Sauð upp úr milli Stefáns Einars og Gunnars Smára í Silfrinu Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2018 15:43 Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, er viðskiptasiðfræðingurinn Stefán Einar Stefánsson að segja hér. RÚV Gunnar Smári Egilsson, fyrrum eigandi og ritstjóri Fréttatímans, og Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrrum formaður VR, voru meðal gesta Egils Helgasonar í þættinum Silfrið á RÚV í morgun. Mikill hiti var milli Gunnars Smára og Stefáns Einars í þættinum og þurfti þáttastjórnandi í nokkur skipti að hafa hemil á þeim félögum. Gestir Egils í fyrri hluta þáttarins, Vettvangi dagsins ,voru auk Gunnars og Stefáns, Inga Sæland formaður Flokks Fólksins og Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og hugmyndasmiður neyðarlaganna. Umræðan snerist að mesta um kjaramál enda höfðu allir gestir komið með einhverju móti að þeim málaflokki.„Ég borgaði þó allavega laun Gunnar“ - „Ert þú ekki siðfræðingur“ Eftir þó nokkra umræðu ræddi Stefán Einar um breytingar á lágmarkslaunum sem urðu á stjórnartíð hans í VR á árunum 2011-2013 og síðar. Inga Sæland skaut inn og sakaði Stefán um afneitun áður en Gunnar Smári bað um að fá að skjóta inn í og sagði Stefán ekki hafa skaffað fólki kjarabætur á meðan formannstíð hans stóð. Stefán Einar skaut fast til baka og sagði „Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, ólíkt þér. Ólíkt þér þá borgaði ég þó laun.“ Stefán vísaði þar í gjaldþrot Fréttatímans, fjölmiðilsins sem Gunnar Smári stýrði áður en hann fór í þrot sumarið 2017. Síðasta tölublað Fréttatímans kom út í apríl sama árs en þá hafði hluti starfsfólks ekki fengið greitt fyrir vinnu sína í marsmánuði. Gunnari fannst ómaklega að sér vegið og spurði þáttarstjórnanda hvort ætti að bjóða upp á svona og spurði Stefán svo í þrígang hvort hann væri ekki siðfræðingur. Stefán Einar er menntaður viðskiptasiðfræðingur.„Það eru þín orð“ Aftur hitnaði í kolunum þegar Gunnar Smári sagði ekki eiga að taka mark á Stefáni Einari því upplifun hans sem launþega hjá Biblíufélaginu og Morgunblaðinu samsvaraði ekki upplifun þeirra lægst settu í samfélaginu. Þegar Stefán Einar hugðist svara sakaði Gunnar hann um að reyna að leiðrétta orðræðu sína. Þegar þáttastjórnandi, Egill Helgason, bað Gunnar um að gefa Stefáni Einari orðið sagði fjölmiðlamaðurinn: „Bíddu, hann ætlar að segja mér að ég megi ekki tala um stéttabaráttu.“ Stefán þvertók fyrir það og sagði „Ég er bara að benda á það, það er mín skoðun. Ég er ekki að banna þér að tala svona. Þessi orðræða mun ekki skila okkur neitt, nema út í skurð“. „Það eru þín orð“ sagði Gunnar áður en Stefán jánkaði því og sagði: „Já þetta eru mín orð, ég var að segja þetta.“ Kjaramál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, fyrrum eigandi og ritstjóri Fréttatímans, og Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrrum formaður VR, voru meðal gesta Egils Helgasonar í þættinum Silfrið á RÚV í morgun. Mikill hiti var milli Gunnars Smára og Stefáns Einars í þættinum og þurfti þáttastjórnandi í nokkur skipti að hafa hemil á þeim félögum. Gestir Egils í fyrri hluta þáttarins, Vettvangi dagsins ,voru auk Gunnars og Stefáns, Inga Sæland formaður Flokks Fólksins og Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og hugmyndasmiður neyðarlaganna. Umræðan snerist að mesta um kjaramál enda höfðu allir gestir komið með einhverju móti að þeim málaflokki.„Ég borgaði þó allavega laun Gunnar“ - „Ert þú ekki siðfræðingur“ Eftir þó nokkra umræðu ræddi Stefán Einar um breytingar á lágmarkslaunum sem urðu á stjórnartíð hans í VR á árunum 2011-2013 og síðar. Inga Sæland skaut inn og sakaði Stefán um afneitun áður en Gunnar Smári bað um að fá að skjóta inn í og sagði Stefán ekki hafa skaffað fólki kjarabætur á meðan formannstíð hans stóð. Stefán Einar skaut fast til baka og sagði „Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, ólíkt þér. Ólíkt þér þá borgaði ég þó laun.“ Stefán vísaði þar í gjaldþrot Fréttatímans, fjölmiðilsins sem Gunnar Smári stýrði áður en hann fór í þrot sumarið 2017. Síðasta tölublað Fréttatímans kom út í apríl sama árs en þá hafði hluti starfsfólks ekki fengið greitt fyrir vinnu sína í marsmánuði. Gunnari fannst ómaklega að sér vegið og spurði þáttarstjórnanda hvort ætti að bjóða upp á svona og spurði Stefán svo í þrígang hvort hann væri ekki siðfræðingur. Stefán Einar er menntaður viðskiptasiðfræðingur.„Það eru þín orð“ Aftur hitnaði í kolunum þegar Gunnar Smári sagði ekki eiga að taka mark á Stefáni Einari því upplifun hans sem launþega hjá Biblíufélaginu og Morgunblaðinu samsvaraði ekki upplifun þeirra lægst settu í samfélaginu. Þegar Stefán Einar hugðist svara sakaði Gunnar hann um að reyna að leiðrétta orðræðu sína. Þegar þáttastjórnandi, Egill Helgason, bað Gunnar um að gefa Stefáni Einari orðið sagði fjölmiðlamaðurinn: „Bíddu, hann ætlar að segja mér að ég megi ekki tala um stéttabaráttu.“ Stefán þvertók fyrir það og sagði „Ég er bara að benda á það, það er mín skoðun. Ég er ekki að banna þér að tala svona. Þessi orðræða mun ekki skila okkur neitt, nema út í skurð“. „Það eru þín orð“ sagði Gunnar áður en Stefán jánkaði því og sagði: „Já þetta eru mín orð, ég var að segja þetta.“
Kjaramál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira