Vaðlaheiðargöngin ekki opnuð 1. desember eins og stefnt var að Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2018 13:15 Frá gerð Vaðlaheiðarganga. Fréttablaðið/Auðunn Ekki mun takast að opna Vaðlaheiðargöngin fyrir umferð þann 1. desember eins og vonir stóðu til. „Það er mjög óraunhæft að það náist,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðagarganga í samtali við Vísi um hvort verklok náist 1. desember. Hann vill ekki segja til um það hvenær göngin verði opnuð en vonar þó að það verði fljótlega. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár, samkvæmt áætlunum átti að taka göngin í notkun á seinni hluta ársins 2016. Í september var hins vegar tilkynnt að ef allt myndi ganga að óskum yrðu göngin afhent 30. nóvember og tekin í notkun degi síðar, á fullveldisdaginn 1. desember. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að malbika göngin sjálf og inn í göngin á eftir að leggja um 3,5 kílómetra af yfirlagi. „Eins og staðan er núna þá er malbiksáætlunin um tuttugu daga á eftir áætlun,“ segir Valgeir en klára þarf malbiksvinnunna svo hægt sé að ljúka við að setja upp ljós, rafmagnskapla og annan frágang í göngunum. Þá á einnig eftir að ljúka frágangi á vegtengingum við þjóðveg 1 í Fnjóskadal og í Vaðlaheiði en þar hefur veðrið sett strik í reikninginn. Fnjóskadalsmegin á til dæmis eftir að leggja slitlag á veginn en það hefur beðið í nokkrar vikur þar sem of kalt hefur verið til þess að leggja slitlagið. „Það mátti svo sem alveg búast við þessu þegar maður kominn fram í desember,“ segir Valgeir en unnið er allan sólarhringinn að því að klára allt sem þarf að klára. Þá segir Valgeir að malbiksvinnu muni ljúka fljótlega og þegar henni sé lokið er ekki útilokað að vinna við frágang muni ganga hratt fyrir sig. Samgöngur Tengdar fréttir Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Ekki mun takast að opna Vaðlaheiðargöngin fyrir umferð þann 1. desember eins og vonir stóðu til. „Það er mjög óraunhæft að það náist,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðagarganga í samtali við Vísi um hvort verklok náist 1. desember. Hann vill ekki segja til um það hvenær göngin verði opnuð en vonar þó að það verði fljótlega. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár, samkvæmt áætlunum átti að taka göngin í notkun á seinni hluta ársins 2016. Í september var hins vegar tilkynnt að ef allt myndi ganga að óskum yrðu göngin afhent 30. nóvember og tekin í notkun degi síðar, á fullveldisdaginn 1. desember. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að malbika göngin sjálf og inn í göngin á eftir að leggja um 3,5 kílómetra af yfirlagi. „Eins og staðan er núna þá er malbiksáætlunin um tuttugu daga á eftir áætlun,“ segir Valgeir en klára þarf malbiksvinnunna svo hægt sé að ljúka við að setja upp ljós, rafmagnskapla og annan frágang í göngunum. Þá á einnig eftir að ljúka frágangi á vegtengingum við þjóðveg 1 í Fnjóskadal og í Vaðlaheiði en þar hefur veðrið sett strik í reikninginn. Fnjóskadalsmegin á til dæmis eftir að leggja slitlag á veginn en það hefur beðið í nokkrar vikur þar sem of kalt hefur verið til þess að leggja slitlagið. „Það mátti svo sem alveg búast við þessu þegar maður kominn fram í desember,“ segir Valgeir en unnið er allan sólarhringinn að því að klára allt sem þarf að klára. Þá segir Valgeir að malbiksvinnu muni ljúka fljótlega og þegar henni sé lokið er ekki útilokað að vinna við frágang muni ganga hratt fyrir sig.
Samgöngur Tengdar fréttir Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33
Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15
Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00