Ernirnir flugu yfir Risana | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2018 11:30 Ernirnir í góðum málum í kvöld. vísir/getty Philadelphia Eeagles valtaði yfir New York Giants, 34-13, í fimmtudagsleik sjöttu leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta í nótt. NFL-meistararnir hafa ekki farið alveg nógu vel af stað og voru aðeins búnir að vinna tvo af fyrstu fimm leikjum sínum fyrir leikinn í nótt en nú duttu þeir í gang. Gestirnir frá Philadelphiu fóru hratt af stað og voru 24-6 yfir í hálfleik en New York-liðið skoraði sitt eina snertimark í þriðja leikhluta. Meistararnir lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik.Saquon Barkley er magnaður.vísir/gettyCarson Wentz, leikstjórnandi Eagles, kláraði 26 sendingar af 36 fyrir 278 jördum og þremur snertimörkum en hann fékk mikla og góða aðstoð í sóknarleiknum. Nelson Agholor greip þrjá bolta fyrir 91 jarda og Alshon Jeffrey greip átta sendingar fyrir 74 hördum og skoraði tvö snertimörk. Eli Manning, leikstjórnandi New York, átti erfiðan dag á skrifstofunni en hann kláraði 24 sendingar af 43 fyrir 281 jarda en náði ekki að kasta fyrir snertimarki. Hann kastaði aftur á móti boltanum einu sinni frá sér. Nýliðahlauparinn Saquon Barkley var algjörlega magnaður í liði New York en hann hljóp 130 jarda með boltann í þrettán tilraunum og skoraði eina snertimark heimamanna. Þá greip hann níu sendingar fyrir 99 jördum. Barkley var einn með 229 jarda frá bardagalínunni og eina snertimark liðsins. Giants er aðeins búið að vinna einn leik af sex og er úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Eagles virðist komið á skrið. Það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan. NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira
Philadelphia Eeagles valtaði yfir New York Giants, 34-13, í fimmtudagsleik sjöttu leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta í nótt. NFL-meistararnir hafa ekki farið alveg nógu vel af stað og voru aðeins búnir að vinna tvo af fyrstu fimm leikjum sínum fyrir leikinn í nótt en nú duttu þeir í gang. Gestirnir frá Philadelphiu fóru hratt af stað og voru 24-6 yfir í hálfleik en New York-liðið skoraði sitt eina snertimark í þriðja leikhluta. Meistararnir lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik.Saquon Barkley er magnaður.vísir/gettyCarson Wentz, leikstjórnandi Eagles, kláraði 26 sendingar af 36 fyrir 278 jördum og þremur snertimörkum en hann fékk mikla og góða aðstoð í sóknarleiknum. Nelson Agholor greip þrjá bolta fyrir 91 jarda og Alshon Jeffrey greip átta sendingar fyrir 74 hördum og skoraði tvö snertimörk. Eli Manning, leikstjórnandi New York, átti erfiðan dag á skrifstofunni en hann kláraði 24 sendingar af 43 fyrir 281 jarda en náði ekki að kasta fyrir snertimarki. Hann kastaði aftur á móti boltanum einu sinni frá sér. Nýliðahlauparinn Saquon Barkley var algjörlega magnaður í liði New York en hann hljóp 130 jarda með boltann í þrettán tilraunum og skoraði eina snertimark heimamanna. Þá greip hann níu sendingar fyrir 99 jördum. Barkley var einn með 229 jarda frá bardagalínunni og eina snertimark liðsins. Giants er aðeins búið að vinna einn leik af sex og er úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Eagles virðist komið á skrið. Það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan.
NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira