Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2018 07:15 Björn Bragi hefur verið spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, frá árinu 2013. Fréttablaðið/Stefán Skemmtikrafturinn Björn Bragi Arnarsson segir hegðun sína, þar sem hann káfaði á sautján ára unglingsstúlku um helgina vera óásættanlega. Myndband af atvikinu, sjö sekúndna langt, var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en atvikið átti sér stað á veitingastað á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins. „Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun,“ skrifaði Björn á Facebook í nótt. Myndbandið umrædda er sjö sekúndna langt. Það er tekið af stúlkunni en er nokkuð óskýrt. Þar virðist Björn Bragi snerta stúlkuna á kynferðislegan hátt. Myndbandið vakti mikla reiði á samfélagsmiðlum seint í gærkvöldi auk þess sem mikil umræða spannst um það í stórum hópum á Facebook.Björn Bragi og félagar í Mið-Íslandi skemmtu íslenska landsliðinu í Rússlandi í sumar.Vísir/VilhelmSegist hafa gengið of langt Björn Bragi segist hafa sett sig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar í gærkvöldi og hann hafi beðið hana afsökunar. „Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki.“ Björn segist enn fremur hafa átt gott samtal við móður stúlkunnar. „Hún sagði mér að fjölmiðlar hefðu reynt að ná sambandi við bæði sig og stúlkuna. Hún vildi koma á framfæri ósk um að þau yrðu látin í friði. Það vil ég líka gera. Ég ber alla ábyrgð hér.“Björn Bragi ArnarssonFréttablaðið/Arnþór BirkissonEinn af meðlimum Mið-Ísland Björn Bragi er 34 ára og hefur undanfarin ár verið spyrill í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur sem útvarpað er og sýnd í sjónvarpi hjá RÚV. Segja má að hann hafi skotist fram á stjörnuhimininn í menntaskóla. Þá var hann í sigurliði Verzló í bæði Gettu betur og mælsku- og rökfræðikeppninni Morfís. Þá hefur hann verið hluti af grínhópnum Mið-Ísland. Áður ritstýrði hann meðal annars Monitor, fylgiblaði Morgunblaðisns, og sá um sjónvarpsþættina Týnda kynslóðin á Stöð 2.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:10.Færslu Björns Braga má sjá í heild hér að neðan.Seint aðfaranótt sunnudags hitti ég stúlku sem ég þekkti ekki. Við áttum stutt samskipti og ég snerti hana á ósæmilegan hátt. Af þessu var tekið myndband sem er nú í dreifingu.Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun.Ég setti mig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar fyrr í kvöld. Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki.Ég átti gott samtal við móður stúlkunnar. Hún sagði mér að fjölmiðlar hefðu reynt að ná sambandi við bæði sig og stúlkuna. Hún vildi koma á framfæri ósk um að þau yrðu látin í friði. Það vil ég líka gera. Ég ber alla ábyrgð hér. MeToo Tengdar fréttir Martraðarbað Björns Braga Grínistinn Björn Bragi Arnarson er meðlimur í grínhópnum Mið-Ísland og þykir drengurinn nokkuð fyndinn. 16. febrúar 2017 12:15 Björn Bragi fangar íslenska veðráttu Björn Bragi Arnarsson hefur birt stórskemmtilegt myndband þar sem hann fer yfir það hvernig Íslendingar bregðast við þegar loksins kemur gott veður. 28. mars 2017 22:56 Björn Bragi stingur undan vinunum í stjörnubrúðkaupi Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson var viðstaddur brúðkaup stjörnuhjónanna Sögu Garðarsdóttur og Snorra Helgasonar nú um helgina. Eins og Vísir hefur áður greint frá var þar margt um manninn og vart þverfótað fyrir íslenskum frægðarmennum. 19. ágúst 2018 20:07 Anna Svava og Gylfi gengu í það heilaga og Björn Bragi stal aftur senunni Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson, gengur í það heilaga á laugardagskvöldið. 27. