Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 23:24 Assange telur illa með sig farið í sendiráðinu í London. Vísir/EPA Julian Assange, stofnandi uppljóstranavefsins Wikileaks, sakar ríkisstjórn Ekvadors um að reyna að losna við sig úr sendiráðinu í London þar sem hann hefur hafst við undanfarin sex ár. Ekvadorar veittu Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 til að forða honum því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um nauðgun. Dvölin í sendiráðinu hefur dregist á langinn því Assange óttast að vera fangelsaður í Bretlandi og framseldur til Bandaríkjanna. Assange hefur stefnt stjórnvöldum í Quito vegna aðstæðna sinna í sendiráðinu. Þau krefjast þess að hann greiði fyrir lækniskostnað, símtöl og hirðu um kött hans. Þegar málið var tekið fyrir í dag sakaði Assange ríkisstjórnina um að reyna að bola sér úr sendiráðinu. Lenin Moreno, forseti landsins, væri þegar búinn að ákveða að svipta hann hælinu án þess að vera búinn að tilkynna það formlega, að því er segir í frétt Reuters. Inigo Salvador, dómsmálaráðherra Ekvadors, segir þvert á móti að Assange sé frjálst að vera um kyrrt eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum þrátt fyrir að vera hans í sendiráðinu hafi þegar kostað landið um sex milljónir dollara. Máli Assange var vísað frá dómi á þeim forsendum að það væri utanríkisráðuneytið sem hefði umsjón með aðstæðum hans í sendiráðinu. Lögmenn Assange kærðu frávísunina. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53 Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange aftur kominn með aðgang að netinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið aðgang að internetinu að nýju en þó með ákveðnum takmörkunum. 14. október 2018 23:26 Assange höfðar mál gegn Ekvador Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. 19. október 2018 15:44 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Julian Assange, stofnandi uppljóstranavefsins Wikileaks, sakar ríkisstjórn Ekvadors um að reyna að losna við sig úr sendiráðinu í London þar sem hann hefur hafst við undanfarin sex ár. Ekvadorar veittu Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 til að forða honum því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um nauðgun. Dvölin í sendiráðinu hefur dregist á langinn því Assange óttast að vera fangelsaður í Bretlandi og framseldur til Bandaríkjanna. Assange hefur stefnt stjórnvöldum í Quito vegna aðstæðna sinna í sendiráðinu. Þau krefjast þess að hann greiði fyrir lækniskostnað, símtöl og hirðu um kött hans. Þegar málið var tekið fyrir í dag sakaði Assange ríkisstjórnina um að reyna að bola sér úr sendiráðinu. Lenin Moreno, forseti landsins, væri þegar búinn að ákveða að svipta hann hælinu án þess að vera búinn að tilkynna það formlega, að því er segir í frétt Reuters. Inigo Salvador, dómsmálaráðherra Ekvadors, segir þvert á móti að Assange sé frjálst að vera um kyrrt eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum þrátt fyrir að vera hans í sendiráðinu hafi þegar kostað landið um sex milljónir dollara. Máli Assange var vísað frá dómi á þeim forsendum að það væri utanríkisráðuneytið sem hefði umsjón með aðstæðum hans í sendiráðinu. Lögmenn Assange kærðu frávísunina.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53 Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange aftur kominn með aðgang að netinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið aðgang að internetinu að nýju en þó með ákveðnum takmörkunum. 14. október 2018 23:26 Assange höfðar mál gegn Ekvador Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. 19. október 2018 15:44 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Assange aftur kominn með aðgang að netinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið aðgang að internetinu að nýju en þó með ákveðnum takmörkunum. 14. október 2018 23:26
Assange höfðar mál gegn Ekvador Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. 19. október 2018 15:44