Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2018 10:30 Stefan Löfven hefur freistað þess að mynda nýja ríkisstjórn á síðustu dögum. AP/Janerik Henriksson Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. Forseti sænska þingsins mun hitta aðra flokksleiðtoga í dag til þess að meta næstu skref.Þann 15. október síðastliðinn fékk Löfven tvær vikur til þess að mynda nýja ríkisstjórn og rann sá frestur út í dag. Gekk Löfven á fund Andreas Norlén, þingforseta, í morgun til þess að tilkynna honum að ekki hafi tekist að hefja viðræður um myndun ríkisstjórnarMjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn en áður en Löfven fékk umboð til stjórnarmyndunar hafði Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, freistað þess að mynda ríkisstjórn, án árangurs.Á blaðamannafundi eftir fund Löfven með þingforsetanum sagðist hann enn vera reiðubúinn til þess að mynda þverpólítíska ríkisstjórn en áður en hann fékk umboð til stjórnarmyndunar fyrir tveimur vikum sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð.„Ég tel að besta lausnin til þess að mynda skilvirka ríkisstjórn sé að brjóta upp blokkapólitíkina,“ sagði Löfven við blaðamenn að fundi loknum. Löfven vildi ekki greina frá því við hverja hann hafði rætt um myndun ríkisstjórnar en sagði að eftir tveggja vikna viðræður væri enn of langt á milli til þess að hefja eiginlegar samningaviðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Annie Lööf er formaður Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAFjórir möguleikar í stöðunni Sem fyrr segir mun Norlén hitta leiðtoga annarra flokka á sænska þinginu í dag til þess að meta næstu skref varðandi myndun stjórnar í Svíþjóð. Stjórnmálaskýrendur þar í landi telja Norlén hafa nokkra möguleika í stöðunni. Hann geti í fyrsta lagi framlengt umboð Löfven, í öðru lagi geti hann veitt Kristersson umboðið á ný en í skemmri tíma en síðast, í þriðja lagi geti Norlén sjálfur stigið inn í viðræðurnar og hafið samningaviðræður á milli flokka en slíkt sé mjög óvenjulegt. Líklegasti kosturinn sé hins vegar að Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fái umboð til stjórnarmyndunar. Sem fyrr segir er staðan flókin en Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62 í kosningunum í september og Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórnar tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna.Fylgjast má með gangi mála í dag í beinni lýsingu SVT hér. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Löfven fær tvær vikur til að mynda stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Stefan Löfven, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 15. október 2018 13:26 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. Forseti sænska þingsins mun hitta aðra flokksleiðtoga í dag til þess að meta næstu skref.Þann 15. október síðastliðinn fékk Löfven tvær vikur til þess að mynda nýja ríkisstjórn og rann sá frestur út í dag. Gekk Löfven á fund Andreas Norlén, þingforseta, í morgun til þess að tilkynna honum að ekki hafi tekist að hefja viðræður um myndun ríkisstjórnarMjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn en áður en Löfven fékk umboð til stjórnarmyndunar hafði Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, freistað þess að mynda ríkisstjórn, án árangurs.Á blaðamannafundi eftir fund Löfven með þingforsetanum sagðist hann enn vera reiðubúinn til þess að mynda þverpólítíska ríkisstjórn en áður en hann fékk umboð til stjórnarmyndunar fyrir tveimur vikum sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð.„Ég tel að besta lausnin til þess að mynda skilvirka ríkisstjórn sé að brjóta upp blokkapólitíkina,“ sagði Löfven við blaðamenn að fundi loknum. Löfven vildi ekki greina frá því við hverja hann hafði rætt um myndun ríkisstjórnar en sagði að eftir tveggja vikna viðræður væri enn of langt á milli til þess að hefja eiginlegar samningaviðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Annie Lööf er formaður Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAFjórir möguleikar í stöðunni Sem fyrr segir mun Norlén hitta leiðtoga annarra flokka á sænska þinginu í dag til þess að meta næstu skref varðandi myndun stjórnar í Svíþjóð. Stjórnmálaskýrendur þar í landi telja Norlén hafa nokkra möguleika í stöðunni. Hann geti í fyrsta lagi framlengt umboð Löfven, í öðru lagi geti hann veitt Kristersson umboðið á ný en í skemmri tíma en síðast, í þriðja lagi geti Norlén sjálfur stigið inn í viðræðurnar og hafið samningaviðræður á milli flokka en slíkt sé mjög óvenjulegt. Líklegasti kosturinn sé hins vegar að Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fái umboð til stjórnarmyndunar. Sem fyrr segir er staðan flókin en Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62 í kosningunum í september og Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórnar tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna.Fylgjast má með gangi mála í dag í beinni lýsingu SVT hér.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Löfven fær tvær vikur til að mynda stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Stefan Löfven, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 15. október 2018 13:26 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31
Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37
Löfven fær tvær vikur til að mynda stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Stefan Löfven, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 15. október 2018 13:26