Þú sérð veikleika þína gegn svona sterkum andstæðingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2018 08:00 Frá blaðamannafundi og opinni æfingu landsliðsins í gær. Erik Hamrén. Fréttablaðið Íslenska karlalandsliðið ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar það mætir heimsmeisturum Frakka í vináttulandsleik í Guingamp í kvöld. Franska liðið er ógnarsterkt. Af þeim 23 leikmönnum sem Didier Deschamps valdi fyrir leikina gegn Íslandi og Þýskalandi voru 16 í liðinu sem varð heimsmeistari í Rússlandi í sumar. Frakkar töpuðu fyrsta leik sínum á árinu 2018 en hafa síðan leikið 13 leiki án þess að tapa; unnið tíu og gert þrjú jafntefli. Íslenska liðið hefur hins vegar ekki unnið í níu leikjum í röð. Íslenska liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Eriks Hamrén. Fyrst steinlá Ísland fyrir Sviss, 6-0, í St. Gallen og laut svo í lægra haldi fyrir Belgíu, 0-3, á Laugardalsvellinum. Eftir þessi úrslit er íslenska liðið svo gott sem fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar en leikirnir tveir sem eftir eru í henni, gegn Sviss á heimavelli og Belgíu á útivelli, gætu skipt máli upp á styrkleikaröðun fyrir undankeppni EM 2020 sem hefst í mars á næsta ári.Gylfi Sigþórsson.Fréttablaðið„Núna er það eina fyrir okkur að einblína á styrkleikaflokkana fyrir EM. Það skiptir miklu máli,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson á blaðamannafundi í Guingamp í gær. Hafnfirðingurinn verður fyrirliði í leiknum á morgun. Sveitungi hans, Emil Hallfreðsson, verður hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þá er óvíst með þátttöku þriggja leikmanna. Sverrir Ingi Ingason var veikur í gær og Hörður Björgvin Magnússon og Rúrik Gíslason eru tæpir vegna meiðsla. Ísland á eftir að leika fjóra landsleiki á þessu ári. Í kvöld mæta íslensku strákarnir Frökkum og á mánudaginn taka þeir á móti Svisslendingum. Í næsta mánuði mætir Ísland svo Belgíu í síðasta leik sínum í Þjóðadeildinni og síðasti leikur ársins er vináttulandsleikur gegn Katar. Hamrén segir að íslenska liðið sé byrjað að einbeita sér að undankeppni EM 2020 og hann ætlar sér að koma Íslandi í lokakeppni EM annað skiptið í röð. „Við náum okkur vonandi aftur á strik gegn Frökkum. Þetta er undirbúningur fyrir undankeppni EM 2020. Þú sérð veikleika þína gegn svona sterkum andstæðingum og hvað þarf að bæta,“ sagði Hamrén. Frá síðustu leikjum hefur Ísland endurheimt Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason. Sá fyrrnefndi hefur verið duglegur að leggja upp mörk fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni og sá síðarnefndi hefur skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Gylfi segir mikilvægt að fá þessa lykilmenn aftur inn í landsliðið. „Það er frábært að hafa fengið þá aftur og mjög gott fyrir liðið. Þeir koma inn með sjálfstraust og reynslu,“ sagði Gylfi sem hefur sjálfur verið sjóðheitur með Everton. Um helgina skoraði hann stórglæsilegt mark í sigri á Leicester City og er alls kominn með fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann nýtur þess að leika undir stjórn Portúgalans Marco Silva sem tók við Everton í sumar. „Það er frábært að vera með þjálfara sem treystir þér til að spila þá stöðu sem þér finnst þú vera bestur í. Á heildina litið eru allir sáttir með hann,“ sagði Gylfi. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar það mætir heimsmeisturum Frakka í vináttulandsleik í Guingamp í kvöld. Franska liðið er ógnarsterkt. Af þeim 23 leikmönnum sem Didier Deschamps valdi fyrir leikina gegn Íslandi og Þýskalandi voru 16 í liðinu sem varð heimsmeistari í Rússlandi í sumar. Frakkar töpuðu fyrsta leik sínum á árinu 2018 en hafa síðan leikið 13 leiki án þess að tapa; unnið tíu og gert þrjú jafntefli. Íslenska liðið hefur hins vegar ekki unnið í níu leikjum í röð. Íslenska liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Eriks Hamrén. Fyrst steinlá Ísland fyrir Sviss, 6-0, í St. Gallen og laut svo í lægra haldi fyrir Belgíu, 0-3, á Laugardalsvellinum. Eftir þessi úrslit er íslenska liðið svo gott sem fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar en leikirnir tveir sem eftir eru í henni, gegn Sviss á heimavelli og Belgíu á útivelli, gætu skipt máli upp á styrkleikaröðun fyrir undankeppni EM 2020 sem hefst í mars á næsta ári.Gylfi Sigþórsson.Fréttablaðið„Núna er það eina fyrir okkur að einblína á styrkleikaflokkana fyrir EM. Það skiptir miklu máli,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson á blaðamannafundi í Guingamp í gær. Hafnfirðingurinn verður fyrirliði í leiknum á morgun. Sveitungi hans, Emil Hallfreðsson, verður hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þá er óvíst með þátttöku þriggja leikmanna. Sverrir Ingi Ingason var veikur í gær og Hörður Björgvin Magnússon og Rúrik Gíslason eru tæpir vegna meiðsla. Ísland á eftir að leika fjóra landsleiki á þessu ári. Í kvöld mæta íslensku strákarnir Frökkum og á mánudaginn taka þeir á móti Svisslendingum. Í næsta mánuði mætir Ísland svo Belgíu í síðasta leik sínum í Þjóðadeildinni og síðasti leikur ársins er vináttulandsleikur gegn Katar. Hamrén segir að íslenska liðið sé byrjað að einbeita sér að undankeppni EM 2020 og hann ætlar sér að koma Íslandi í lokakeppni EM annað skiptið í röð. „Við náum okkur vonandi aftur á strik gegn Frökkum. Þetta er undirbúningur fyrir undankeppni EM 2020. Þú sérð veikleika þína gegn svona sterkum andstæðingum og hvað þarf að bæta,“ sagði Hamrén. Frá síðustu leikjum hefur Ísland endurheimt Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason. Sá fyrrnefndi hefur verið duglegur að leggja upp mörk fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni og sá síðarnefndi hefur skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Gylfi segir mikilvægt að fá þessa lykilmenn aftur inn í landsliðið. „Það er frábært að hafa fengið þá aftur og mjög gott fyrir liðið. Þeir koma inn með sjálfstraust og reynslu,“ sagði Gylfi sem hefur sjálfur verið sjóðheitur með Everton. Um helgina skoraði hann stórglæsilegt mark í sigri á Leicester City og er alls kominn með fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann nýtur þess að leika undir stjórn Portúgalans Marco Silva sem tók við Everton í sumar. „Það er frábært að vera með þjálfara sem treystir þér til að spila þá stöðu sem þér finnst þú vera bestur í. Á heildina litið eru allir sáttir með hann,“ sagði Gylfi.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sjá meira