Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2018 10:30 Stefan Löfven hefur freistað þess að mynda nýja ríkisstjórn á síðustu dögum. AP/Janerik Henriksson Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. Forseti sænska þingsins mun hitta aðra flokksleiðtoga í dag til þess að meta næstu skref.Þann 15. október síðastliðinn fékk Löfven tvær vikur til þess að mynda nýja ríkisstjórn og rann sá frestur út í dag. Gekk Löfven á fund Andreas Norlén, þingforseta, í morgun til þess að tilkynna honum að ekki hafi tekist að hefja viðræður um myndun ríkisstjórnarMjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn en áður en Löfven fékk umboð til stjórnarmyndunar hafði Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, freistað þess að mynda ríkisstjórn, án árangurs.Á blaðamannafundi eftir fund Löfven með þingforsetanum sagðist hann enn vera reiðubúinn til þess að mynda þverpólítíska ríkisstjórn en áður en hann fékk umboð til stjórnarmyndunar fyrir tveimur vikum sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð.„Ég tel að besta lausnin til þess að mynda skilvirka ríkisstjórn sé að brjóta upp blokkapólitíkina,“ sagði Löfven við blaðamenn að fundi loknum. Löfven vildi ekki greina frá því við hverja hann hafði rætt um myndun ríkisstjórnar en sagði að eftir tveggja vikna viðræður væri enn of langt á milli til þess að hefja eiginlegar samningaviðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Annie Lööf er formaður Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAFjórir möguleikar í stöðunni Sem fyrr segir mun Norlén hitta leiðtoga annarra flokka á sænska þinginu í dag til þess að meta næstu skref varðandi myndun stjórnar í Svíþjóð. Stjórnmálaskýrendur þar í landi telja Norlén hafa nokkra möguleika í stöðunni. Hann geti í fyrsta lagi framlengt umboð Löfven, í öðru lagi geti hann veitt Kristersson umboðið á ný en í skemmri tíma en síðast, í þriðja lagi geti Norlén sjálfur stigið inn í viðræðurnar og hafið samningaviðræður á milli flokka en slíkt sé mjög óvenjulegt. Líklegasti kosturinn sé hins vegar að Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fái umboð til stjórnarmyndunar. Sem fyrr segir er staðan flókin en Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62 í kosningunum í september og Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórnar tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna.Fylgjast má með gangi mála í dag í beinni lýsingu SVT hér. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Löfven fær tvær vikur til að mynda stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Stefan Löfven, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 15. október 2018 13:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. Forseti sænska þingsins mun hitta aðra flokksleiðtoga í dag til þess að meta næstu skref.Þann 15. október síðastliðinn fékk Löfven tvær vikur til þess að mynda nýja ríkisstjórn og rann sá frestur út í dag. Gekk Löfven á fund Andreas Norlén, þingforseta, í morgun til þess að tilkynna honum að ekki hafi tekist að hefja viðræður um myndun ríkisstjórnarMjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn en áður en Löfven fékk umboð til stjórnarmyndunar hafði Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, freistað þess að mynda ríkisstjórn, án árangurs.Á blaðamannafundi eftir fund Löfven með þingforsetanum sagðist hann enn vera reiðubúinn til þess að mynda þverpólítíska ríkisstjórn en áður en hann fékk umboð til stjórnarmyndunar fyrir tveimur vikum sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð.„Ég tel að besta lausnin til þess að mynda skilvirka ríkisstjórn sé að brjóta upp blokkapólitíkina,“ sagði Löfven við blaðamenn að fundi loknum. Löfven vildi ekki greina frá því við hverja hann hafði rætt um myndun ríkisstjórnar en sagði að eftir tveggja vikna viðræður væri enn of langt á milli til þess að hefja eiginlegar samningaviðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Annie Lööf er formaður Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAFjórir möguleikar í stöðunni Sem fyrr segir mun Norlén hitta leiðtoga annarra flokka á sænska þinginu í dag til þess að meta næstu skref varðandi myndun stjórnar í Svíþjóð. Stjórnmálaskýrendur þar í landi telja Norlén hafa nokkra möguleika í stöðunni. Hann geti í fyrsta lagi framlengt umboð Löfven, í öðru lagi geti hann veitt Kristersson umboðið á ný en í skemmri tíma en síðast, í þriðja lagi geti Norlén sjálfur stigið inn í viðræðurnar og hafið samningaviðræður á milli flokka en slíkt sé mjög óvenjulegt. Líklegasti kosturinn sé hins vegar að Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fái umboð til stjórnarmyndunar. Sem fyrr segir er staðan flókin en Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62 í kosningunum í september og Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórnar tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna.Fylgjast má með gangi mála í dag í beinni lýsingu SVT hér.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Löfven fær tvær vikur til að mynda stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Stefan Löfven, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 15. október 2018 13:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31
Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37
Löfven fær tvær vikur til að mynda stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Stefan Löfven, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 15. október 2018 13:26
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent