Þú sérð veikleika þína gegn svona sterkum andstæðingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2018 08:00 Frá blaðamannafundi og opinni æfingu landsliðsins í gær. Erik Hamrén. Fréttablaðið Íslenska karlalandsliðið ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar það mætir heimsmeisturum Frakka í vináttulandsleik í Guingamp í kvöld. Franska liðið er ógnarsterkt. Af þeim 23 leikmönnum sem Didier Deschamps valdi fyrir leikina gegn Íslandi og Þýskalandi voru 16 í liðinu sem varð heimsmeistari í Rússlandi í sumar. Frakkar töpuðu fyrsta leik sínum á árinu 2018 en hafa síðan leikið 13 leiki án þess að tapa; unnið tíu og gert þrjú jafntefli. Íslenska liðið hefur hins vegar ekki unnið í níu leikjum í röð. Íslenska liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Eriks Hamrén. Fyrst steinlá Ísland fyrir Sviss, 6-0, í St. Gallen og laut svo í lægra haldi fyrir Belgíu, 0-3, á Laugardalsvellinum. Eftir þessi úrslit er íslenska liðið svo gott sem fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar en leikirnir tveir sem eftir eru í henni, gegn Sviss á heimavelli og Belgíu á útivelli, gætu skipt máli upp á styrkleikaröðun fyrir undankeppni EM 2020 sem hefst í mars á næsta ári.Gylfi Sigþórsson.Fréttablaðið„Núna er það eina fyrir okkur að einblína á styrkleikaflokkana fyrir EM. Það skiptir miklu máli,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson á blaðamannafundi í Guingamp í gær. Hafnfirðingurinn verður fyrirliði í leiknum á morgun. Sveitungi hans, Emil Hallfreðsson, verður hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þá er óvíst með þátttöku þriggja leikmanna. Sverrir Ingi Ingason var veikur í gær og Hörður Björgvin Magnússon og Rúrik Gíslason eru tæpir vegna meiðsla. Ísland á eftir að leika fjóra landsleiki á þessu ári. Í kvöld mæta íslensku strákarnir Frökkum og á mánudaginn taka þeir á móti Svisslendingum. Í næsta mánuði mætir Ísland svo Belgíu í síðasta leik sínum í Þjóðadeildinni og síðasti leikur ársins er vináttulandsleikur gegn Katar. Hamrén segir að íslenska liðið sé byrjað að einbeita sér að undankeppni EM 2020 og hann ætlar sér að koma Íslandi í lokakeppni EM annað skiptið í röð. „Við náum okkur vonandi aftur á strik gegn Frökkum. Þetta er undirbúningur fyrir undankeppni EM 2020. Þú sérð veikleika þína gegn svona sterkum andstæðingum og hvað þarf að bæta,“ sagði Hamrén. Frá síðustu leikjum hefur Ísland endurheimt Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason. Sá fyrrnefndi hefur verið duglegur að leggja upp mörk fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni og sá síðarnefndi hefur skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Gylfi segir mikilvægt að fá þessa lykilmenn aftur inn í landsliðið. „Það er frábært að hafa fengið þá aftur og mjög gott fyrir liðið. Þeir koma inn með sjálfstraust og reynslu,“ sagði Gylfi sem hefur sjálfur verið sjóðheitur með Everton. Um helgina skoraði hann stórglæsilegt mark í sigri á Leicester City og er alls kominn með fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann nýtur þess að leika undir stjórn Portúgalans Marco Silva sem tók við Everton í sumar. „Það er frábært að vera með þjálfara sem treystir þér til að spila þá stöðu sem þér finnst þú vera bestur í. Á heildina litið eru allir sáttir með hann,“ sagði Gylfi. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar það mætir heimsmeisturum Frakka í vináttulandsleik í Guingamp í kvöld. Franska liðið er ógnarsterkt. Af þeim 23 leikmönnum sem Didier Deschamps valdi fyrir leikina gegn Íslandi og Þýskalandi voru 16 í liðinu sem varð heimsmeistari í Rússlandi í sumar. Frakkar töpuðu fyrsta leik sínum á árinu 2018 en hafa síðan leikið 13 leiki án þess að tapa; unnið tíu og gert þrjú jafntefli. Íslenska liðið hefur hins vegar ekki unnið í níu leikjum í röð. Íslenska liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Eriks Hamrén. Fyrst steinlá Ísland fyrir Sviss, 6-0, í St. Gallen og laut svo í lægra haldi fyrir Belgíu, 0-3, á Laugardalsvellinum. Eftir þessi úrslit er íslenska liðið svo gott sem fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar en leikirnir tveir sem eftir eru í henni, gegn Sviss á heimavelli og Belgíu á útivelli, gætu skipt máli upp á styrkleikaröðun fyrir undankeppni EM 2020 sem hefst í mars á næsta ári.Gylfi Sigþórsson.Fréttablaðið„Núna er það eina fyrir okkur að einblína á styrkleikaflokkana fyrir EM. Það skiptir miklu máli,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson á blaðamannafundi í Guingamp í gær. Hafnfirðingurinn verður fyrirliði í leiknum á morgun. Sveitungi hans, Emil Hallfreðsson, verður hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þá er óvíst með þátttöku þriggja leikmanna. Sverrir Ingi Ingason var veikur í gær og Hörður Björgvin Magnússon og Rúrik Gíslason eru tæpir vegna meiðsla. Ísland á eftir að leika fjóra landsleiki á þessu ári. Í kvöld mæta íslensku strákarnir Frökkum og á mánudaginn taka þeir á móti Svisslendingum. Í næsta mánuði mætir Ísland svo Belgíu í síðasta leik sínum í Þjóðadeildinni og síðasti leikur ársins er vináttulandsleikur gegn Katar. Hamrén segir að íslenska liðið sé byrjað að einbeita sér að undankeppni EM 2020 og hann ætlar sér að koma Íslandi í lokakeppni EM annað skiptið í röð. „Við náum okkur vonandi aftur á strik gegn Frökkum. Þetta er undirbúningur fyrir undankeppni EM 2020. Þú sérð veikleika þína gegn svona sterkum andstæðingum og hvað þarf að bæta,“ sagði Hamrén. Frá síðustu leikjum hefur Ísland endurheimt Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason. Sá fyrrnefndi hefur verið duglegur að leggja upp mörk fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni og sá síðarnefndi hefur skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Gylfi segir mikilvægt að fá þessa lykilmenn aftur inn í landsliðið. „Það er frábært að hafa fengið þá aftur og mjög gott fyrir liðið. Þeir koma inn með sjálfstraust og reynslu,“ sagði Gylfi sem hefur sjálfur verið sjóðheitur með Everton. Um helgina skoraði hann stórglæsilegt mark í sigri á Leicester City og er alls kominn með fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann nýtur þess að leika undir stjórn Portúgalans Marco Silva sem tók við Everton í sumar. „Það er frábært að vera með þjálfara sem treystir þér til að spila þá stöðu sem þér finnst þú vera bestur í. Á heildina litið eru allir sáttir með hann,“ sagði Gylfi.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti