Harkaleg slagsmál Who-liða drógu gítarleikarann nærri til dauða Birgir Olgeirsson skrifar 23. október 2018 14:58 Roger Daltrey og Pete Townshend á sviði. Vísir/Getty Roger Daltrey, söngvari bresku rokksveitarinnar The Who, rifjar upp slagsmál milli hans og gítarleikara sveitarinnar, Pete Townshend, í nýrri ævisögu sem nefnist, Thanks a Lot Mr. Kibblewhite. Daltrey segir frá því að hann hefði farið nærri því að verða Townshend að bana sem hafði sveiflað ellefu kíló þungum Les Paul-rafmagnsgítar framhjá höfði Daltrey. Þetta var árið 1973 þegar sveitin var að undirbúa sig fyrir Quadrophenia-tónleikatúrinn. Útgáfufyrirtæki þeirra, MCA, neyddi þá til að taka upp kynningarmyndband til að vekja athygli á túrnum. „Gerir það sem þér er fjandans sagt að gera“ Daltrey var ekki hrifinn af seinagangi kvikmyndagerðarmannanna. Honum fannst þeir vera að hafa dýrmætan tíma af meðlimum sveitarinnar sem hefðu getað nýtt hann í hljóðveri eða við æfingar. Hann lét óánægju sína í ljós sem varð til þess að Townshend missti stjórn á skapi sínu. „Þú gerir það sem þér er fjandans sagt að gera,“ á Townshend að hafa öskrað á Daltrey. Hann segir rótara sveitarinnar hafa stokkið til og haldið aftur af sér því þeir áttu að vera meðvitaðir um að Daltrey myndi gera út af við Townshend ef það kæmi til handalögmála.Roger Daltrey og Pete Townshend árið 1978.Vísir/GettyHélt að hann hefði drepið Townshend „Látið hann lausan. Ég drep þetta litla gerpi,“ hefur Daltrey eftir Townsend. Rótararnir slepptu Daltrey og upphófust þá slagsmál sem Townshend má þakka fyrir að hafa sloppið lifandi frá. „Áður en ég vissi af hafði hann sveiflað ellefu kílóa Les Paul gítar að mér. Hann fór rétt framhjá eyranu mínu og straukst við öxlina. Þessi sveifla var ansi nærri því að enda feril sveitarinnar. Ég hafði ekki svarað fyrir mig, en var að verða reiður. Hann kallaði mig lítið gerpi. Svo kom loksins að því, eftir að hafa verið friðarsinni í tíu ár, þegar hann hafði sveiflað hnefa í átt að mér, svaraði ég með upphandarhöggi beint í kjálkann.“ Daltrey segir Townshend hafa kastast aftur á bak og skollið með hnakkann í gólfið. „Ég hélt ég hefði drepið hann.“ Hélt í hönd hans í sjúkrabílnum Daltrey sat í sjúkrabílnum sem flutti Townshend á sjúkrahús og segist hafa haldið í höndina á honum allan tímann. Townshend höfuðkúpubrotnaði en þeir fengu þær fregnir á sjúkrahúsinu að hann myndi ná fullum bata. Daltrey segist hafa verið samviskubit allan tímann, þrátt fyrir að hann hefði einungis verið að svara fyrir sig. „Til allrar hamingju lifði hann af en alla tíð síðan hefur hann kennt mér um skallablettinn á höfði sínu. Ég held að hann trúi því enn að ég hafi verið sá sem stofnaði til slagsmálanna. Ég man þetta hins vegar svona.“ Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Roger Daltrey, söngvari bresku rokksveitarinnar The Who, rifjar upp slagsmál milli hans og gítarleikara sveitarinnar, Pete Townshend, í nýrri ævisögu sem nefnist, Thanks a Lot Mr. Kibblewhite. Daltrey segir frá því að hann hefði farið nærri því að verða Townshend að bana sem hafði sveiflað ellefu kíló þungum Les Paul-rafmagnsgítar framhjá höfði Daltrey. Þetta var árið 1973 þegar sveitin var að undirbúa sig fyrir Quadrophenia-tónleikatúrinn. Útgáfufyrirtæki þeirra, MCA, neyddi þá til að taka upp kynningarmyndband til að vekja athygli á túrnum. „Gerir það sem þér er fjandans sagt að gera“ Daltrey var ekki hrifinn af seinagangi kvikmyndagerðarmannanna. Honum fannst þeir vera að hafa dýrmætan tíma af meðlimum sveitarinnar sem hefðu getað nýtt hann í hljóðveri eða við æfingar. Hann lét óánægju sína í ljós sem varð til þess að Townshend missti stjórn á skapi sínu. „Þú gerir það sem þér er fjandans sagt að gera,“ á Townshend að hafa öskrað á Daltrey. Hann segir rótara sveitarinnar hafa stokkið til og haldið aftur af sér því þeir áttu að vera meðvitaðir um að Daltrey myndi gera út af við Townshend ef það kæmi til handalögmála.Roger Daltrey og Pete Townshend árið 1978.Vísir/GettyHélt að hann hefði drepið Townshend „Látið hann lausan. Ég drep þetta litla gerpi,“ hefur Daltrey eftir Townsend. Rótararnir slepptu Daltrey og upphófust þá slagsmál sem Townshend má þakka fyrir að hafa sloppið lifandi frá. „Áður en ég vissi af hafði hann sveiflað ellefu kílóa Les Paul gítar að mér. Hann fór rétt framhjá eyranu mínu og straukst við öxlina. Þessi sveifla var ansi nærri því að enda feril sveitarinnar. Ég hafði ekki svarað fyrir mig, en var að verða reiður. Hann kallaði mig lítið gerpi. Svo kom loksins að því, eftir að hafa verið friðarsinni í tíu ár, þegar hann hafði sveiflað hnefa í átt að mér, svaraði ég með upphandarhöggi beint í kjálkann.“ Daltrey segir Townshend hafa kastast aftur á bak og skollið með hnakkann í gólfið. „Ég hélt ég hefði drepið hann.“ Hélt í hönd hans í sjúkrabílnum Daltrey sat í sjúkrabílnum sem flutti Townshend á sjúkrahús og segist hafa haldið í höndina á honum allan tímann. Townshend höfuðkúpubrotnaði en þeir fengu þær fregnir á sjúkrahúsinu að hann myndi ná fullum bata. Daltrey segist hafa verið samviskubit allan tímann, þrátt fyrir að hann hefði einungis verið að svara fyrir sig. „Til allrar hamingju lifði hann af en alla tíð síðan hefur hann kennt mér um skallablettinn á höfði sínu. Ég held að hann trúi því enn að ég hafi verið sá sem stofnaði til slagsmálanna. Ég man þetta hins vegar svona.“
Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira