Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2018 19:30 Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt horf. Flugvélin sem nefið var hluti af var keypt til landsins af flugfélaginu Iscargo árið 1974 og var af gerðinni Douglas DC-6A, vöruflutningaútgáfu DC-6B sem báru þungan af millilandaflugi íslensku flugfélaganna á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar vélin var tekin úr umferð og söguð í sundur var nefið gefið Íslenska flugsögufélaginu. Fyrst um sinn stóð það á Reykjavíkurflugvelli en undanfarin sautján ár hefur það staðið á Akureyrarflugvelli og er nú hluti af Flugsafni Íslands. Þar hafa forsvarsmenn safnsins hug á því að koma nefinu í fyrra horf svo hægt verði að hafa stjórnklefann til sýnis. „Það var málað í sumar og gert svona smekklegt og þegar ég fór inn í það þá sá maður að það er svona heldur illa fyrir því komið að innan þannig að ég fór að rífa innan úr því panela sem voru heilir og skrifa upp það sem vantar inn í vélina. Þetta er mikið tært orðið og búið að ganga illa um þetta,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Nefið góða.Vísir/Tryggvi. Það sem var nokkuð heillegt og til staðar í flugvélinni hefur Hörður farið með heim í bílskúr þar sem hann hefur komið ýmsum stjórntækjum í fyrra horf. Um þessar mundir eiga flugmannastólarnir athygli Harðar sem hefur tekið annan þeirra alveg í sundur svo hægt sé að þrífa og mála hann. Hinn stóllinn bíður á meðan. Tíminn hefur hins vegar ekki farið mjúkum höndum um nefið og það er ýmislegt sem vantar. Vonir standa hins vegar til að hægt sé að finna varahluti eða fyrirmyndir af því sem vanti svo hægt sé að koma stjórnklefanum í fyrra horf. Þar horfa menn til flugfélags í Alaska sem reiðir sig enn á samskonar vélar. „Þeir hafa safnað saman flökum af ónýtum vélum og þar erum við að vonast til að hægt sé að finna panelana sem vantar. Við sjáum að fyrir framan flugmennina vantar alla panelana og mælana í það. Það er spennandi að sjá framundan hvort að okkur tekst að finna eitthvað í þetta,“ segir Hörður. En hvað er það sem drífur Hörð áfram í verkefninu? „Mig vantaði svona þokkalegt hobbý á veturna. Mér fannst svo gaman að eftir að hafa gert nefið svona fallegt að utan, þá væri nú allt í lagi að fara að kíkja hérna inn og byrja en þetta tekur langan tíma.“ Þetta er mikil vinna? „Og gaman.“ Fréttir af flugi Söfn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt horf. Flugvélin sem nefið var hluti af var keypt til landsins af flugfélaginu Iscargo árið 1974 og var af gerðinni Douglas DC-6A, vöruflutningaútgáfu DC-6B sem báru þungan af millilandaflugi íslensku flugfélaganna á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar vélin var tekin úr umferð og söguð í sundur var nefið gefið Íslenska flugsögufélaginu. Fyrst um sinn stóð það á Reykjavíkurflugvelli en undanfarin sautján ár hefur það staðið á Akureyrarflugvelli og er nú hluti af Flugsafni Íslands. Þar hafa forsvarsmenn safnsins hug á því að koma nefinu í fyrra horf svo hægt verði að hafa stjórnklefann til sýnis. „Það var málað í sumar og gert svona smekklegt og þegar ég fór inn í það þá sá maður að það er svona heldur illa fyrir því komið að innan þannig að ég fór að rífa innan úr því panela sem voru heilir og skrifa upp það sem vantar inn í vélina. Þetta er mikið tært orðið og búið að ganga illa um þetta,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Nefið góða.Vísir/Tryggvi. Það sem var nokkuð heillegt og til staðar í flugvélinni hefur Hörður farið með heim í bílskúr þar sem hann hefur komið ýmsum stjórntækjum í fyrra horf. Um þessar mundir eiga flugmannastólarnir athygli Harðar sem hefur tekið annan þeirra alveg í sundur svo hægt sé að þrífa og mála hann. Hinn stóllinn bíður á meðan. Tíminn hefur hins vegar ekki farið mjúkum höndum um nefið og það er ýmislegt sem vantar. Vonir standa hins vegar til að hægt sé að finna varahluti eða fyrirmyndir af því sem vanti svo hægt sé að koma stjórnklefanum í fyrra horf. Þar horfa menn til flugfélags í Alaska sem reiðir sig enn á samskonar vélar. „Þeir hafa safnað saman flökum af ónýtum vélum og þar erum við að vonast til að hægt sé að finna panelana sem vantar. Við sjáum að fyrir framan flugmennina vantar alla panelana og mælana í það. Það er spennandi að sjá framundan hvort að okkur tekst að finna eitthvað í þetta,“ segir Hörður. En hvað er það sem drífur Hörð áfram í verkefninu? „Mig vantaði svona þokkalegt hobbý á veturna. Mér fannst svo gaman að eftir að hafa gert nefið svona fallegt að utan, þá væri nú allt í lagi að fara að kíkja hérna inn og byrja en þetta tekur langan tíma.“ Þetta er mikil vinna? „Og gaman.“
Fréttir af flugi Söfn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira