Déjà vu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. október 2018 09:00 Svo virðist sem vetur sé að skella á bæði í efnahags- og veðurfarslegu tilliti. Fyrir okkur sem upplifað höfum tímana tvenna í þjóðarbúskapnum er stefið kunnuglegt. Krónan veikist skarpt. Laun þeirra sem verst eru settir hafa setið eftir á þensluskeiðinu. Verkalýðsfulltrúar vakna fyrst til lífsins nú, og krefjast launahækkana umfram það sem atvinnulífið getur borið. Heildsalar og birgjar tilkynna um verðhækkanir til smásala. Verðbólgan vaknar. Seðlabankinn grípur inn í gjaldeyrismarkaðinn til að koma í veg fyrir frekara fall krónunnar. Þeir sem geta færa sparnað sinn í öruggt skjól. Lífskjör fjölskyldna sem hafa getað tamið sér reglulegar utanlandsferðir og uppgrip í erlendum verslunum versna. Hagkerfið er að lenda eftir uppsveiflu síðustu ára. Á sama tíma kvarta neytendur undan háu verðlagi, og lærðir prófessorar saka alþjóðlegar stórverslanakeðjur um að níðast sérstaklega á Íslendingum. Grátkór útflutningsgreinanna, einkum sjávarútvegs, þagnar skyndilega, enda gósentíð fram undan með veikri krónu og ódýru vinnuafli. Nú þarf að fiska og fylla kisturnar áður en dansinn hefst á ný. Ferðamannageirinn hugsar á sömu nótum. Nú fer Ísland aftur að verða samkeppnishæfur áfangastaður eftir smávægilegt hikst. Uppsveiflan, sem nú virðist nýlokið, var auðvitað drifin áfram af sömu kröftum. Hún var hin hlið krónunnar, afsakið líkingamálið. Ísland varð ferðamannaland á einni nóttu. Hér var tiltölulega ódýrt vinnuafl, ódýrt að ferðast og ekki sérstaklega dýrt að vera. Frumkvöðlar í ferðaiðnaði böðuðu sig í erlendum gjaldeyri. Ferðamannaflaumurinn, ásamt öðrum kröftum, hafði hins vegar þau áhrif að krónan styrktist skyndilega. Allt í einu var Ísland orðið með dýrari áfangastöðum. Gamanið tók að kárna og skyndilega rann upp fyrir mörgum að þeir hefðu látið kappið bera skynsemina ofurliði. Sem fyrr, þegar rætt er um íslensk efnahagsmál, er hins vegar risastór uppvakningur staddur í herberginu miðju. Íslenska krónan. Ef Íslendingar byggju við annan og stöðugri gjaldmiðil þá væri hér engin verðtrygging. Vöxtur í ferðamannaiðnaði hefði getað verið stöðugur og sjálfbær. Útvegsmenn og -konur þyrftu ekki að búa við eilífar sveiflur. Laun hefðu hreyfst nokkurn veginn í takt við verðlag, eða að minnsta kosti þannig að hægt væri að gera hóflegri kröfur í kjarabaráttunni. Og síðast en ekki síst þá myndi H&M kosta nokkurn veginn það sama og í öðrum löndum. Krónuálag á neytendavarning væri óþarft. Ef fólk vill raunverulega kjarabót til langs tíma og stöðugt efnahagsástand ætti kröfugerðin að snúast um að hér verði tekinn upp alvöru gjaldmiðill. Þeir sem hæst hafa virðast hins vegar ekki hafa getu, eða vilja, til að líta upp úr hversdagsþrasinu og horfa á stóru myndina. Þangað til slík hreyfing skapast hér á landi munum við áfram búa við sveifluhagkerfi krónunnar. Upp og niður endalaust. Ár og dagar líða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Svo virðist sem vetur sé að skella á bæði í efnahags- og veðurfarslegu tilliti. Fyrir okkur sem upplifað höfum tímana tvenna í þjóðarbúskapnum er stefið kunnuglegt. Krónan veikist skarpt. Laun þeirra sem verst eru settir hafa setið eftir á þensluskeiðinu. Verkalýðsfulltrúar vakna fyrst til lífsins nú, og krefjast launahækkana umfram það sem atvinnulífið getur borið. Heildsalar og birgjar tilkynna um verðhækkanir til smásala. Verðbólgan vaknar. Seðlabankinn grípur inn í gjaldeyrismarkaðinn til að koma í veg fyrir frekara fall krónunnar. Þeir sem geta færa sparnað sinn í öruggt skjól. Lífskjör fjölskyldna sem hafa getað tamið sér reglulegar utanlandsferðir og uppgrip í erlendum verslunum versna. Hagkerfið er að lenda eftir uppsveiflu síðustu ára. Á sama tíma kvarta neytendur undan háu verðlagi, og lærðir prófessorar saka alþjóðlegar stórverslanakeðjur um að níðast sérstaklega á Íslendingum. Grátkór útflutningsgreinanna, einkum sjávarútvegs, þagnar skyndilega, enda gósentíð fram undan með veikri krónu og ódýru vinnuafli. Nú þarf að fiska og fylla kisturnar áður en dansinn hefst á ný. Ferðamannageirinn hugsar á sömu nótum. Nú fer Ísland aftur að verða samkeppnishæfur áfangastaður eftir smávægilegt hikst. Uppsveiflan, sem nú virðist nýlokið, var auðvitað drifin áfram af sömu kröftum. Hún var hin hlið krónunnar, afsakið líkingamálið. Ísland varð ferðamannaland á einni nóttu. Hér var tiltölulega ódýrt vinnuafl, ódýrt að ferðast og ekki sérstaklega dýrt að vera. Frumkvöðlar í ferðaiðnaði böðuðu sig í erlendum gjaldeyri. Ferðamannaflaumurinn, ásamt öðrum kröftum, hafði hins vegar þau áhrif að krónan styrktist skyndilega. Allt í einu var Ísland orðið með dýrari áfangastöðum. Gamanið tók að kárna og skyndilega rann upp fyrir mörgum að þeir hefðu látið kappið bera skynsemina ofurliði. Sem fyrr, þegar rætt er um íslensk efnahagsmál, er hins vegar risastór uppvakningur staddur í herberginu miðju. Íslenska krónan. Ef Íslendingar byggju við annan og stöðugri gjaldmiðil þá væri hér engin verðtrygging. Vöxtur í ferðamannaiðnaði hefði getað verið stöðugur og sjálfbær. Útvegsmenn og -konur þyrftu ekki að búa við eilífar sveiflur. Laun hefðu hreyfst nokkurn veginn í takt við verðlag, eða að minnsta kosti þannig að hægt væri að gera hóflegri kröfur í kjarabaráttunni. Og síðast en ekki síst þá myndi H&M kosta nokkurn veginn það sama og í öðrum löndum. Krónuálag á neytendavarning væri óþarft. Ef fólk vill raunverulega kjarabót til langs tíma og stöðugt efnahagsástand ætti kröfugerðin að snúast um að hér verði tekinn upp alvöru gjaldmiðill. Þeir sem hæst hafa virðast hins vegar ekki hafa getu, eða vilja, til að líta upp úr hversdagsþrasinu og horfa á stóru myndina. Þangað til slík hreyfing skapast hér á landi munum við áfram búa við sveifluhagkerfi krónunnar. Upp og niður endalaust. Ár og dagar líða.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun