Konan sem hvarf Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. október 2018 08:00 Laugardaginn 23. mars árið 1918 flæktist þýsk kona, Annie Riethof að nafni, óvænt inn í sögu Íslands þegar hún talaði í fyrsta skipti við strák sem hún var skotin í. Strákurinn var íslenskur og hét Jón Þorleifsson en kallaði sig Jón Leifs. Annie kynntist Jóni í Leipzig í Þýskalandi en þar stunduðu þau bæði nám í píanóleik. Annie var komin af efnuðu fólki og hafði alist upp á heimili þar sem menning og listir voru í hávegum hafðar. Jón hafði hins vegar alist upp í Reykjavík sem við upphaf 20. aldar var sex þúsund manna þorp þar sem menningarlífið var fábreytt. Neisti á milli tónlistarnemendanna tveggja varð fljótt að miklu ástarbáli. Annie og Jón gengu í hjónaband, þvert á vilja foreldra sinna. En lífið að tónlistarnáminu loknu var enginn dans á rósum. Þótt pabbi Anniear væri auðugur verksmiðjujöfur tók við sár fátækt hjá ungu hjónunum. Annie og Jón reyndu hvað þau gátu að framfleyta sér sem tónlistarfólk en upp úr því var lítið að hafa. Þótt Annie og Jón ætluðu sér bæði að verða frægir tónlistarmenn sat ferill Anniear oft á hakanum. Tími hennar fór í að huga að frama Jóns, hjálpa honum að fá innblástur, hjúkra honum í veikindum og koma tónsmíðum hans á framfæri. Fórnfýsi Anniear átti sér engin takmörk. Árið 1926 ákvað Jón að flytja sinfóníuhljómsveit frá Þýskalandi til Íslands. Lifandi leikur slíkrar hljómsveitar hafði aldrei fyrr heyrst hér á landi. Annie hjálpaði Jóni við undirbúninginn. Auk þess lagði hún fram flygilinn sinn sem veð gegn hugsanlegu tapi á tónleikaferðinni. Að vera án hljóðfæris setti ungum og upprennandi píanista miklar skorður. Þótt Annie, Jón og dætur þeirra tvær, Snót og Líf, væru stundum við það að svelta vegna fátæktar hvatti Annie mann sinn alltaf til að einbeita sér heldur að listsköpun en að fá sér venjulega vinnu eins og foreldrar þeirra beggja vildu að hann gerði. En óveðursský hrönnuðust upp við sjóndeildarhringinn.Persónuleg martröð Árið 1933 komst Adolf Hitler til valda í Þýskalandi. Annie var gyðingur. Móðir Anniear var tekin af lífi í gasklefa í útrýmingarbúðum í Póllandi. Annie, Jón og dæturnar flúðu frá Þýskalandi til Svíþjóðar. Við komuna til Svíþjóðar varð Jón ástfanginn af forstöðukonu gistiheimilisins sem fjölskyldan dvaldi á. Jón krafðist skilnaðar. Persónuleg martröð Anniear var þó aðeins rétt að byrja. Þann 12. júlí árið 1947 hringdi síminn. Á línunni var sænskur fiðluleikari sem Líf dvaldist hjá á sumrin og sótti fiðlutíma hjá. Líf byrjaði hvern dag á því að synda í sjónum undan vesturströnd Svíþjóðar. En þennan dag hafði hún aldrei snúið til baka. Leitað var að Líf í sjónum úr vélbátum, togurum og flugvélum. Á níunda degi kom lík stúlkunnar í leitirnar. Líf var grafin í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Annie gat hvergi hugsað sér að búa nema nærri legstað dóttur sinnar. Annie og Snót fluttust inn í litla kjallaraíbúð í Reykjavík. En áföllin héldu áfram að dynja yfir. Snót greindist með geðklofa. Umönnun Snótar varð hlutskipti Anniear. Mörgum samtíðarmönnum Anniear fannst þessi útlenska kona skrítin. Þeir muna eftir henni þar sem hún gekk dökkklædd um götur bæjarins hægum skrefum ásamt Snót sem gekk alltaf nokkrum skrefum á eftir henni. Annie Leifs andaðist í Reykjavík árið 1970, sjötíu og þriggja ára að aldri. Hún var jarðsett við hlið Lífar í Fossvogskirkjugarði.Krafa um framtíð „Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í ræðu á kvennafrídaginn. Mér varð hugsað til Anniear Leifs. Bæði voru Annie Leifs og Jón Leifs merkilegar manneskjur og bæði áttu þau sér markverða ævi. Sagnfræðingar hafa skrifað fjölda bóka og greina um Jón. Öld eftir að Annie flæktist inn í sögu Íslands hefur enn enginn skrifað um hana bók. Þögnin um Annie er þögn um okkur allar. Pólitískt pláss, efnahagsleg völd og réttmætur sess í sögunni: Það er krafa okkar um framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 23. mars árið 1918 flæktist þýsk kona, Annie Riethof að nafni, óvænt inn í sögu Íslands þegar hún talaði í fyrsta skipti við strák sem hún var skotin í. Strákurinn var íslenskur og hét Jón Þorleifsson en kallaði sig Jón Leifs. Annie kynntist Jóni í Leipzig í Þýskalandi en þar stunduðu þau bæði nám í píanóleik. Annie var komin af efnuðu fólki og hafði alist upp á heimili þar sem menning og listir voru í hávegum hafðar. Jón hafði hins vegar alist upp í Reykjavík sem við upphaf 20. aldar var sex þúsund manna þorp þar sem menningarlífið var fábreytt. Neisti á milli tónlistarnemendanna tveggja varð fljótt að miklu ástarbáli. Annie og Jón gengu í hjónaband, þvert á vilja foreldra sinna. En lífið að tónlistarnáminu loknu var enginn dans á rósum. Þótt pabbi Anniear væri auðugur verksmiðjujöfur tók við sár fátækt hjá ungu hjónunum. Annie og Jón reyndu hvað þau gátu að framfleyta sér sem tónlistarfólk en upp úr því var lítið að hafa. Þótt Annie og Jón ætluðu sér bæði að verða frægir tónlistarmenn sat ferill Anniear oft á hakanum. Tími hennar fór í að huga að frama Jóns, hjálpa honum að fá innblástur, hjúkra honum í veikindum og koma tónsmíðum hans á framfæri. Fórnfýsi Anniear átti sér engin takmörk. Árið 1926 ákvað Jón að flytja sinfóníuhljómsveit frá Þýskalandi til Íslands. Lifandi leikur slíkrar hljómsveitar hafði aldrei fyrr heyrst hér á landi. Annie hjálpaði Jóni við undirbúninginn. Auk þess lagði hún fram flygilinn sinn sem veð gegn hugsanlegu tapi á tónleikaferðinni. Að vera án hljóðfæris setti ungum og upprennandi píanista miklar skorður. Þótt Annie, Jón og dætur þeirra tvær, Snót og Líf, væru stundum við það að svelta vegna fátæktar hvatti Annie mann sinn alltaf til að einbeita sér heldur að listsköpun en að fá sér venjulega vinnu eins og foreldrar þeirra beggja vildu að hann gerði. En óveðursský hrönnuðust upp við sjóndeildarhringinn.Persónuleg martröð Árið 1933 komst Adolf Hitler til valda í Þýskalandi. Annie var gyðingur. Móðir Anniear var tekin af lífi í gasklefa í útrýmingarbúðum í Póllandi. Annie, Jón og dæturnar flúðu frá Þýskalandi til Svíþjóðar. Við komuna til Svíþjóðar varð Jón ástfanginn af forstöðukonu gistiheimilisins sem fjölskyldan dvaldi á. Jón krafðist skilnaðar. Persónuleg martröð Anniear var þó aðeins rétt að byrja. Þann 12. júlí árið 1947 hringdi síminn. Á línunni var sænskur fiðluleikari sem Líf dvaldist hjá á sumrin og sótti fiðlutíma hjá. Líf byrjaði hvern dag á því að synda í sjónum undan vesturströnd Svíþjóðar. En þennan dag hafði hún aldrei snúið til baka. Leitað var að Líf í sjónum úr vélbátum, togurum og flugvélum. Á níunda degi kom lík stúlkunnar í leitirnar. Líf var grafin í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Annie gat hvergi hugsað sér að búa nema nærri legstað dóttur sinnar. Annie og Snót fluttust inn í litla kjallaraíbúð í Reykjavík. En áföllin héldu áfram að dynja yfir. Snót greindist með geðklofa. Umönnun Snótar varð hlutskipti Anniear. Mörgum samtíðarmönnum Anniear fannst þessi útlenska kona skrítin. Þeir muna eftir henni þar sem hún gekk dökkklædd um götur bæjarins hægum skrefum ásamt Snót sem gekk alltaf nokkrum skrefum á eftir henni. Annie Leifs andaðist í Reykjavík árið 1970, sjötíu og þriggja ára að aldri. Hún var jarðsett við hlið Lífar í Fossvogskirkjugarði.Krafa um framtíð „Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í ræðu á kvennafrídaginn. Mér varð hugsað til Anniear Leifs. Bæði voru Annie Leifs og Jón Leifs merkilegar manneskjur og bæði áttu þau sér markverða ævi. Sagnfræðingar hafa skrifað fjölda bóka og greina um Jón. Öld eftir að Annie flæktist inn í sögu Íslands hefur enn enginn skrifað um hana bók. Þögnin um Annie er þögn um okkur allar. Pólitískt pláss, efnahagsleg völd og réttmætur sess í sögunni: Það er krafa okkar um framtíðina.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun