Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2018 09:04 Rick Scott á kosningafundi með Donald Trump. Hann sakar demókrata um að reyna að stela sigri í kosningum um öldungadeildarþingsæti á Flórída. Vísir/EPA Svo mjótt er á mununum í ríkisstjóra- og öldungadeildarþingsætiskosningunum á Flórída í Bandaríkjunum að telja gæti þurft atkvæði þar aftur. Frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarinnar sakar demókrata um að reyna að stela af sér sigri. Á kosninganótt hafði Andrew Gillum, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra, viðurkennt ósigur fyrir Ron DeSantis. Þá var talið að Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana á Flórída, hefði borið sigurorð af Bill Nelson, frambjóðanda demókrata, um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Mjótt var hins vegar á mununum og þegar atkvæði frá Broward-sýslu, þar sem mannskæð skotárás var framin í framhaldsskóla fyrr á þessu ári, voru talin dró mjög saman á milli frambjóðendanna. Hundruð starfsmanna og sjálfboðaliða Demókrataflokksins hafa því reynt að hafa upp á fólki sem greiddi bráðabirgðaatkvæði í kosningunum til að tryggja að þau verði talin, að sögn Washington Post. Samkvæmt lögum á Flórída verður að telja atkvæði aftur ef munur á frambjóðendum er innan við 0,5 prósentustig. Eins og stendur er Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída og frambjóðandi repúblikana, með um 15.000 atkvæða forskot á Nelson, um 0,18 prósentustiga munur. Ron DeSantis, ríkisstjóraframbjóðandi repúblikana, er með 36.000 atkvæða forskot á Gillum, um 0,44 prósentustiga munur.Sakar fulltrúa kjörstjórnar og demókrata um svik Bæði Nelson og Gillum hafa tilkynnt að þeir ætli að fylgjast grannt með endurtalningu atkvæða ef af þeim verður. Gillum dró til baka viðurkenningu sína á ósigri. Scott sakaði starfsmenn kjörstjórnar í Broward- og Pálmastrandarsýslum um möguleg svik án þess þó að leggja fram frekari sannanir fyrir máli sínu. Krafðist hann rannsóknar lögreglu. „Ég mun ekki sitja með hendur í skauti á meðan ósiðlegir vinstrimenn reyna að stela þessum kosningum frá íbúum Flórída,“ sagði Scott. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana á Flórída, tók undir ásakanir um að demókratar reyndu að „stela“ kosningunum. Talsmaður Nelson segir aftur á móti að markmiðið sé að tryggja að atkvæði allra íbúa ríkisins séu talin og talin rétt. „Aðgerðir Ricks Scott virðast vera af pólitískum hvötum og vegna örvæntingar,“ sagði talsmaðurinn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Svo mjótt er á mununum í ríkisstjóra- og öldungadeildarþingsætiskosningunum á Flórída í Bandaríkjunum að telja gæti þurft atkvæði þar aftur. Frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarinnar sakar demókrata um að reyna að stela af sér sigri. Á kosninganótt hafði Andrew Gillum, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra, viðurkennt ósigur fyrir Ron DeSantis. Þá var talið að Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana á Flórída, hefði borið sigurorð af Bill Nelson, frambjóðanda demókrata, um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Mjótt var hins vegar á mununum og þegar atkvæði frá Broward-sýslu, þar sem mannskæð skotárás var framin í framhaldsskóla fyrr á þessu ári, voru talin dró mjög saman á milli frambjóðendanna. Hundruð starfsmanna og sjálfboðaliða Demókrataflokksins hafa því reynt að hafa upp á fólki sem greiddi bráðabirgðaatkvæði í kosningunum til að tryggja að þau verði talin, að sögn Washington Post. Samkvæmt lögum á Flórída verður að telja atkvæði aftur ef munur á frambjóðendum er innan við 0,5 prósentustig. Eins og stendur er Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída og frambjóðandi repúblikana, með um 15.000 atkvæða forskot á Nelson, um 0,18 prósentustiga munur. Ron DeSantis, ríkisstjóraframbjóðandi repúblikana, er með 36.000 atkvæða forskot á Gillum, um 0,44 prósentustiga munur.Sakar fulltrúa kjörstjórnar og demókrata um svik Bæði Nelson og Gillum hafa tilkynnt að þeir ætli að fylgjast grannt með endurtalningu atkvæða ef af þeim verður. Gillum dró til baka viðurkenningu sína á ósigri. Scott sakaði starfsmenn kjörstjórnar í Broward- og Pálmastrandarsýslum um möguleg svik án þess þó að leggja fram frekari sannanir fyrir máli sínu. Krafðist hann rannsóknar lögreglu. „Ég mun ekki sitja með hendur í skauti á meðan ósiðlegir vinstrimenn reyna að stela þessum kosningum frá íbúum Flórída,“ sagði Scott. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana á Flórída, tók undir ásakanir um að demókratar reyndu að „stela“ kosningunum. Talsmaður Nelson segir aftur á móti að markmiðið sé að tryggja að atkvæði allra íbúa ríkisins séu talin og talin rétt. „Aðgerðir Ricks Scott virðast vera af pólitískum hvötum og vegna örvæntingar,“ sagði talsmaðurinn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36