„Og þeir fara að bera mig saman við þessa morðóðu hunda frá Þýskalandi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 18:00 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var harðorður í garð Pírata og fjölmiðla á Alþingi í dag. Vísir/Hanna Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Pírata um að hafa „flugumenn“ á sínum snærum sem bæru óhróður um hann í fjölmiðla. Þetta kom fram í ræðu sem Ásmundur hélt á Alþingi í dag. Þá þótti honum miður að hann væri borinn saman við SS-sveitir Adolfs Hitlers vegna mismæla sinna á þinginu í gær. Vísaði Ásmundur til þess að í ræðu, sem hann hélt í gærkvöldi, hafi honum orðið á mistök og notað heitið „SS-menn“ yfir „sérfræðinga að sunnan“ í umræðum um fiskeldi á Vestfjörðum á Alþingi í gær. Fjallað var um orðalag Ásmundar á vef Kjarnans í gær og þar var þess einnig getið að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefði gert athugasemd við orðalagið. Á Alþingi í dag, undir dagskrárliðnum Störf þingsins, lét Ásmundur óánægju sína með fjölmiðla og Pírata í ljós í tilfinningaþrunginni ræðu. „Píratarnir stóðu hér upp og fóru að bendla mig við stormsveitir þriðja ríkisins. Og það er eins og þegar þeir tala um mig í þessum sal, þá er eins og bóndinn blístri á hlýðinn smalahund, þegar Stundin og Kjarninn í þessu tilfelli, og oftast Ríkisútvarpið, taka upp eftir þeim þar sem ég misnælti mig í gær. Og þeir fara að bera mig saman við þessa morðóðu hunda frá Þýskalandi. Ég verð að segja það að það er auðvitað þyngra en tárum tekur, að þurfa að bera svoleiðis,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni. Þá gerði hann athugasemd við að Píratar hefðu líkt skoðunum Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins sem kom hingað til lands í sumar í boði Alþingis, við skoðanir Adolfs Hitlers. Lýsti Ásmundur því yfir að sér þætti slíkt „fyrir neðan allar hellur.“ Að endingu sagði hann „flugumenn úti í bæ“ ganga erinda andstæðinga sinna, sem ætla má að séu Píratar, og bera upp á sig lygar í fjölmiðla. „Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Og sömu aðilar tala um þjóðhöfðinga vestrænna ríka sem kosnir eru af fólkinu og líkja þeim við Mussolini og þennan títtnefnda Adolf Hitler. Og svo hafa þeir alls konar flugumenn úti í bæ sem bera ófögnuðinn út um allt. Þetta er fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjófur, hafi stolið peningum af þinginu og þau þurfa ekki ap standa fyrir neinu,“ sagði Ásmundur. „Mér finnst bara að þetta sé óboðlegt fyrir þingið að það sé verið að tala svona um þingmenn, að þeir séu SS-menn.“ Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Pírata um að hafa „flugumenn“ á sínum snærum sem bæru óhróður um hann í fjölmiðla. Þetta kom fram í ræðu sem Ásmundur hélt á Alþingi í dag. Þá þótti honum miður að hann væri borinn saman við SS-sveitir Adolfs Hitlers vegna mismæla sinna á þinginu í gær. Vísaði Ásmundur til þess að í ræðu, sem hann hélt í gærkvöldi, hafi honum orðið á mistök og notað heitið „SS-menn“ yfir „sérfræðinga að sunnan“ í umræðum um fiskeldi á Vestfjörðum á Alþingi í gær. Fjallað var um orðalag Ásmundar á vef Kjarnans í gær og þar var þess einnig getið að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefði gert athugasemd við orðalagið. Á Alþingi í dag, undir dagskrárliðnum Störf þingsins, lét Ásmundur óánægju sína með fjölmiðla og Pírata í ljós í tilfinningaþrunginni ræðu. „Píratarnir stóðu hér upp og fóru að bendla mig við stormsveitir þriðja ríkisins. Og það er eins og þegar þeir tala um mig í þessum sal, þá er eins og bóndinn blístri á hlýðinn smalahund, þegar Stundin og Kjarninn í þessu tilfelli, og oftast Ríkisútvarpið, taka upp eftir þeim þar sem ég misnælti mig í gær. Og þeir fara að bera mig saman við þessa morðóðu hunda frá Þýskalandi. Ég verð að segja það að það er auðvitað þyngra en tárum tekur, að þurfa að bera svoleiðis,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni. Þá gerði hann athugasemd við að Píratar hefðu líkt skoðunum Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins sem kom hingað til lands í sumar í boði Alþingis, við skoðanir Adolfs Hitlers. Lýsti Ásmundur því yfir að sér þætti slíkt „fyrir neðan allar hellur.“ Að endingu sagði hann „flugumenn úti í bæ“ ganga erinda andstæðinga sinna, sem ætla má að séu Píratar, og bera upp á sig lygar í fjölmiðla. „Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Og sömu aðilar tala um þjóðhöfðinga vestrænna ríka sem kosnir eru af fólkinu og líkja þeim við Mussolini og þennan títtnefnda Adolf Hitler. Og svo hafa þeir alls konar flugumenn úti í bæ sem bera ófögnuðinn út um allt. Þetta er fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjófur, hafi stolið peningum af þinginu og þau þurfa ekki ap standa fyrir neinu,“ sagði Ásmundur. „Mér finnst bara að þetta sé óboðlegt fyrir þingið að það sé verið að tala svona um þingmenn, að þeir séu SS-menn.“
Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31