Mohamed Salah, markahrókurinn frá Egyptalandi, skrifaði nafn sitt enn einu sinni í sögubækur Liverpool í gær þegar hann skoraði tvö mörk Liverpool í 4-0 sigri á Crvena Zvezda, Rauðu Stjörnunni frá Belgrad í gær. Annað mark hans í leiknum var hans 50. fyrir félagið og varð hann um leið sá fljótasti til að skora fimmtíu mörk fyrir Bítlaborgarfélagið.
Salah, sem er á sínu öðru tímabili á Englandi, sló í gegn með Liverpool í fyrra þegar hann bætti markametið í ensku úrvalsdeildinni. Á sama tíma daðraði hann við að bæta markametið á einu tímabili hjá félaginu með 44 mörk en náði ekki meti Ians Rush sem skoraði 47 mörk fyrir 34 árum.
Egyptinn Salah skoraði fimmta og sjötta mark tímabilsins í gær og um leið fimmtugasta mark sitt fyrir félagið í 65. leiknum. Bætti hann með því sjötíu ára gamalt met Alberts Stubbins sem skoraði 50. mark sitt í 77. leiknum sínum árið 1948.
Salah bætti enn eitt metið í gær
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn