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Skemmtikrafturinn Björn Bragi Arnarsson segir hegðun sína, þar sem hann káfaði á sautján ára unglingsstúlku um helgina vera óásættanlega. Myndband af atvikinu, sjö sekúndna langt, var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en atvikið átti sér stað á veitingastað á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins. „Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun,“ skrifaði Björn á Facebook í nótt. Myndbandið umrædda er sjö sekúndna langt. Það er tekið af stúlkunni en er nokkuð óskýrt. Þar virðist Björn Bragi snerta stúlkuna á kynferðislegan hátt. Myndbandið vakti mikla reiði á samfélagsmiðlum seint í gærkvöldi auk þess sem mikil umræða spannst um það í stórum hópum á Facebook.Björn Bragi og félagar í Mið-Íslandi skemmtu íslenska landsliðinu í Rússlandi í sumar.Vísir/VilhelmSegist hafa gengið of langt Björn Bragi segist hafa sett sig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar í gærkvöldi og hann hafi beðið hana afsökunar. „Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki.“ Björn segist enn fremur hafa átt gott samtal við móður stúlkunnar. „Hún sagði mér að fjölmiðlar hefðu reynt að ná sambandi við bæði sig og stúlkuna. Hún vildi koma á framfæri ósk um að þau yrðu látin í friði. Það vil ég líka gera. Ég ber alla ábyrgð hér.“Björn Bragi ArnarssonFréttablaðið/Arnþór BirkissonEinn af meðlimum Mið-Ísland Björn Bragi er 34 ára og hefur undanfarin ár verið spyrill í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur sem útvarpað er og sýnd í sjónvarpi hjá RÚV. Segja má að hann hafi skotist fram á stjörnuhimininn í menntaskóla. Þá var hann í sigurliði Verzló í bæði Gettu betur og mælsku- og rökfræðikeppninni Morfís. Þá hefur hann verið hluti af grínhópnum Mið-Ísland. Áður ritstýrði hann meðal annars Monitor, fylgiblaði Morgunblaðisns, og sá um sjónvarpsþættina Týnda kynslóðin á Stöð 2.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:10.Færslu Björns Braga má sjá í heild hér að neðan.Seint aðfaranótt sunnudags hitti ég stúlku sem ég þekkti ekki. Við áttum stutt samskipti og ég snerti hana á ósæmilegan hátt. Af þessu var tekið myndband sem er nú í dreifingu.Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun.Ég setti mig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar fyrr í kvöld. Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki.Ég átti gott samtal við móður stúlkunnar. Hún sagði mér að fjölmiðlar hefðu reynt að ná sambandi við bæði sig og stúlkuna. Hún vildi koma á framfæri ósk um að þau yrðu látin í friði. Það vil ég líka gera. Ég ber alla ábyrgð hér.
MeToo Tengdar fréttir Martraðarbað Björns Braga Grínistinn Björn Bragi Arnarson er meðlimur í grínhópnum Mið-Ísland og þykir drengurinn nokkuð fyndinn. 16. febrúar 2017 12:15 Björn Bragi fangar íslenska veðráttu Björn Bragi Arnarsson hefur birt stórskemmtilegt myndband þar sem hann fer yfir það hvernig Íslendingar bregðast við þegar loksins kemur gott veður. 28. mars 2017 22:56 Björn Bragi stingur undan vinunum í stjörnubrúðkaupi Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson var viðstaddur brúðkaup stjörnuhjónanna Sögu Garðarsdóttur og Snorra Helgasonar nú um helgina. Eins og Vísir hefur áður greint frá var þar margt um manninn og vart þverfótað fyrir íslenskum frægðarmennum. 19. ágúst 2018 20:07 Anna Svava og Gylfi gengu í það heilaga og Björn Bragi stal aftur senunni Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson, gengur í það heilaga á laugardagskvöldið. 27. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Martraðarbað Björns Braga Grínistinn Björn Bragi Arnarson er meðlimur í grínhópnum Mið-Ísland og þykir drengurinn nokkuð fyndinn. 16. febrúar 2017 12:15
Björn Bragi fangar íslenska veðráttu Björn Bragi Arnarsson hefur birt stórskemmtilegt myndband þar sem hann fer yfir það hvernig Íslendingar bregðast við þegar loksins kemur gott veður. 28. mars 2017 22:56
Björn Bragi stingur undan vinunum í stjörnubrúðkaupi Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson var viðstaddur brúðkaup stjörnuhjónanna Sögu Garðarsdóttur og Snorra Helgasonar nú um helgina. Eins og Vísir hefur áður greint frá var þar margt um manninn og vart þverfótað fyrir íslenskum frægðarmennum. 19. ágúst 2018 20:07
Anna Svava og Gylfi gengu í það heilaga og Björn Bragi stal aftur senunni Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson, gengur í það heilaga á laugardagskvöldið. 27. ágúst 2018 10:30