Innlent

Bein útsending frá Kvennafrídegi á Arnarhóli

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Mikill mannfjöldi er samankominn á Arnarhóli.
Mikill mannfjöldi er samankominn á Arnarhóli. Vísir/Vilhelm
Konur ganga út frá vinnu sinni til að mótmæla kjaramisrétti, ofbeldi og áreitni á vinnustað í dag kl. 14:55.

Baráttufundir er haldnir um allt land, sá stærsti á Arnarhóli en hann hefst kl. 15:30 og verður Vísir með beina útsendingu frá fundinum. Útsendingin hefst um klukkan 15:15 og verður þá hægt að fylgjast fjöldanum streyma í bæinn.  

Á fundinum mun Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Claudie Wilson lögfræðingur hjá Rétti og Áslaug Thelma Einarsdóttir flytja ávarp. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfirgefur Stjórnarráðið um þrjúleytið ásamt fleiri konum.Vísir/Vilhelm
Kvennakórarnir Vox feminae, Katla, Léttsveit Reykjavíkur og Múltíkúltí – fjölþjóðlegur sönghópur kvenna, munu taka lagið saman. Þá koma Reykjavíkurdætur fram, Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir flytur ljóð og leikkonurnar Aldís Amah Hamilton, Ragnheiður Steindórsdóttir og Esther Talía Casey flytja örverk eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur.

Fundarstýrur eru Ilmur Kristjánsdóttir og Saga Garðarsdóttir. Tveir táknmálstúlkar þýða fundinn og stór skjár verður einnig á sviðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×