð, um að stöðva sjálfkrafa afgreiðslu slíkra umsókna í dómsmálaráðuneytinu og hefja allsherjarendurskoðun laga hvað varðaði veitingu á uppreist æru. Þá um sumarið boðaði ég breytingu á lögum þar að lútandi. Breytingin myndi fela í sér að horfið yrði frá þeirri framkvæmd að veita uppreist æru en um leið að tryggt yrði að dæmdir menn öðlist aftur með einhverjum hætti borgaraleg réttindi sem þeir missa við þá flekkun mannorðs sem í refsidómi felst. Ég lagði ávallt áherslu á að þessar breytingar yrðu unnar samhliða. Við stjórnarslitin ákváðu formenn allra flokka, þ.m.t. Viðreisnar, að leggja fram í sameiningu breytingu á lögum sem kvað aðeins á um afnám uppreistar æru og fengu í þeim tilgangi afnot af þeirri frumvarpsvinnu sem þegar hafði farið fram í dómsmálaráðuneytinu. Ákveðið var að láta það bíða nýrrar ríkisstjórnar að tryggja með lögum að dæmdir menn sem höfðu afplánað refsingu sína gætu sótt aftur borgaraleg réttindi sín. Þetta var miður – eins og ég lýsti í ræðu minni á Alþingi við afgreiðslu málsins þann 26. september 2017: „Ég játa það að mér hefði þótt meiri bragur að því og æskilegra ef það hefði náð fram að ganga, þ.e. ekki bara þetta frumvarp sem hér er til umfjöllunar heldur einnig þær lagabreytingar sem ég hef reifað að þurfi nauðsynlega að fara í ef þetta frumvarp nær fram að ganga. Þetta segi ég í ljósi þeirrar niðurstöðu sem ég komst að í sumar um heppilegustu leiðina að fara við endurskoðun á þessu fyrirkomulagi öllu.“ Það kemur fáum á óvart að borgarfulltrúinn kýs að gleyma með öllu þætti Viðreisnar í stjórnarslitunum sem settu málið í uppnám og komu í veg fyrir að ég gæti lagt það fram eins og ég gerði ráð fyrir um sumarið. Það vill nefnilega svo til að ég hafði einmitt gert það sem hann kallar eftir í grein sinni – talað um „nauðsyn þess að fara sér hægt og ígrunda vel“ og „standa vörð um klassíska íhaldssemi í þessum málum“. En miðnæturhlaup Bjartrar framtíðar frá ríkisstjórnarborðinu ásamt innanmeinum Viðreisnar í kjölfarið varð til þess að boðað var til kosninga. Lagafrumvarp flokksformannanna fékk flýtimeðferð í þinginu nánast án umræðu. Líkt og ég lýsti væntingum um við afgreiðslu frumvarpsins 26. september 2017 hefur vinna við málið haldið áfram í dómsmálaráðuneytinu. „Ég vil að það komi fram hér að ég hef óskað eftir því í dómsmálaráðuneytinu að sú vinna sem þegar er hafin við endurskoðun á allri þeirri löggjöf sem kveður á um óflekkað mannorð haldi áfram og ekkert gefið eftir í þeim efnum þannig að fyrir nýju þingi liggi vonandi einhver vinna sem hægt er að byggja á í framhaldinu.“ Í grein sinni kallar Pawel eftir lagafrumvarpi því sem nauðsynlegt er að til að tryggja dæmdum mönnum aftur réttindi sín eins og kjörgengi. Það er ánægjulegt að segja frá því að Pawel var bænheyrður áður en grein hans birtist því að frumvarp mitt um þetta var lagt fram á Alþingi í síðustu viku eftir að hafa verið til kynningar og umsagnar á opnum samráðsvef stjórnarráðsins í sumar. Engin umsögn barst um málið frá Pawel.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar