Klárar Hamilton dæmið í Mexíkó? Bragi Þórðarson skrifar 26. október 2018 18:30 Það þarf mikið að ganga á svo Hamilton verði ekki heimsmeistari um helgina. vísir/getty Nítjánda umferð Formúlu 1 fer fram í Mexíkó um helgina. Um síðustu helgi var keppt í Texas-fylki í Bandaríkjunum og er ferðalagið því nokkuð stutt fyrir liðin. Hermanos Rodriguez-brautin í Mexíkóborg er 4.3 kílómetrar að lengd og var fyrst tekin í notkun árið 1963. Gríðarleg stemning myndast á brautinni þá sérstaklega í 14. beygju þar sem bílarnir aka í gegnum hafnarboltavöll. Bretinn Jim Clark vann fyrsta kappaksturinn á brautinni og tryggði sér heimsmeistaratitilinn árið 1963 með þeim sigri. Nú um helgina á landi hans, Lewis Hamilton, möguleika á að tryggja sér sinn fimmta heimsmeistaratitil. Lewis er svo gott sem búinn að tryggja sér titilinn en þó á Sebastian Vettel enn stærðfræðilega möguleika á að ná Bretanum í stigakeppni ökumanna. Það eina sem Lewis þarf að gera til þess að vinna sinn fimmta titil um helgina er að klára keppnina á sunnudaginn í sjöunda sæti eða ofar. Hamilton hefur aldrei klárað keppni neðar en í fimmta sæti í ár. Eftir sögulegan sigur Kimi Raikkonen um síðustu helgi minnkaði Ferrari forskot Mercedes niður í 66 stig í keppni bílasmiða. Verkið er því ekki ómögulegt fyrir ítalska liðið þar sem 129 stig eru eftir í pottinum. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Bílarnir ræsa af stað í kappaksturinn klukkan sjö á sunnudagskvöldið. Formúla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Nítjánda umferð Formúlu 1 fer fram í Mexíkó um helgina. Um síðustu helgi var keppt í Texas-fylki í Bandaríkjunum og er ferðalagið því nokkuð stutt fyrir liðin. Hermanos Rodriguez-brautin í Mexíkóborg er 4.3 kílómetrar að lengd og var fyrst tekin í notkun árið 1963. Gríðarleg stemning myndast á brautinni þá sérstaklega í 14. beygju þar sem bílarnir aka í gegnum hafnarboltavöll. Bretinn Jim Clark vann fyrsta kappaksturinn á brautinni og tryggði sér heimsmeistaratitilinn árið 1963 með þeim sigri. Nú um helgina á landi hans, Lewis Hamilton, möguleika á að tryggja sér sinn fimmta heimsmeistaratitil. Lewis er svo gott sem búinn að tryggja sér titilinn en þó á Sebastian Vettel enn stærðfræðilega möguleika á að ná Bretanum í stigakeppni ökumanna. Það eina sem Lewis þarf að gera til þess að vinna sinn fimmta titil um helgina er að klára keppnina á sunnudaginn í sjöunda sæti eða ofar. Hamilton hefur aldrei klárað keppni neðar en í fimmta sæti í ár. Eftir sögulegan sigur Kimi Raikkonen um síðustu helgi minnkaði Ferrari forskot Mercedes niður í 66 stig í keppni bílasmiða. Verkið er því ekki ómögulegt fyrir ítalska liðið þar sem 129 stig eru eftir í pottinum. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Bílarnir ræsa af stað í kappaksturinn klukkan sjö á sunnudagskvöldið.
Formúla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira