Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. október 2018 14:37 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og forseti Borgarstjórnar. visir/jói k Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Breytingatillaga minnihlutans um að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt var felld í borgarráði í morgun. Forseti borgarstjórnar segir að borgin muni ekki verja krónu í viðbót í verkefnið. Framkvæmdirnar sem upphaflega áttu að kosta 158 milljónir hafa kostað borgarsjóð vel yfir 400 milljónir en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir á sæti í borgarráði en hún hefur verið borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í meirihluta síðan á síðasta kjörtímabili.Hvað fór úrskeiðis? „Þetta er auðvitað ótrúlega leiðinlegt og alvarlegt mál. Þarna er um að ræða endurgerð gamalla minja og um það giltu ákveðin lög og verkferlar sem að bara hreinlega þarf að endurskoða,“ segir Heiða Björg, spurð hvernig framúrkeyrslan gat farið fram hjá kjörnum fulltrúum í borgarstjórn. Það sé hlutverk ákveðinna aðila innan borgarkerfisins að fylgjast með framkvæmdum og vonar Heiða að í ljós komi í þeirri skoðun sem framundan sé hjá innri endurskoðun hvað nákvæmlega fór úrskeiðis. Hún kveðst ekki sjá ástæðu til þess að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð á þessu stigi málsins. „Það er ekkert sem bendir til þess í dag að þetta mál hafi nokkurs staðar verið á borði kjörinna fulltrúa en við skorumst ekki undan ábyrgð komi það í ljós að við höfum átt að hanna ferlið öðruvísi eða leggja þetta upp með öðrum hætti,“ segir Heiða.Nóg á könnu innri endurskoðanda Samþykkt var á fundinum tillaga meirihlutans um að innri endurskoðun verði falið að skoða alla anga málsins. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir viðvörunarbjöllur hafa verið virtar að vettugi. „Við lögðum hins vegar fram breytingatillögu um að utanaðkomandi aðili yrði fenginn, ekki síst vegna þess að innri endurskoðandi er störfum hlaðinn. Hann hefur fengið mikla rannsókn á Orkuveitunni sem er ekki lokið þannig við hefðum talið að þetta þyrfti meiri forgang,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, fullyrðir að Reykjavíkurborg muni ekki leggja krónu til viðbótar til verkefnisins en verkefninu við braggann og nærliggjandi hús er ekki full lokið. Að sögn Dóru hefur öllum framkvæmdum við braggann á vegum borgarinnar verið hætt. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni,“ segir Dóra. Braggamálið Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Breytingatillaga minnihlutans um að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt var felld í borgarráði í morgun. Forseti borgarstjórnar segir að borgin muni ekki verja krónu í viðbót í verkefnið. Framkvæmdirnar sem upphaflega áttu að kosta 158 milljónir hafa kostað borgarsjóð vel yfir 400 milljónir en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir á sæti í borgarráði en hún hefur verið borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í meirihluta síðan á síðasta kjörtímabili.Hvað fór úrskeiðis? „Þetta er auðvitað ótrúlega leiðinlegt og alvarlegt mál. Þarna er um að ræða endurgerð gamalla minja og um það giltu ákveðin lög og verkferlar sem að bara hreinlega þarf að endurskoða,“ segir Heiða Björg, spurð hvernig framúrkeyrslan gat farið fram hjá kjörnum fulltrúum í borgarstjórn. Það sé hlutverk ákveðinna aðila innan borgarkerfisins að fylgjast með framkvæmdum og vonar Heiða að í ljós komi í þeirri skoðun sem framundan sé hjá innri endurskoðun hvað nákvæmlega fór úrskeiðis. Hún kveðst ekki sjá ástæðu til þess að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð á þessu stigi málsins. „Það er ekkert sem bendir til þess í dag að þetta mál hafi nokkurs staðar verið á borði kjörinna fulltrúa en við skorumst ekki undan ábyrgð komi það í ljós að við höfum átt að hanna ferlið öðruvísi eða leggja þetta upp með öðrum hætti,“ segir Heiða.Nóg á könnu innri endurskoðanda Samþykkt var á fundinum tillaga meirihlutans um að innri endurskoðun verði falið að skoða alla anga málsins. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir viðvörunarbjöllur hafa verið virtar að vettugi. „Við lögðum hins vegar fram breytingatillögu um að utanaðkomandi aðili yrði fenginn, ekki síst vegna þess að innri endurskoðandi er störfum hlaðinn. Hann hefur fengið mikla rannsókn á Orkuveitunni sem er ekki lokið þannig við hefðum talið að þetta þyrfti meiri forgang,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, fullyrðir að Reykjavíkurborg muni ekki leggja krónu til viðbótar til verkefnisins en verkefninu við braggann og nærliggjandi hús er ekki full lokið. Að sögn Dóru hefur öllum framkvæmdum við braggann á vegum borgarinnar verið hætt. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni,“ segir Dóra.
Braggamálið Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira