Brasilískir fjölmiðlar segja að Correa Freitas hafi verið nærri afhöfðaður og að kynfæri hans hafi verið sundurskorin.
Félagið staðfesti í morgun andlát hins 24 ára Correa Freitas. „Félagið sendir fjölskyldu leikmannsins samúðarkveðjur,“ segir í tísti frá félaginu.
Brasilíska blaðið Band B segir að svo virðist sem að Correa Freitas hafi verið fórnarlamb pyndingar. Hafi hann verið með tvo djúpa skurði á hálsi þannig að hann var nærri afhöfðaður. Vegfarendur gengu fram á líkið.
Correa Freitas spilaði sem sóknarsinnaður miðjumaður og lék með liði Botafogo áður en hann gekk til liðs við Sao Paulo árið 2015.
O São Paulo Futebol Clube lamenta profundamente a morte do meio-campista Daniel Corrêa Freitas. O clube se solidariza e presta condolências à família do atleta.
— São Paulo FC (@SaoPauloFC) October 29, 2018
