„Ég geri þig höfðinu styttri“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. október 2018 15:45 Vinnudagurinn getur tekið mikið á hjá stöðuvörðum að sögn konu sem unnið hefur við fagið í á annan áratug. Á dögunum sögðu nokkrir stöðuverðir sögur af áreiti, hótunum og ofbeldi í nafnlausu viðtali í Fréttablaðinu, en slíka framkomu sögðu þeir afar algenga. Í kvöld rýnir Ísland í dag í þetta óeigingjarna starf og byrjar daginn með stöðuverðinum Þóru. Þóra er 61 árs og hefur unnið sem stöðuvörður í sextán ár. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi við fagið, en þyrsti hins vegar í útiveruna og hreyfinguna sem fylgir stöðuvörslu.Stöðuverðir eru á ferð og flugi, meðal annars við Ráðhús Reykjavíkur.Hataðasta stétt þjóðarinnar „Einhverjir sögðu: Gerirðu þér grein fyrir að þetta er hataðasta stétt þjóðarinnar? En mamma sagði, djöfull ertu kjörkuð að þora að fara í þetta starf og langa til að prófa. Ég hugsaði líka ég bara prófa, og hætti svo bara ef mér líkar það ekki, en hér er ég enn eftir sextán ár,“ segir Þóra. Hún segir að kostirnir vegi almennt þyngra en gallarnir, þó sumir dagar séu erfiðari en aðrir. „Ég er bara í rauninni ósköp ánægð, nema stundum náttúrulega þegar það eru einhver leiðindi. En ég er kannski farin að brynja mig svolítið og kannski farin að venjast því aðeins. Tek þetta ekki inn á mig, ekki lengur.“Þóra aðstoðar fólk við að greiða fyrir bílastæði.Margítrekaði morðhótunina Það segist Þóra þó hafa gert áður fyrr og er henni sérstaklega minnistætt atvik þegar maður sem fékk frá henni sekt hótaði öllu illu. „Hann var ólöglega lagður, en stæði laust hinum megin í götunni. Ég bauð honum að færa sig í löglegt stæði og þá væri málið dautt. En það var mjög erfitt fyrir hann að gera það, hann bara gat það ekki, var að gera eitthvað fyrir innan. Þá segi ég bara að ég þurfi því miður, þetta sé bara mín vinna, að skrifa gjald. Þá sagði hann: Ef þú gerir það, þá geri ég þig höfðinu styttri. Hann margítrekaði þetta,“ segir Þóra. Hún leitaði í kjölfarið til lögreglu, sem ræddi við manninn. Hún segir hins vegar að undanfarið hafi fólk upp til hópa verið blíðara, hugsanlega í tengslum við fyrrnefnda umfjöllun Fréttablaðsins. Þá sé yngra fólk almennt kurteisara, bjóði gjarnan góðan dag og þakki jafnvel stöðuvörðum fyrir að sinna starfi sínu vel. Ísland í dag Tengdar fréttir Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. 13. október 2018 07:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Vinnudagurinn getur tekið mikið á hjá stöðuvörðum að sögn konu sem unnið hefur við fagið í á annan áratug. Á dögunum sögðu nokkrir stöðuverðir sögur af áreiti, hótunum og ofbeldi í nafnlausu viðtali í Fréttablaðinu, en slíka framkomu sögðu þeir afar algenga. Í kvöld rýnir Ísland í dag í þetta óeigingjarna starf og byrjar daginn með stöðuverðinum Þóru. Þóra er 61 árs og hefur unnið sem stöðuvörður í sextán ár. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi við fagið, en þyrsti hins vegar í útiveruna og hreyfinguna sem fylgir stöðuvörslu.Stöðuverðir eru á ferð og flugi, meðal annars við Ráðhús Reykjavíkur.Hataðasta stétt þjóðarinnar „Einhverjir sögðu: Gerirðu þér grein fyrir að þetta er hataðasta stétt þjóðarinnar? En mamma sagði, djöfull ertu kjörkuð að þora að fara í þetta starf og langa til að prófa. Ég hugsaði líka ég bara prófa, og hætti svo bara ef mér líkar það ekki, en hér er ég enn eftir sextán ár,“ segir Þóra. Hún segir að kostirnir vegi almennt þyngra en gallarnir, þó sumir dagar séu erfiðari en aðrir. „Ég er bara í rauninni ósköp ánægð, nema stundum náttúrulega þegar það eru einhver leiðindi. En ég er kannski farin að brynja mig svolítið og kannski farin að venjast því aðeins. Tek þetta ekki inn á mig, ekki lengur.“Þóra aðstoðar fólk við að greiða fyrir bílastæði.Margítrekaði morðhótunina Það segist Þóra þó hafa gert áður fyrr og er henni sérstaklega minnistætt atvik þegar maður sem fékk frá henni sekt hótaði öllu illu. „Hann var ólöglega lagður, en stæði laust hinum megin í götunni. Ég bauð honum að færa sig í löglegt stæði og þá væri málið dautt. En það var mjög erfitt fyrir hann að gera það, hann bara gat það ekki, var að gera eitthvað fyrir innan. Þá segi ég bara að ég þurfi því miður, þetta sé bara mín vinna, að skrifa gjald. Þá sagði hann: Ef þú gerir það, þá geri ég þig höfðinu styttri. Hann margítrekaði þetta,“ segir Þóra. Hún leitaði í kjölfarið til lögreglu, sem ræddi við manninn. Hún segir hins vegar að undanfarið hafi fólk upp til hópa verið blíðara, hugsanlega í tengslum við fyrrnefnda umfjöllun Fréttablaðsins. Þá sé yngra fólk almennt kurteisara, bjóði gjarnan góðan dag og þakki jafnvel stöðuvörðum fyrir að sinna starfi sínu vel.
Ísland í dag Tengdar fréttir Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. 13. október 2018 07:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. 13. október 2018 07:45