Breyttir starfshættir skóla vegna nýrra persónuverndarlaga eiga sér ekki stoð í lögunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. október 2018 13:30 Fjöldi skóla hefur tekið upp breytta starfshætti vegna nýrra persónuverndarlaga og hefur Persónuvernd sent frá sér ábendingu vegna þess. vísir/vilhelm Persónuvernd hefur sent ábendingu til persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Heimilis og skóla og annarra hagsmunaaðila vegna misskilnings sem virðist gæta í skólasamfélaginu um gildissvið nýrra persónuverndarlaga. Í frétt á vef Persónuverndar um málið segir að stofnuninni hafi borist fjöldi ábendinga, bæði frá foreldrum sem og starfsmönnum skóla og leikskóla, um breytta starfshætti vegna nýju laganna. Í ábendingu Persónuverndar kemur fram að ýmislegt af því sem skólarnir hafa gripið til vegna laganna eigi sér ekki stoð í þeim.Voru ítrekað að fá ábendingar Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, kveðst ekki vita hversu margir skólar og/eða leikskólar hafi tekið upp breytta starfshætti vegna nýju persónuverndarlaganna en segir að ábendingar hafi borist víða að, bæði frá Reykjavík, stórhöfuðborgarsvæðinu og utan að landi. „Við vorum bæði að fá fyrirspurnir á símatímum og líka á almenna netfangið okkar. Við myndum aldrei fara af stað með þetta nema af því að það var svo mikið og ítrekað sem við vorum að heyra,“ segir Helga. Á meðal þess sem fjallað er um í ábendingu Persónuverndar er sú framkvæmd skólanna að taka upp aðgangsstýringu að skólum, þar sem foreldrum er meinaður aðgangur inn í skólastofur. Segir í ábendingu stofnunarinnar að þessi framkvæmd eigi sér ekki stoð í perónuverndarlögum. „Bendir stofnunin á að það geti hins vegar talist eðlilegt að skólar, líkt og aðrar stofnanir, setji sér ákveðnar verklagsreglur og viðhafi aðgangsstýringar þar sem það á við, með öryggissjónarmið að leiðarljósi,“ segir á vef Persónuverndar.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.VÍSIR/VILHELMTrúnaðaryfirlýsing standist vart landslög Þá telur stofnunin „það vart standast landslög að skólar geti, sem opinberar stofnanir, krafist þess að einstaklingar, svo sem foreldrar og forráðamenn barna sem eru gestkomandi í skólum, afsali sér rétti til að ræða þau mál sem tengjast skólastarfinu sín í milli eða við aðra, þar á meðal með því að leita til viðeigandi stofnana telji þeir þörf á því vegna mála eða atburða sem þeir verða vitni að. Þá verður ekki séð að skólar geti haft eftirlit með því að slíkum trúnaðaryfirlýsingum sé framfylgt.“ Þarna er vísað í þá kröfu skólanna að foreldrar og forráðamenn undirriti trúnaðaryfirlýsingu þess efnis um að allt sem þeir verði vitni að innan veggja skólanna sé trúnaðarmál. Á þetta sér enga stoð í persónuverndarlögum að sögn Persónuverndar.Hafa skilning á því að allir séu að reyna að vanda sig Helga bendir á að nýja löggjöfin hafi fengið mikla athygli og að fólk sé að velta fyrir sér hvenær sektum verði beitt. „Þess vegna eru allir að reyna að vanda sig og við höfum fullan skilning á því en að sama skapi virðist kannski sem að það séu líka að koma inn atriði sem ekki er hægt að heimfæra til persónuverndarlaga. Þess vegna reyndum við að útskýra þau atriði eins nákvæmlega og við gátum,“ segir Helga.Ábendingu Persónuverndar vegna þessa má sjá í heild sinni hér. Persónuvernd Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00 Myndbirtingar á Facebook geti bitnað á börnum Persónuvernd hvetur fólk til að fara sér hægt í myndbirtingu af grunuðum afbrotamönnum á Facebook. 14. október 2018 21:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Persónuvernd hefur sent ábendingu til persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Heimilis og skóla og annarra hagsmunaaðila vegna misskilnings sem virðist gæta í skólasamfélaginu um gildissvið nýrra persónuverndarlaga. Í frétt á vef Persónuverndar um málið segir að stofnuninni hafi borist fjöldi ábendinga, bæði frá foreldrum sem og starfsmönnum skóla og leikskóla, um breytta starfshætti vegna nýju laganna. Í ábendingu Persónuverndar kemur fram að ýmislegt af því sem skólarnir hafa gripið til vegna laganna eigi sér ekki stoð í þeim.Voru ítrekað að fá ábendingar Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, kveðst ekki vita hversu margir skólar og/eða leikskólar hafi tekið upp breytta starfshætti vegna nýju persónuverndarlaganna en segir að ábendingar hafi borist víða að, bæði frá Reykjavík, stórhöfuðborgarsvæðinu og utan að landi. „Við vorum bæði að fá fyrirspurnir á símatímum og líka á almenna netfangið okkar. Við myndum aldrei fara af stað með þetta nema af því að það var svo mikið og ítrekað sem við vorum að heyra,“ segir Helga. Á meðal þess sem fjallað er um í ábendingu Persónuverndar er sú framkvæmd skólanna að taka upp aðgangsstýringu að skólum, þar sem foreldrum er meinaður aðgangur inn í skólastofur. Segir í ábendingu stofnunarinnar að þessi framkvæmd eigi sér ekki stoð í perónuverndarlögum. „Bendir stofnunin á að það geti hins vegar talist eðlilegt að skólar, líkt og aðrar stofnanir, setji sér ákveðnar verklagsreglur og viðhafi aðgangsstýringar þar sem það á við, með öryggissjónarmið að leiðarljósi,“ segir á vef Persónuverndar.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.VÍSIR/VILHELMTrúnaðaryfirlýsing standist vart landslög Þá telur stofnunin „það vart standast landslög að skólar geti, sem opinberar stofnanir, krafist þess að einstaklingar, svo sem foreldrar og forráðamenn barna sem eru gestkomandi í skólum, afsali sér rétti til að ræða þau mál sem tengjast skólastarfinu sín í milli eða við aðra, þar á meðal með því að leita til viðeigandi stofnana telji þeir þörf á því vegna mála eða atburða sem þeir verða vitni að. Þá verður ekki séð að skólar geti haft eftirlit með því að slíkum trúnaðaryfirlýsingum sé framfylgt.“ Þarna er vísað í þá kröfu skólanna að foreldrar og forráðamenn undirriti trúnaðaryfirlýsingu þess efnis um að allt sem þeir verði vitni að innan veggja skólanna sé trúnaðarmál. Á þetta sér enga stoð í persónuverndarlögum að sögn Persónuverndar.Hafa skilning á því að allir séu að reyna að vanda sig Helga bendir á að nýja löggjöfin hafi fengið mikla athygli og að fólk sé að velta fyrir sér hvenær sektum verði beitt. „Þess vegna eru allir að reyna að vanda sig og við höfum fullan skilning á því en að sama skapi virðist kannski sem að það séu líka að koma inn atriði sem ekki er hægt að heimfæra til persónuverndarlaga. Þess vegna reyndum við að útskýra þau atriði eins nákvæmlega og við gátum,“ segir Helga.Ábendingu Persónuverndar vegna þessa má sjá í heild sinni hér.
Persónuvernd Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00 Myndbirtingar á Facebook geti bitnað á börnum Persónuvernd hvetur fólk til að fara sér hægt í myndbirtingu af grunuðum afbrotamönnum á Facebook. 14. október 2018 21:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34
Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00
Myndbirtingar á Facebook geti bitnað á börnum Persónuvernd hvetur fólk til að fara sér hægt í myndbirtingu af grunuðum afbrotamönnum á Facebook. 14. október 2018 21:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent