Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 26. október 2018 21:15 Síðustu farþegarnir ganga um borð á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. Hér eftir verður flugið frá Keflavík. Myndir frá síðustu brottför voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Það var árið 1963 sem Flugfélag Íslands hóf Færeyjaflug frá Reykjavíkurflugvelli, fyrst eitt og sem hluta af Kaupmannahafnarflugi, en síðan í samstarfi við Færeyinga. Undanfarinn aldarfjórðung hafa færeyskar þotur sinnt fluginu.Rasmus Niclasen, stöðvarstjóri Atlantic Airways.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En í dag var komið að kveðjustund; Atlantic Airways þotan Elinborg var að taka síðustu farþegana í morgun. Félagið er að skipta yfir í stærri Airbus-þotur, sem krefjast lengri brauta og taka fleiri farþega, sem litla flugstöðin rúmar engan veginn. „Það er erfitt að fara um flugstöðina hér í Reykjavík því hún er svo lítil. Auk þess eru flugbrautirnar hérna of stuttar til að stórar flugvélar geti lent hérna,“ segir Rasmus Niclasen, stöðvarstjóri Atlantic Airways. „Meginástæðurnar eru flugbrautirnar. En auðvitað er stærri vél með kannski 180 farþegum, - það er einfaldlega of stór eining í millilandahluta flugstöðvarinnar okkar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Lengi hefur verið rætt um nýja flugstöð í Reykjavík en ekkert bólar á framkvæmdum. „Við höfum í gegnum áratugina verið að vinna að ýmsum leiðum hér til að laga aðstöðuna okkar. Og það er ekkert endanlegt komið á borðið þar. En við höfum verið að bíða eftir samgöngumiðstöð, við höfum verið að bíða eftir ýmsum leiðum,“ segir Árni. Og Færeyingar munu sakna þess að geta ekki lent í Reykjavík. „Það er frábært að lenda í Reykjavík. Farþegarnir vilja helst lenda í Reykjavík því þar ertu í miðri borginni. En með stærri flugvélar neyðumst við til að lenda í Keflavík,” segir Rasmus Niclasen en bætir við að það geti jafnframt verið hagstætt fyrir farþega í Ameríkuflugi að fá tengingu í Keflavík.Airbus A-319 þota Atlantic Airways í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í morgun.Stöð 2/KMU.Þotur Færeyinga eru einu þoturnar sem notað hafa Reykjavíkurflugvöll í beinu áætlunarflugi. Airbus-þoturnar hafa jafnframt verið stærstu vélarnar í reglubundnu flugi um völlinn. En það var athyglisvert að fylgjast með þessu síðasta flugtaki í morgun, þotan var ekki búin með nema um þriðjunginn af brautinni þegar hún tók sig til flugs. Rúmri klukkustund síðar var hún lent í Færeyjum. Hér má sjá brottför Færeyjaflugsins frá Reykjavík: Færeyjar Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Miðstöð innanlandsflugs á BSÍ í framtíðinni Þrjár hugmyndir eru lagðar til um nýja flugstöð fyrir innanlandsflugið. Allar í Vatnsmýri 31. maí 2018 18:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. Hér eftir verður flugið frá Keflavík. Myndir frá síðustu brottför voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Það var árið 1963 sem Flugfélag Íslands hóf Færeyjaflug frá Reykjavíkurflugvelli, fyrst eitt og sem hluta af Kaupmannahafnarflugi, en síðan í samstarfi við Færeyinga. Undanfarinn aldarfjórðung hafa færeyskar þotur sinnt fluginu.Rasmus Niclasen, stöðvarstjóri Atlantic Airways.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En í dag var komið að kveðjustund; Atlantic Airways þotan Elinborg var að taka síðustu farþegana í morgun. Félagið er að skipta yfir í stærri Airbus-þotur, sem krefjast lengri brauta og taka fleiri farþega, sem litla flugstöðin rúmar engan veginn. „Það er erfitt að fara um flugstöðina hér í Reykjavík því hún er svo lítil. Auk þess eru flugbrautirnar hérna of stuttar til að stórar flugvélar geti lent hérna,“ segir Rasmus Niclasen, stöðvarstjóri Atlantic Airways. „Meginástæðurnar eru flugbrautirnar. En auðvitað er stærri vél með kannski 180 farþegum, - það er einfaldlega of stór eining í millilandahluta flugstöðvarinnar okkar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Lengi hefur verið rætt um nýja flugstöð í Reykjavík en ekkert bólar á framkvæmdum. „Við höfum í gegnum áratugina verið að vinna að ýmsum leiðum hér til að laga aðstöðuna okkar. Og það er ekkert endanlegt komið á borðið þar. En við höfum verið að bíða eftir samgöngumiðstöð, við höfum verið að bíða eftir ýmsum leiðum,“ segir Árni. Og Færeyingar munu sakna þess að geta ekki lent í Reykjavík. „Það er frábært að lenda í Reykjavík. Farþegarnir vilja helst lenda í Reykjavík því þar ertu í miðri borginni. En með stærri flugvélar neyðumst við til að lenda í Keflavík,” segir Rasmus Niclasen en bætir við að það geti jafnframt verið hagstætt fyrir farþega í Ameríkuflugi að fá tengingu í Keflavík.Airbus A-319 þota Atlantic Airways í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í morgun.Stöð 2/KMU.Þotur Færeyinga eru einu þoturnar sem notað hafa Reykjavíkurflugvöll í beinu áætlunarflugi. Airbus-þoturnar hafa jafnframt verið stærstu vélarnar í reglubundnu flugi um völlinn. En það var athyglisvert að fylgjast með þessu síðasta flugtaki í morgun, þotan var ekki búin með nema um þriðjunginn af brautinni þegar hún tók sig til flugs. Rúmri klukkustund síðar var hún lent í Færeyjum. Hér má sjá brottför Færeyjaflugsins frá Reykjavík:
Færeyjar Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Miðstöð innanlandsflugs á BSÍ í framtíðinni Þrjár hugmyndir eru lagðar til um nýja flugstöð fyrir innanlandsflugið. Allar í Vatnsmýri 31. maí 2018 18:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Miðstöð innanlandsflugs á BSÍ í framtíðinni Þrjár hugmyndir eru lagðar til um nýja flugstöð fyrir innanlandsflugið. Allar í Vatnsmýri 31. maí 2018 18:30
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30
Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30