David Schwimmer segist saklaus Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2018 17:51 Schwimmer gerði góðlátlegt grín að myndinni. Mynd/Skjáskot Bandaríski leikarinn David Schwimmer segist ekki vera maðurinn sem lögreglan í Blackpool í Bretlandi leitar nú að í tengslum við þjófnað í verslun. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum vinsæla.Á mynd sem tekin er úr eftirlitsmyndavél sést maðurinn halda á kassa af bjór en hans er leitað vegna gruns um aðild að þjófnaði þann 20. september síðastliðinn. Lögregla deildi myndinni á Facebook-síðu sinni í gær og voru netverjar afar fljótir að taka við sér og spyrja hvort verið væri að leita að Schwimmer. Svo virðist sem að leikarinn sjálfur hafi ekki farið varhluta af umfjöllun um tvífara sinn og birti hann myndband á Twitter í dag þar sem hann segist vera alsaklaus og gerir grín að myndinni sem lögreglan birti. Á myndbandinu sem hann birtir má sjá Schwimmer í matvöruverslun hlaupandi á brott með kassa af bjór, líkt og tvífarinn á myndinni sem lögreglan í Blackpool birti. Þetta segir Schwimmer sýna fram á að hann sé saklaus þar sem hann hafi verið staddur í New York, en ekki Blackpool, þegar glæpurinn var framinn. „Ég sver að þetta var ekki ég. Eins og sjá má, þá var ég í New York. Til hinnar harðduglegu lögreglu í Blackpool, gangi ykkur vel að rannsaka málið #þaðvarekkiég,“ skrifar Schwimmer við myndbandið sem sjá má hér að neðan.Officers, I swear it wasn't me. As you can see, I was in New York. To the hardworking Blackpool Police, good luck with the investigation.#itwasntmepic.twitter.com/EDFF9dZoYR — schwim (@DavidSchwimmer) October 24, 2018 Bretland Friends Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Bandaríski leikarinn David Schwimmer segist ekki vera maðurinn sem lögreglan í Blackpool í Bretlandi leitar nú að í tengslum við þjófnað í verslun. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum vinsæla.Á mynd sem tekin er úr eftirlitsmyndavél sést maðurinn halda á kassa af bjór en hans er leitað vegna gruns um aðild að þjófnaði þann 20. september síðastliðinn. Lögregla deildi myndinni á Facebook-síðu sinni í gær og voru netverjar afar fljótir að taka við sér og spyrja hvort verið væri að leita að Schwimmer. Svo virðist sem að leikarinn sjálfur hafi ekki farið varhluta af umfjöllun um tvífara sinn og birti hann myndband á Twitter í dag þar sem hann segist vera alsaklaus og gerir grín að myndinni sem lögreglan birti. Á myndbandinu sem hann birtir má sjá Schwimmer í matvöruverslun hlaupandi á brott með kassa af bjór, líkt og tvífarinn á myndinni sem lögreglan í Blackpool birti. Þetta segir Schwimmer sýna fram á að hann sé saklaus þar sem hann hafi verið staddur í New York, en ekki Blackpool, þegar glæpurinn var framinn. „Ég sver að þetta var ekki ég. Eins og sjá má, þá var ég í New York. Til hinnar harðduglegu lögreglu í Blackpool, gangi ykkur vel að rannsaka málið #þaðvarekkiég,“ skrifar Schwimmer við myndbandið sem sjá má hér að neðan.Officers, I swear it wasn't me. As you can see, I was in New York. To the hardworking Blackpool Police, good luck with the investigation.#itwasntmepic.twitter.com/EDFF9dZoYR — schwim (@DavidSchwimmer) October 24, 2018
Bretland Friends Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53