Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 19:19 Bragginn í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. Hann segir að reynt verði að komast til botns í því hvers vegna framkvæmdinni var leyft að fara jafnmikið fram úr hófi og raunin varð. Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar hefur seturétt á fundum borgarráðs. Fyrst var fjallað um braggamálið á fundum ráðsins í ágúst og var þá beðið um nánari útlistun á kostnaði við framkvæmdina, sem fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Síðast var greint frá því að gróðursetning höfundarvarinna stráa við braggann hafi kostað um eina milljón króna. Hallur var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Inntur eftir því hvernig málið geti farið svo langt fram úr áætlunum án þess að nokkur hafi staldrað við á leiðinni sagði Hallur að endurskoðunin felist einmitt í því að varpa ljósi á það. „Nú er verkefnið auðvitað að finna út úr því, það er hluti af skoðuninni sem er framundan að finna út hvernig þetta gerist.“Tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um óháða rannsókn utanaðkomandi aðila á framkvæmdum við bragga í Nauthólsvík, var hafnað á atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi.Vísir/VilhelmBorið hefur á því að borgarfulltrúar, einkum úr minnihlutanum, kalli eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að sinna endurskoðuninni. Hallur segir innri endurskoðun borgarinnar einmitt sérhæfða til að framkvæma endurskoðunina. „Ég segi það að innri endurskoðun er stofnun sem er uppsett innan stjórnkerfisins einmitt til að taka á svona málum. Hún er með þá stjórnsýslulegu stöðu innan borgarinnar að vera óháð, heyrir beint undir borgarráð, og hefur sjálf sínar heimildir til að ákvarða umfang úttekta og hvaða verkefni hún tekur til skoðunar á hverjum tíma. Og auk þess getur borgarráð vísað til okkar sérstökum beiðnum um að skoða einhver tiltekin atriði.“ Aðspurður sagði Hallur að erfitt sé að meta hversu langan tíma innri endurskoðunin muni taka. „Ekki á þessu stigi. Ég sé nú fyrir mér að þetta verði töluvert að umfangi, þetta er flókið verkefni, það er samspil við þriðja aðila og það þarf að fara ofan í saumana á því og svo er umgjörðin um Nauthólsveg þannig að einhver aðkoma minjaverndar er í þessu þannig að það þarf að skoða ýmsa fleti.“ Braggamálið Tengdar fréttir Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 „Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. Hann segir að reynt verði að komast til botns í því hvers vegna framkvæmdinni var leyft að fara jafnmikið fram úr hófi og raunin varð. Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar hefur seturétt á fundum borgarráðs. Fyrst var fjallað um braggamálið á fundum ráðsins í ágúst og var þá beðið um nánari útlistun á kostnaði við framkvæmdina, sem fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Síðast var greint frá því að gróðursetning höfundarvarinna stráa við braggann hafi kostað um eina milljón króna. Hallur var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Inntur eftir því hvernig málið geti farið svo langt fram úr áætlunum án þess að nokkur hafi staldrað við á leiðinni sagði Hallur að endurskoðunin felist einmitt í því að varpa ljósi á það. „Nú er verkefnið auðvitað að finna út úr því, það er hluti af skoðuninni sem er framundan að finna út hvernig þetta gerist.“Tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um óháða rannsókn utanaðkomandi aðila á framkvæmdum við bragga í Nauthólsvík, var hafnað á atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi.Vísir/VilhelmBorið hefur á því að borgarfulltrúar, einkum úr minnihlutanum, kalli eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að sinna endurskoðuninni. Hallur segir innri endurskoðun borgarinnar einmitt sérhæfða til að framkvæma endurskoðunina. „Ég segi það að innri endurskoðun er stofnun sem er uppsett innan stjórnkerfisins einmitt til að taka á svona málum. Hún er með þá stjórnsýslulegu stöðu innan borgarinnar að vera óháð, heyrir beint undir borgarráð, og hefur sjálf sínar heimildir til að ákvarða umfang úttekta og hvaða verkefni hún tekur til skoðunar á hverjum tíma. Og auk þess getur borgarráð vísað til okkar sérstökum beiðnum um að skoða einhver tiltekin atriði.“ Aðspurður sagði Hallur að erfitt sé að meta hversu langan tíma innri endurskoðunin muni taka. „Ekki á þessu stigi. Ég sé nú fyrir mér að þetta verði töluvert að umfangi, þetta er flókið verkefni, það er samspil við þriðja aðila og það þarf að fara ofan í saumana á því og svo er umgjörðin um Nauthólsveg þannig að einhver aðkoma minjaverndar er í þessu þannig að það þarf að skoða ýmsa fleti.“
Braggamálið Tengdar fréttir Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 „Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58
„Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12