Brasilíski bakvörðurinn Marcelo lét blaðamenn hafa það óþvegið eftir að Real Madrid vann loksins leik þegar liðið sigraði Viktoria Plzen 2-1 í Meistaradeild Evrópu.
Madridingar voru án sigurs í einn mánuð áður en kom að leiknum gegn Plzen í gær en mark Marcelo tryggði liðinu nauman sigur á tékknesku meisturunum.
Marcelo fór á kostum í viðtölum eftir leik þar sem hann skaut föstum skotum á blaðamenn.
„Það er erfitt þegar maður er ekki að vinna leiki en þið talið um að það sé krísa eins og þið viljið skaða þennan hóp,“ sagði Marcelo og hélt eldræðunni áfram.
„Allir blaðamenn reyna að skaða okkur, kannski er þetta bara öfundsýki af því að þið vitið ekki hvernig á að spila fótbolta.“
Julen Lopetegui, stjóri Real Madrid, hefur verið mikið gagnrýndur og er talið að framtíð hans hangi á bláþræði enda fór Real Madrid í gegnum fjóra leiki í röð án þess að skora mark í taphrinunni á dögunum. Marcelo styður stjórann sinn.
„Hann er frábær. Mér finnst hann vera að vinna gott starf.“
Marcelo hjólar í blaðamenn: Öfundsjúkir og vitið ekki hvernig á að spila fótbolta
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
