Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. október 2018 06:30 Kostnaður við kaup og gróðursetningu þessara stráa nam rúmlega 1,1 milljón króna. Stráin flutt inn sérstaklega frá Danmörku. Fréttablaðið/Stefán „Skýringin á því af hverju þetta er valið sem gróður, er til að skapa þessa strandstemningu,“ segir Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt, sem kom að því að velja hin umtöluðu strá við braggann í Nauthólsvík ásamt garðyrkjumanni. Umrædd strá voru flutt inn sérstaklega frá Danmörku en samkvæmt svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins nam kostnaður við innkaup á plöntunum sjálfum 756 þúsund krónum en niðursetning á þeim síðan 400 þúsund krónur. Alls 1.157 þúsund krónur. Samkvæmt sundurliðun kostnaðar vegna braggans sem borgaryfirvöld hafa birt greiddi borgin fyrirtæki Dagnýjar, Dagný Land Design, rúmar 140 þúsund krónur fyrir plöntuval á lóðinni en alls um 5,3 milljónir fyrir ýmis verkefni.Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt.Fréttablaðið/Hanna„Í stað þess að setja þarna gróður, runna eða þess háttar langaði okkur að hafa stemningu sem er meira í ætt við strönd. Þess vegna voru valin strá en ekki hefðbundnir runnar.“ Dagný segir að upphaflega hafi garðyrkjumaðurinn viljað sá fræjum og rækta stráin en síðan hafi komið í ljós að ekki má kaupa fræin, bara plöntuna. „Þannig verður það væntanlega dýrara. Ég sá aldrei á neinum tímapunkti verðin. En ég er ekki viss um að þetta sé dýrara en ef þú hefðir bara plantað venjulegum gróðri.“ Mörgum hefur þótt það til marks um óhóf að flytja hafi þurft inn strá frá Danmörku til að skreyta garðinn í Nauthólsvík. Dagný segir það mjög algengt. Megnið af þeim plöntum sem seldar eru á Íslandi séu innfluttar. „Það er svoldið verið að gera úlfalda úr mýflugu held ég.“ Á þriðja hundrað milljóna króna framúrkeyrsla í kostnaði við framkvæmdir á bragganum hefur verið harðlega gagnrýnd. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir borgarfulltrúinn Örn Þórðarson að braggaverkefnið hafi fyrst vakið athygli hans fyrir tveimur árum þegar áform um að Reykjavíkurborg ætlaði að útbúa félagsaðstöðu í húsnæði fyrir nemendur í HR fyrir 82 milljónir voru kynntar. Eins og fram hefur komið nemur kostnaður við framkvæmdirnar nú rúmlega 400 milljónum króna. Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira
„Skýringin á því af hverju þetta er valið sem gróður, er til að skapa þessa strandstemningu,“ segir Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt, sem kom að því að velja hin umtöluðu strá við braggann í Nauthólsvík ásamt garðyrkjumanni. Umrædd strá voru flutt inn sérstaklega frá Danmörku en samkvæmt svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins nam kostnaður við innkaup á plöntunum sjálfum 756 þúsund krónum en niðursetning á þeim síðan 400 þúsund krónur. Alls 1.157 þúsund krónur. Samkvæmt sundurliðun kostnaðar vegna braggans sem borgaryfirvöld hafa birt greiddi borgin fyrirtæki Dagnýjar, Dagný Land Design, rúmar 140 þúsund krónur fyrir plöntuval á lóðinni en alls um 5,3 milljónir fyrir ýmis verkefni.Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt.Fréttablaðið/Hanna„Í stað þess að setja þarna gróður, runna eða þess háttar langaði okkur að hafa stemningu sem er meira í ætt við strönd. Þess vegna voru valin strá en ekki hefðbundnir runnar.“ Dagný segir að upphaflega hafi garðyrkjumaðurinn viljað sá fræjum og rækta stráin en síðan hafi komið í ljós að ekki má kaupa fræin, bara plöntuna. „Þannig verður það væntanlega dýrara. Ég sá aldrei á neinum tímapunkti verðin. En ég er ekki viss um að þetta sé dýrara en ef þú hefðir bara plantað venjulegum gróðri.“ Mörgum hefur þótt það til marks um óhóf að flytja hafi þurft inn strá frá Danmörku til að skreyta garðinn í Nauthólsvík. Dagný segir það mjög algengt. Megnið af þeim plöntum sem seldar eru á Íslandi séu innfluttar. „Það er svoldið verið að gera úlfalda úr mýflugu held ég.“ Á þriðja hundrað milljóna króna framúrkeyrsla í kostnaði við framkvæmdir á bragganum hefur verið harðlega gagnrýnd. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir borgarfulltrúinn Örn Þórðarson að braggaverkefnið hafi fyrst vakið athygli hans fyrir tveimur árum þegar áform um að Reykjavíkurborg ætlaði að útbúa félagsaðstöðu í húsnæði fyrir nemendur í HR fyrir 82 milljónir voru kynntar. Eins og fram hefur komið nemur kostnaður við framkvæmdirnar nú rúmlega 400 milljónum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira
Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58