Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2018 10:00 Óljóst er hvort að Knut Arild Hareide verði stætt í embætti eftir landsfundinn. EPA/Lisa Aserud Allt stefnir nú í að Kristilegi þjóðarflokkurinn í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn skipti um lið og hefji samstarf við rauðu flokkana sem nú eru í stjórnarandstöðu. Ákveði flokkurinn að slíta sig frá bláu flokkunum, mun ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra falla þar sem Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur varið stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre falli.Búa sig undir landsfund Kristilegi þjóðarflokkurinn býr sig nú undir aukalandsfund sem haldinn verður í byrjun nóvember. Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með því síðustu daga hvaða fulltrúa héraðssambönd flokksins velja til að taka sæti á þinginu, og þá hvort viðkomandi vilji vera hluti rauðu eða bláu blokkarinnar.NRK segir frá því að í gærkvöldi hafi 95 fulltrúar, sem flokka megi sem bláliða, verið valdir til að taka sæti á þinginu, en 96 þarf til að ná meirihluta. 87 rauðliðar hafa verið valdir og á enn eftir að velja nokkra til viðbótar. Alls taka 190 fulltrúar sæti á þinginu en þó kann svo að vera að 95 dugi þar sem einhverjir hafa sagst ætla að sitja hjá þegar fulltrúar munu kjósa hvaða leið skuli farin.Óánægja með FramfaraflokkinnFormaðurinn Hareide telur að bilið milli Kristilega þjóðarflokksins og hægripopúlistaflokksins Framfaraflokksins sé orðið of breitt og að flokkurinn eigi mun meira sameiginlegt með Miðflokknum sérstaklega. Hann segir að flokkur Solberg, Hægriflokkurinn, hafi ákveðið að feta ákveðna braut þegar hann ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs með Framfaraflokknum.Erna Solberg er forsætisráðherra Noregs.Getty/Carlos TischlerMikill klofningur er innan Kristilega þjóðarflokksins þar sem varaformennirnir Kjell Ingolf Ropstad og Olaug Bollestad og leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins eru allir ósammála formanni sínum. Óljóst er hvort að Hareide verði stætt í embætti eftir landsfundinn.Þurfa þá að treysta á stuðning SV Solberg hefur sagt að Kristilegi þjóðarflokkurinn standi frammi fyrir tveimur valkostum. „Annað hvort taka þátt í meirihlutasamstarfi með hægriflokkunum, eða þá mynda minnihlutastjórn með Verkamannaflokknum og Miðflokknum. „Þeir verða þá að treysta á stuðning Sósíalíska vinstriflokknum,“ segir Solberg sem bendir einnig á að Kristilegi þjóðarflokkurinn hafi á síðustu árum náð ýmsum stefnumálum sínum í gegn. Kristilegi þjóðarflokkurinn á átta þingmenn á norska þinginu. Norðurlönd Noregur Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Allt stefnir nú í að Kristilegi þjóðarflokkurinn í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn skipti um lið og hefji samstarf við rauðu flokkana sem nú eru í stjórnarandstöðu. Ákveði flokkurinn að slíta sig frá bláu flokkunum, mun ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra falla þar sem Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur varið stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre falli.Búa sig undir landsfund Kristilegi þjóðarflokkurinn býr sig nú undir aukalandsfund sem haldinn verður í byrjun nóvember. Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með því síðustu daga hvaða fulltrúa héraðssambönd flokksins velja til að taka sæti á þinginu, og þá hvort viðkomandi vilji vera hluti rauðu eða bláu blokkarinnar.NRK segir frá því að í gærkvöldi hafi 95 fulltrúar, sem flokka megi sem bláliða, verið valdir til að taka sæti á þinginu, en 96 þarf til að ná meirihluta. 87 rauðliðar hafa verið valdir og á enn eftir að velja nokkra til viðbótar. Alls taka 190 fulltrúar sæti á þinginu en þó kann svo að vera að 95 dugi þar sem einhverjir hafa sagst ætla að sitja hjá þegar fulltrúar munu kjósa hvaða leið skuli farin.Óánægja með FramfaraflokkinnFormaðurinn Hareide telur að bilið milli Kristilega þjóðarflokksins og hægripopúlistaflokksins Framfaraflokksins sé orðið of breitt og að flokkurinn eigi mun meira sameiginlegt með Miðflokknum sérstaklega. Hann segir að flokkur Solberg, Hægriflokkurinn, hafi ákveðið að feta ákveðna braut þegar hann ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs með Framfaraflokknum.Erna Solberg er forsætisráðherra Noregs.Getty/Carlos TischlerMikill klofningur er innan Kristilega þjóðarflokksins þar sem varaformennirnir Kjell Ingolf Ropstad og Olaug Bollestad og leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins eru allir ósammála formanni sínum. Óljóst er hvort að Hareide verði stætt í embætti eftir landsfundinn.Þurfa þá að treysta á stuðning SV Solberg hefur sagt að Kristilegi þjóðarflokkurinn standi frammi fyrir tveimur valkostum. „Annað hvort taka þátt í meirihlutasamstarfi með hægriflokkunum, eða þá mynda minnihlutastjórn með Verkamannaflokknum og Miðflokknum. „Þeir verða þá að treysta á stuðning Sósíalíska vinstriflokknum,“ segir Solberg sem bendir einnig á að Kristilegi þjóðarflokkurinn hafi á síðustu árum náð ýmsum stefnumálum sínum í gegn. Kristilegi þjóðarflokkurinn á átta þingmenn á norska þinginu.
Norðurlönd Noregur Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent