Birtir mynd af skemmdunum á rúðu Icelandair-vélarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2018 09:45 Vélin sem sótti farþegana til Kanada lenti í morgun. Vísir/Vilhelm Eins og greint var frá í gær þurfti flugvél Icelandair á leið frá Orlando til Íslands að lenda á herflugvelli í Kanada eftir að sprungur mynduðust á framrúðu vélarinnar. Flugáhugamaður hefur nú birt mynd af skemmdunum. Líkt og sjá má hér fyrir neðan eru sprungurnar töluverðar en í samtali við Vísi í gær sagði einn af farþegum vélarinnar að hann hafi fengið þær upplýsingar að stærsta sprungan væri um 20 sentimetra löng.Í samtali við Vísi í gær sagði Guðjón J. Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugmenn vélarinnar hafi fylgt verklagi þegar aðstæður sem þessar skapast og lent vélinni á næsta tiltæka flugvelli. Engin hætta var á ferðum þrátt fyrir að farþegar hafi tekið misvel í það hversu hröð lendingin var en farþeginn sem Vísir ræddi við í gær sagðist hafa róast mikið þegar flugstjórinn lét farþega vita að þrátt fyrir að nauðsynlegt væri að lenda vélinni, hefði hann fulla stjórn á henni. Um 160 farþegar voru um borð og fóru þeir á hótel. Icelandair sendi svo aðra flugvél til Kanada til þess að sækja farþegana en með í för voru flugvirkjar og varahlutir til þess að gera við framrúðuna. Flugvélin sem fór að sækja farþegana lenti svo á Íslandi í morgun.Myndina af skemmdunum má sjá hér að neðan.PHOTO SHATTERED WINDOW Yesterday’s Icelandair #FI688 Orlando to Reykjavik suffered a broken windshield while at cruise altitude. Flight diverted to Bagotville. Passengers stayed in hotels overnight are now continuing their journey in a replacement aircraft. Maxime Vibert-Ward pic.twitter.com/DRso2DbIu0 — Tom Podolec Aviation (@TomPodolec) October 21, 2018 Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi. 20. október 2018 11:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Eins og greint var frá í gær þurfti flugvél Icelandair á leið frá Orlando til Íslands að lenda á herflugvelli í Kanada eftir að sprungur mynduðust á framrúðu vélarinnar. Flugáhugamaður hefur nú birt mynd af skemmdunum. Líkt og sjá má hér fyrir neðan eru sprungurnar töluverðar en í samtali við Vísi í gær sagði einn af farþegum vélarinnar að hann hafi fengið þær upplýsingar að stærsta sprungan væri um 20 sentimetra löng.Í samtali við Vísi í gær sagði Guðjón J. Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugmenn vélarinnar hafi fylgt verklagi þegar aðstæður sem þessar skapast og lent vélinni á næsta tiltæka flugvelli. Engin hætta var á ferðum þrátt fyrir að farþegar hafi tekið misvel í það hversu hröð lendingin var en farþeginn sem Vísir ræddi við í gær sagðist hafa róast mikið þegar flugstjórinn lét farþega vita að þrátt fyrir að nauðsynlegt væri að lenda vélinni, hefði hann fulla stjórn á henni. Um 160 farþegar voru um borð og fóru þeir á hótel. Icelandair sendi svo aðra flugvél til Kanada til þess að sækja farþegana en með í för voru flugvirkjar og varahlutir til þess að gera við framrúðuna. Flugvélin sem fór að sækja farþegana lenti svo á Íslandi í morgun.Myndina af skemmdunum má sjá hér að neðan.PHOTO SHATTERED WINDOW Yesterday’s Icelandair #FI688 Orlando to Reykjavik suffered a broken windshield while at cruise altitude. Flight diverted to Bagotville. Passengers stayed in hotels overnight are now continuing their journey in a replacement aircraft. Maxime Vibert-Ward pic.twitter.com/DRso2DbIu0 — Tom Podolec Aviation (@TomPodolec) October 21, 2018
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi. 20. október 2018 11:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08
Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi. 20. október 2018 11:30