Býst við að spila í Svíþjóð Hjörvar Ólafsson skrifar 9. nóvember 2018 10:00 Svava Rós vonast til að fá fleiri tækifæri með íslenska landsliðinu á næstu misserum. Fréttablaðið/Eyþór Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sló í gegn með norska liðinu Røa á leiktíðinni sem var að ljúka. Lið hennar sigldi lygnan sjó um miðja deild og hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar með 31 stig eftir 10 sigurleiki, tvö jafntefli og tíu tapleiki. Eitt stig var dregið af liðinu vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hún raðaði inn mörkum á sínu fyrsta keppnistímabili með liðinu og þegar upp var staðið hafði hún skorað 14 mörk í norsku úrvalsdeildinni. Svava Rós var jöfn tveimur öðrum leikmönnum sem þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Frammistaða hennar hefur vakið verðskuldaða athygli og hún býst við því að skipta um félag fyrir næstu leiktíð. „Þetta er klárlega mitt besta tímabil á ferlinum. Ég hef aldrei skorað jafn mikið og mér fannst ég hafa bætt mig mikið á þessu eina ári. Ég er sneggri að taka ákvarðanir inni á vellinum og klára færin betur en ég gerði áður en ég kom hingað,“ segir þessi snöggi framherji í samtali við Fréttablaðið. „Hérna í Noregi leikur þú oftar við öfluga andstæðinga en í deildinni heima. Af þeim sökum bætir þú jafnt og þétt leik þinn og verður sterkari með hverjum leik sem þú spilar. Það voru ákveðin viðbrigði að leika með liði sem var ekki í toppbaráttu og ég er ekki vön því að tapa jafn mörgum leikjum og ég gerði með Røa. Það tók svolítið á andlega en reynslan var heilt yfir jákvæð,“ segir hún um tímabilið sem lauk nýverið. „Mér finnst líklegt að ég færi mig um set í framhaldinu og það eru mestar líkur á því að ég endi á að semja við sænskt félag. Það er mestur áhugi úr þeirri átt og mér líst best á að fara þangað. Nú er ég bara á leiðinni heim í langþráð frí og mun svo ákveða mig á næstu vikum. Undirbúningstímabilið bæði í Noregi og Svíþjóð hefst í janúar þannig að það er ekkert stress á því að ákveða mig,“ segir Svava Rós um framhaldið hjá sér. Nýlega var ráðinn nýr þjálfari hjá kvennalandsliðinu. Svava er spennt fyrir ráðningunni þrátt fyrir að hún þekki lítið til Jóns Þórs Haukssonar, nýs þjálfara liðsins. „Það er bara spennandi að fá nýja rödd og nýjar áherslur. Það byrja allir á núllpunkti núna og það eru spennandi tímar fram undan. Góð frammistaða mín með félagsliðinu ætti að hjálpa mér í því að vera valin, en svo er það bara undir mér komið að standa mig á æfingum og leikjum með landsliðinu til þess að fá tækifæri þar. Það er allavega stefnan að fjölga tækifærum mínum á þeim vettvangi,“ segir landsliðsframherjinn um komandi tíma hjá liðinu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sló í gegn með norska liðinu Røa á leiktíðinni sem var að ljúka. Lið hennar sigldi lygnan sjó um miðja deild og hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar með 31 stig eftir 10 sigurleiki, tvö jafntefli og tíu tapleiki. Eitt stig var dregið af liðinu vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hún raðaði inn mörkum á sínu fyrsta keppnistímabili með liðinu og þegar upp var staðið hafði hún skorað 14 mörk í norsku úrvalsdeildinni. Svava Rós var jöfn tveimur öðrum leikmönnum sem þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Frammistaða hennar hefur vakið verðskuldaða athygli og hún býst við því að skipta um félag fyrir næstu leiktíð. „Þetta er klárlega mitt besta tímabil á ferlinum. Ég hef aldrei skorað jafn mikið og mér fannst ég hafa bætt mig mikið á þessu eina ári. Ég er sneggri að taka ákvarðanir inni á vellinum og klára færin betur en ég gerði áður en ég kom hingað,“ segir þessi snöggi framherji í samtali við Fréttablaðið. „Hérna í Noregi leikur þú oftar við öfluga andstæðinga en í deildinni heima. Af þeim sökum bætir þú jafnt og þétt leik þinn og verður sterkari með hverjum leik sem þú spilar. Það voru ákveðin viðbrigði að leika með liði sem var ekki í toppbaráttu og ég er ekki vön því að tapa jafn mörgum leikjum og ég gerði með Røa. Það tók svolítið á andlega en reynslan var heilt yfir jákvæð,“ segir hún um tímabilið sem lauk nýverið. „Mér finnst líklegt að ég færi mig um set í framhaldinu og það eru mestar líkur á því að ég endi á að semja við sænskt félag. Það er mestur áhugi úr þeirri átt og mér líst best á að fara þangað. Nú er ég bara á leiðinni heim í langþráð frí og mun svo ákveða mig á næstu vikum. Undirbúningstímabilið bæði í Noregi og Svíþjóð hefst í janúar þannig að það er ekkert stress á því að ákveða mig,“ segir Svava Rós um framhaldið hjá sér. Nýlega var ráðinn nýr þjálfari hjá kvennalandsliðinu. Svava er spennt fyrir ráðningunni þrátt fyrir að hún þekki lítið til Jóns Þórs Haukssonar, nýs þjálfara liðsins. „Það er bara spennandi að fá nýja rödd og nýjar áherslur. Það byrja allir á núllpunkti núna og það eru spennandi tímar fram undan. Góð frammistaða mín með félagsliðinu ætti að hjálpa mér í því að vera valin, en svo er það bara undir mér komið að standa mig á æfingum og leikjum með landsliðinu til þess að fá tækifæri þar. Það er allavega stefnan að fjölga tækifærum mínum á þeim vettvangi,“ segir landsliðsframherjinn um komandi tíma hjá liðinu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira