Efling vill flytja fjármuni frá Gamma Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. október 2018 11:32 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma, en um er að ræða alla sjóði sem verkalýðsfélagið var með í stýringu hjá félaginu. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, sagði það vekja undrun að Efling, sem gagnrýnt hefur umsvif Gamma á leigumarkaði og bendlað félagið við „taumlausa græðgi fjármagnsaflanna“, skyldi vera með sjóði þar í stýringu. Í yfirlýsingu á vef Eflingar er brugðist við skrifum Markaðarins og tekið fram að stjórn verkalýðsfélagsins hafi tekið ákvörðun þann 7. júní síðastliðinn að láta færa alla sjóði úr stýringu hjá Gamma. Daníel Örn Arnarson, stjórnarmaður í Eflingu hafi borið tillöguna upp og að samþykkt bókun hafi verið svohljóðandi:Dálkurinn sem birtist í Markaðnum.„Samþykkt er að fela fjármálastjóra að taka fjármuni Eflingar út úr stýringu hjá Gamma og fjárfesta annars staðar í samræmi við lög og reglur félagsins.“ Í yfirlýsingunni er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að henni þyki kostulegt að sjá „málpípur auðvaldsins gagnrýna Eflingu án þess að vita neitt í sinn haus.“ Markaðurinn hafi þannig ekki leitað til Eflingar áður en fullyrt var um „áherslur nýrrar stjórnar“ Eflingar. „Að sjálfsögðu er engin auðveld leið fyrir verkalýðsfélag að eiga og ráðstafa sjóðum í kapítalísku samfélagi. En að eiga í viðskiptum upp á milljarða við fyrirtæki sem byggist á fjárplógsstarfsemi gegn okkar fólki, lágtekjufólki á leigumarkaði, er fullkomlega óboðlegt og auðvitað hættum við því strax,“ er haft eftir Sólveigu á vef Eflingar. Hún segir í samtali við Ríkisútvarpið að ekki hafi verið enn tekin ákvörðun um það hvert skuli færa fjármuni félagsins. Þangað til verði þeir áfram í stýringu hjá Gamma, það sé þó aðeins tímaspursmál hvenær fjármunirnir verða fluttir. Kjaramál Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Sjá meira
Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma, en um er að ræða alla sjóði sem verkalýðsfélagið var með í stýringu hjá félaginu. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, sagði það vekja undrun að Efling, sem gagnrýnt hefur umsvif Gamma á leigumarkaði og bendlað félagið við „taumlausa græðgi fjármagnsaflanna“, skyldi vera með sjóði þar í stýringu. Í yfirlýsingu á vef Eflingar er brugðist við skrifum Markaðarins og tekið fram að stjórn verkalýðsfélagsins hafi tekið ákvörðun þann 7. júní síðastliðinn að láta færa alla sjóði úr stýringu hjá Gamma. Daníel Örn Arnarson, stjórnarmaður í Eflingu hafi borið tillöguna upp og að samþykkt bókun hafi verið svohljóðandi:Dálkurinn sem birtist í Markaðnum.„Samþykkt er að fela fjármálastjóra að taka fjármuni Eflingar út úr stýringu hjá Gamma og fjárfesta annars staðar í samræmi við lög og reglur félagsins.“ Í yfirlýsingunni er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að henni þyki kostulegt að sjá „málpípur auðvaldsins gagnrýna Eflingu án þess að vita neitt í sinn haus.“ Markaðurinn hafi þannig ekki leitað til Eflingar áður en fullyrt var um „áherslur nýrrar stjórnar“ Eflingar. „Að sjálfsögðu er engin auðveld leið fyrir verkalýðsfélag að eiga og ráðstafa sjóðum í kapítalísku samfélagi. En að eiga í viðskiptum upp á milljarða við fyrirtæki sem byggist á fjárplógsstarfsemi gegn okkar fólki, lágtekjufólki á leigumarkaði, er fullkomlega óboðlegt og auðvitað hættum við því strax,“ er haft eftir Sólveigu á vef Eflingar. Hún segir í samtali við Ríkisútvarpið að ekki hafi verið enn tekin ákvörðun um það hvert skuli færa fjármuni félagsins. Þangað til verði þeir áfram í stýringu hjá Gamma, það sé þó aðeins tímaspursmál hvenær fjármunirnir verða fluttir.
Kjaramál Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Sjá meira