Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2018 16:20 Bolsonaro er þekktur fyrir ofstæki og hatursorðræðu. Hann hótar andstæðingum sínum nú ofsóknum. Vísir/EPA Jair Bolsonaro, öfgahægrimaðurinn sem nær öruggt er talið að verði kjörinn forseti Brasilíu um helgina, segir að pólitískir andstæðingar sínir muni hrökklast úr landi eða enda í fangelsi. Hótaði hann „hreinsun“ sem engin fordæmi væru um í sögu landsins. Skoðanakannanir benda til þess að Bolsonaro vinni afgerandi sigur á Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins, í seinni umferð forsetakosninganna á sunnudag. Í ávarpi til stuðningsmanna sinna boðaði Bolsonaro afturhvarf til tíma herforingjastjórna sem réðu ríkjum í landinu á 20. öld. „Þessir rauðu útlagar verða hraktir á brott frá heimalandi okkar. Það verður hreinsun sem hefur aldrei sést áður í brasilískri sögu,“ sagði Bolsonaro í myndbandsávarpi sem hann sendi út á netinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Annað hvort fara þeir úr landi eða þeir fara í fangelsi,“ hótaði Bolsonaro við mikinn fögnuð þúsunda stuðningsmanna hans sem voru samankomnir til að hlýða á ávarpið. Frambjóðandinn er sjálfur að ná sér af stungusári á heimili sínu í Ríó de Janeiro. Nefndi harðlínumaðurinn ákveðna hópa sem yrðu sérstaklega teknir fyrir þegar hann kemst til valda. Kallaði hann félaga í samtökum landlausra bænda „þrjóta“ sem yrðu skilgreindir sem hryðjuverkamenn. Þá myndi hann láta Lula da Silva, fyrrverandi forseta, „rotna í fangelsi“ ásamt öðrum flokkssystkinum hans úr Verkamannaflokknum. Silva afplánar nú dóm vegna spillingar. Haddad sagði að Bolsonaro hefði með ummælum sínum hótað lífi andstæðinga sinna. „Við verðum að verja lýðræðislegt réttarríkið. Hvernig getur fólk fundið til öryggis ef hann hótar þeim sem hafa aðrar skoðanir en hann?“ tísti Haddad. Brasilía Tengdar fréttir Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06 „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00 Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. 19. október 2018 08:50 Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Jair Bolsonaro, öfgahægrimaðurinn sem nær öruggt er talið að verði kjörinn forseti Brasilíu um helgina, segir að pólitískir andstæðingar sínir muni hrökklast úr landi eða enda í fangelsi. Hótaði hann „hreinsun“ sem engin fordæmi væru um í sögu landsins. Skoðanakannanir benda til þess að Bolsonaro vinni afgerandi sigur á Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins, í seinni umferð forsetakosninganna á sunnudag. Í ávarpi til stuðningsmanna sinna boðaði Bolsonaro afturhvarf til tíma herforingjastjórna sem réðu ríkjum í landinu á 20. öld. „Þessir rauðu útlagar verða hraktir á brott frá heimalandi okkar. Það verður hreinsun sem hefur aldrei sést áður í brasilískri sögu,“ sagði Bolsonaro í myndbandsávarpi sem hann sendi út á netinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Annað hvort fara þeir úr landi eða þeir fara í fangelsi,“ hótaði Bolsonaro við mikinn fögnuð þúsunda stuðningsmanna hans sem voru samankomnir til að hlýða á ávarpið. Frambjóðandinn er sjálfur að ná sér af stungusári á heimili sínu í Ríó de Janeiro. Nefndi harðlínumaðurinn ákveðna hópa sem yrðu sérstaklega teknir fyrir þegar hann kemst til valda. Kallaði hann félaga í samtökum landlausra bænda „þrjóta“ sem yrðu skilgreindir sem hryðjuverkamenn. Þá myndi hann láta Lula da Silva, fyrrverandi forseta, „rotna í fangelsi“ ásamt öðrum flokkssystkinum hans úr Verkamannaflokknum. Silva afplánar nú dóm vegna spillingar. Haddad sagði að Bolsonaro hefði með ummælum sínum hótað lífi andstæðinga sinna. „Við verðum að verja lýðræðislegt réttarríkið. Hvernig getur fólk fundið til öryggis ef hann hótar þeim sem hafa aðrar skoðanir en hann?“ tísti Haddad.
Brasilía Tengdar fréttir Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06 „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00 Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. 19. október 2018 08:50 Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06
„Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00
Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. 19. október 2018 08:50
Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent