Sunna segir frumvarp slá skjaldborg um nauðgara og níðinga Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2018 12:47 Þingflokksformaður Pírata gagnrýnir drög að frumvarpi dómsmálaráðherra um birtingu dóma harðlega og segir að með því verði hætt að birta nöfn allra sakamanna í dómum á Íslandi og slá þannig skjaldborg um nauðgara og níðinga. Dómsmálaráðherra segir ekki lagðar til jafn viðamiklar breytingar og haldið sé fram. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur sett drög að frumvarpi um breytingu á birtingu dóma í samráðsgátt stjórnvalda til kynningar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði frumvarpið skelfilegt í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Samkvæmt því verði hætt að birta dóma sem vörðuðu tiltekin viðfangsefni eins og kynferðisbrot. „Með samþykkt frumvarpsins yrði allri opinberri birtingu á dómum sem varðar kynferðisbrot hætt. Sömuleiðis segir í frumvarpinu að í dómum og úrskurðum í sakamálum skuli gæta nafnleyndar um þá sem þar eru greindir. Semsagt nöfn allra brotamanna á Íslandi samkvæmt þessu frumvarpi skulu fara leynt,” sagði Sunna. Hún undraðist hvernig þetta frumvarp gat yfirleitt komið fram. Það væri mjög viðamikil breyting að hætta að birta nöfn í dómum á netinu. Rökin væru meðal annars að verið væri að vernda brotaþola. Vissulega hafi dómstólar farið óvarlega í sumum tilvikum hvað þetta varði en svarið sé ekki að hætta nafnbirtingum í öllum dómum. Það sé bundið í stjórnarskrá og alls kyns alþjóðlegum sáttmálum að dómþing fari fram í heyranda hljóði. „Í hverra þágu á að leggja upp í þessa vegferð. Því ég fæ ekki betur séð en að hér sé ætlunin að slá skjaldborg um nauðgara og níðinga þessa lands. Þvert á stjórnarskrá og grunnreglur réttarríkisins,” sagði Þórhildur Sunna.Frumvarpið ekki fullkláraðDómsmálaráðherra sagði málið ekki fullbúið og aðeins lagt fram til kynningar í samráðsgáttinni með ósk um samráð. „Það kann að vera að háttvirtur þingmaður misskilji eitthvað frumvarpið. Það er ekki með þessu frumvarpi verið að leggja til jafn veigamiklar breytingar og mér heyrist háttvirtur þingmaður vera að reifa hér. Það er þannig í dag að héraðsdómar í tilteknum málum eru ekki birtir og í nokkuð mörgum málaflokkum. Hér er verið að leggja til að bætt verði við öðrum viðkvæmum málaflokkum. Þá er einnig verið að leggja það til að dómar séu nafnhreinsaðir í meira mæli en nú er gert. Það er vissulega veigamikil breyting,” sagði Sigríður. Það hafi verið misbrestur á að dómstólar hafi fylgt eigin reglum brotaþolum til hagsbóta. Því væri kallað eftir því af dómstólasýslunni að bragarbót verði gerð á. Þórhildur Sunna taldi þetta ekki nógu greinargóð svör. „Ég er ekkert að misskilja þetta frumvarp. Það kemur mjög skýrt fram í þessu frumvarpi að hætt skuli að nefna nöfn í öllum dómum sem varða sakamál. Bara hætta að birta nöfn allra sakamanna á Íslandi,” sagði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra sagði vissulega gert ráð fyrir að nöfn verði ekki birt í dómum á netinu. Þannig væri það nú þegar í dag varðandi svívirðileg brot gegn börnum. Nöfn væru hins vegar birti á netinu í minniháttar málum. „Mér finnst það til umhugsunar og ég held að Alþingi ætti við þinglega meðferð þessa máls að velta því virkilega fyrir sér hvort það sé hlutverk ríkisvaldsins að fylgja refsingum með þeim hætti eftir út í hið óendanlega, út ævi dæmdra manna. Löngu eftir að þeir hafa afplánað og tekið út sína refsingu,” sagði Sigríður Andersen. Dómsmál Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að þrengja aðgengi að réttarhöldum Aðeins sé verið að huga að því að nöfn í tilteknum dómsmálum verði ekki birt á Netinu. 23. október 2018 18:30 Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36 Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata gagnrýnir drög að frumvarpi dómsmálaráðherra um birtingu dóma harðlega og segir að með því verði hætt að birta nöfn allra sakamanna í dómum á Íslandi og slá þannig skjaldborg um nauðgara og níðinga. Dómsmálaráðherra segir ekki lagðar til jafn viðamiklar breytingar og haldið sé fram. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur sett drög að frumvarpi um breytingu á birtingu dóma í samráðsgátt stjórnvalda til kynningar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði frumvarpið skelfilegt í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Samkvæmt því verði hætt að birta dóma sem vörðuðu tiltekin viðfangsefni eins og kynferðisbrot. „Með samþykkt frumvarpsins yrði allri opinberri birtingu á dómum sem varðar kynferðisbrot hætt. Sömuleiðis segir í frumvarpinu að í dómum og úrskurðum í sakamálum skuli gæta nafnleyndar um þá sem þar eru greindir. Semsagt nöfn allra brotamanna á Íslandi samkvæmt þessu frumvarpi skulu fara leynt,” sagði Sunna. Hún undraðist hvernig þetta frumvarp gat yfirleitt komið fram. Það væri mjög viðamikil breyting að hætta að birta nöfn í dómum á netinu. Rökin væru meðal annars að verið væri að vernda brotaþola. Vissulega hafi dómstólar farið óvarlega í sumum tilvikum hvað þetta varði en svarið sé ekki að hætta nafnbirtingum í öllum dómum. Það sé bundið í stjórnarskrá og alls kyns alþjóðlegum sáttmálum að dómþing fari fram í heyranda hljóði. „Í hverra þágu á að leggja upp í þessa vegferð. Því ég fæ ekki betur séð en að hér sé ætlunin að slá skjaldborg um nauðgara og níðinga þessa lands. Þvert á stjórnarskrá og grunnreglur réttarríkisins,” sagði Þórhildur Sunna.Frumvarpið ekki fullkláraðDómsmálaráðherra sagði málið ekki fullbúið og aðeins lagt fram til kynningar í samráðsgáttinni með ósk um samráð. „Það kann að vera að háttvirtur þingmaður misskilji eitthvað frumvarpið. Það er ekki með þessu frumvarpi verið að leggja til jafn veigamiklar breytingar og mér heyrist háttvirtur þingmaður vera að reifa hér. Það er þannig í dag að héraðsdómar í tilteknum málum eru ekki birtir og í nokkuð mörgum málaflokkum. Hér er verið að leggja til að bætt verði við öðrum viðkvæmum málaflokkum. Þá er einnig verið að leggja það til að dómar séu nafnhreinsaðir í meira mæli en nú er gert. Það er vissulega veigamikil breyting,” sagði Sigríður. Það hafi verið misbrestur á að dómstólar hafi fylgt eigin reglum brotaþolum til hagsbóta. Því væri kallað eftir því af dómstólasýslunni að bragarbót verði gerð á. Þórhildur Sunna taldi þetta ekki nógu greinargóð svör. „Ég er ekkert að misskilja þetta frumvarp. Það kemur mjög skýrt fram í þessu frumvarpi að hætt skuli að nefna nöfn í öllum dómum sem varða sakamál. Bara hætta að birta nöfn allra sakamanna á Íslandi,” sagði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra sagði vissulega gert ráð fyrir að nöfn verði ekki birt í dómum á netinu. Þannig væri það nú þegar í dag varðandi svívirðileg brot gegn börnum. Nöfn væru hins vegar birti á netinu í minniháttar málum. „Mér finnst það til umhugsunar og ég held að Alþingi ætti við þinglega meðferð þessa máls að velta því virkilega fyrir sér hvort það sé hlutverk ríkisvaldsins að fylgja refsingum með þeim hætti eftir út í hið óendanlega, út ævi dæmdra manna. Löngu eftir að þeir hafa afplánað og tekið út sína refsingu,” sagði Sigríður Andersen.
Dómsmál Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að þrengja aðgengi að réttarhöldum Aðeins sé verið að huga að því að nöfn í tilteknum dómsmálum verði ekki birt á Netinu. 23. október 2018 18:30 Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36 Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að þrengja aðgengi að réttarhöldum Aðeins sé verið að huga að því að nöfn í tilteknum dómsmálum verði ekki birt á Netinu. 23. október 2018 18:30
Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36
Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37