Galin hraðferð á toppinn en engin ástæða til að hætta núna Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2018 08:00 Arnór Sigurðsson varð yngsti Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. vísir/getty „Það var alls ekki leiðinlegt að horfa á eftir boltanum í netið,“ segir kampakátur Arnór Sigurðsson, leikmaður rússneska stórliðsins CSKA Moskvu er hann rifjar upp markið sem hann skoraði á móti Roma í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Skagamaðurinn 19 ára gamli tók meistaralega við boltanum í teig ítalska stórveldisins Roma og skoraði í annarri snertingu. Hann jafnaði metin í 1-1 á 50. mínútu en CSKA tapaði samt sem áður leiknum. Arnór varð með þessu marki aðeins þriðji Íslendingurinn sem skorar í Meistaradeildinni á eftir Eiði Smára Guðjohnsen og Alfreð Finnbogasyni en hann er sá yngsti. Þegar hann kom inn á gegn Viktoria Plzen í fyrstu leikviku varð hann tólfti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeildinni en sá yngsti frá upphafi.Erfið staða „Þetta var mikilvægt mark á þeim tímapunkti sem ég skora. Við vorum þarna að jafna leikinn og að mínu mati vorum við ekkert síðri aðilinn í leiknum. Það skemmir ekki fyrir að þetta var mitt fyrsta mark fyrir CSKA Moskvu og það kom í Meistaradeildinni, Hörður Björgvin Magnússon, liðsfélagi Arnórs í CSKA, átti ekki alveg jafn góðan dag. Skömmu eftir markið var hann rekinn út af þegar að hann fékk sitt annað gulda spjald og stuttu eftir það komst Roma aftur yfir. Þurfti hann ekki að taka út einhverja armbeygju refsingu á æfingu í gær? „Það er frí í dag [gær] þannig hann er líklega bara heima að taka armbeygjur,“ segir Arnór og hlær við. „Svona getur þetta verið. Ég er ekki alveg búinn að sjá þetta rauða spjald nógu vel aftur. Þetta var svekkjandi fyrir hann.“ Staðan er ekkert góð fyrir CSKA eftir tapið. Það er fimm stigum á eftir Real Madrid og Roma í baráttunni um annað af tveimur efstu sætunum og á eftir leiki gegn Real úti og Viktoria Plzen heima. „Við áttum að taka þrjú stig í Tékklandi þrátt fyrir að lenda 2-0 undir en það var slakur eikur hjá okkur. Við þurfum að vinna næstu tvo sem er hægara sagt en gert enda þurfum við að fara á Bernabéu,“ segir Arnór.Arnór Sigurðsson (1999) is the youngest Icelandic player to score & play in Champions League #TeamTotalFootballpic.twitter.com/R2XyK89z4Z — Total Football (@totalfl) November 8, 2018Fljótur að fletta upp markinu Á gervihnattaöld er auðvelt að nálgast fótboltamörk á veraldarvefnum. Það tekur svona tíu sekúndur fyrir símavant fólk að finna allt í heiminum t.d. á Twitter og Arnór nýtti sér nýjustu tækni og vísindi til að skoða markið eftir leik. Strax eftir leik. „Ef ég á að vera heiðarlegur liðu svona tvær mínútur frá því ég kom inn í klefa og þar til að ég skoðaði markið. Ég tók í höndina á öllum og laumaðist svo í símann,“ segir Arnór kátur í bragði. „Ég kom svolítið seint inn í klefann því ég fór í nokkur viðtöl. Það var aðeins verið að tefja mig í því að komast í símann!“ CSKA er aðeins að yngja upp hópinn hjá sér og því fær Arnór nóg að spila líkt og Hörður Björgvin. Pressan er ekki mikil í Meistaradeildinni á meðan uppbyggingin er í gangi. „Maður finnur bara fyrir traustinu sem okkur ungu leikmönnunum er gefið. Það er engin pressa að vinna þennan riði, meira bara að fá reynslu. Síðar meir þurfum við auðvitað ná úrslitum, það er alveg klárt,“ segir Arnór.Þessi gaur var bara pjakkur á Skaganum í gær. Skorar í kvöld á stóra sviðinu. Frábær fyrirmynd sem lagði allt í drauminn. Vel gert @arnorsigurdssonpic.twitter.com/VXS4WAu6yg — Sigurður Elvar Þórólfsson (@sigelvar) November 7, 2018Stjörnugalin hraðferð á toppinn Það var í mars 2017 sem að sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping keypti Arnór frá ÍA þar sem að hann kom átta sinnum við sögu í deildinni á fyrsta tímabili og var búinn að byrja tíu leiki af 17 í ár. Skagamaðurinn ungi hafði fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína, sérstaklega frá samherjum, en hann var kannski ekki beint að kveikja í deildinni. Hann gerði þó nóg til að heilla rússneska stórveldið sem borgaði fúlgur fjár fyrir Arnór og það vissi greinilega alveg hvað það var að gera. „Það er alveg stjörnugalið hvað þetta er búið að gerast hratt. Það er samt aðallega fólkið í kringum mig sem lætur mig vita af því. Ég hef eiginlega ekki tíma til að hugsa um þetta. Ég einbeiti mér bara að því að æfa og spila leikina,“ segir Arnór. Eins og alvöru fótboltamaður frá Akranesi er hann af miklu fótboltakyni. Móðir hans, Margrét Ákadóttir, er einn af bestu leikmönnum sinnar kynslóðar og margfaldur Íslandsmeistari. Faðir hans, Sigurður Sigursteinsson, varð einnig meistari með ÍA árið 2001. Þetta er alvöru fólk sem bíður ekki með neinn rauðan dregil fyrir óskabarn Akraness þegar að hann kemur heim í jólafríið. „Ætli mér verði bara ekki hent út í einhverja garðvinnu,“ segir Arnór og hlær. „Það skiptir miklu máli ða halda sér á jörðinni. Eins og núna er ég bara að hugsa um næstu æfingu og leikinn um helgina.“Arnór Sigurðsson í leiknum á móti Roma.vísir/gettyLandsliðið í dag? Arnór nýtur lífsins í Moskvu þar sem að hann býr með kærustu sinni við hliðina á Herði Björgvin Magnússyni og kærustu hans. Þau eyða miklum tíma saman. „Það hjálpar mikið að hafa þau hérna. Annars hefur Moskva bara komið mér skemmtilega á óvart. Stærsti munurinn er bara hvað þetta er risastórt. Maður stekkur ekkert á hjólið og fer út í búð eins og ekkert sé. Mér líður samt vel hérna,“ segir Arnór. Erik Hamrén tilkynnir síðasta landsliðshóp ársins eftir hádegi í dag en fyrir stafni er síðasti leikurinn í Þjóðadeildinni á móti Belgíu og svo vináttuleikur gegn Katar. Mikið hefur verið kallað eftir því að Arnór fái tækifærið og hann vonast til þess sömuleiðis. „Ég vona bara það besta en annars hefur maður ekkert haft of mikinn tíma til að pæla í þessu. Það langar alla íslenska fótboltamenn að spila fyrir A-landslið Íslands. Það er engin spurning um að það er draumurinn,“ segir hann. Miðað við hvernig árið hefur verið hjá Arnóri, er ekki nánast gefið að hann byrji á móti Belgíu og skori fyrsta landsliðsmarkið í fyrsta leiknum? „Það er allavega engin ástæða til að hætta núna,“ segir Arnór Sigurðsson ákveðinn að lokum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu draumamark Ronaldo, sögulegt mark Arnórs og öll hin í Meistaradeildinni í gær Fjórða umferð Meistaradeildarinnar kláraðist í gærkvöldi þar sem stærstu úrslit kvöldsins voru örygglega endurkomusigur Manchester United á útivelli á móti Cristiano Ronaldo og félögum í Juventus. 8. nóvember 2018 10:30 Sjáðu laglegt mark Arnórs gegn Roma Skagamaðurinn kom sér á blað í Meistaradeildinni í kvöld. 7. nóvember 2018 20:34 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Sjá meira
„Það var alls ekki leiðinlegt að horfa á eftir boltanum í netið,“ segir kampakátur Arnór Sigurðsson, leikmaður rússneska stórliðsins CSKA Moskvu er hann rifjar upp markið sem hann skoraði á móti Roma í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Skagamaðurinn 19 ára gamli tók meistaralega við boltanum í teig ítalska stórveldisins Roma og skoraði í annarri snertingu. Hann jafnaði metin í 1-1 á 50. mínútu en CSKA tapaði samt sem áður leiknum. Arnór varð með þessu marki aðeins þriðji Íslendingurinn sem skorar í Meistaradeildinni á eftir Eiði Smára Guðjohnsen og Alfreð Finnbogasyni en hann er sá yngsti. Þegar hann kom inn á gegn Viktoria Plzen í fyrstu leikviku varð hann tólfti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeildinni en sá yngsti frá upphafi.Erfið staða „Þetta var mikilvægt mark á þeim tímapunkti sem ég skora. Við vorum þarna að jafna leikinn og að mínu mati vorum við ekkert síðri aðilinn í leiknum. Það skemmir ekki fyrir að þetta var mitt fyrsta mark fyrir CSKA Moskvu og það kom í Meistaradeildinni, Hörður Björgvin Magnússon, liðsfélagi Arnórs í CSKA, átti ekki alveg jafn góðan dag. Skömmu eftir markið var hann rekinn út af þegar að hann fékk sitt annað gulda spjald og stuttu eftir það komst Roma aftur yfir. Þurfti hann ekki að taka út einhverja armbeygju refsingu á æfingu í gær? „Það er frí í dag [gær] þannig hann er líklega bara heima að taka armbeygjur,“ segir Arnór og hlær við. „Svona getur þetta verið. Ég er ekki alveg búinn að sjá þetta rauða spjald nógu vel aftur. Þetta var svekkjandi fyrir hann.“ Staðan er ekkert góð fyrir CSKA eftir tapið. Það er fimm stigum á eftir Real Madrid og Roma í baráttunni um annað af tveimur efstu sætunum og á eftir leiki gegn Real úti og Viktoria Plzen heima. „Við áttum að taka þrjú stig í Tékklandi þrátt fyrir að lenda 2-0 undir en það var slakur eikur hjá okkur. Við þurfum að vinna næstu tvo sem er hægara sagt en gert enda þurfum við að fara á Bernabéu,“ segir Arnór.Arnór Sigurðsson (1999) is the youngest Icelandic player to score & play in Champions League #TeamTotalFootballpic.twitter.com/R2XyK89z4Z — Total Football (@totalfl) November 8, 2018Fljótur að fletta upp markinu Á gervihnattaöld er auðvelt að nálgast fótboltamörk á veraldarvefnum. Það tekur svona tíu sekúndur fyrir símavant fólk að finna allt í heiminum t.d. á Twitter og Arnór nýtti sér nýjustu tækni og vísindi til að skoða markið eftir leik. Strax eftir leik. „Ef ég á að vera heiðarlegur liðu svona tvær mínútur frá því ég kom inn í klefa og þar til að ég skoðaði markið. Ég tók í höndina á öllum og laumaðist svo í símann,“ segir Arnór kátur í bragði. „Ég kom svolítið seint inn í klefann því ég fór í nokkur viðtöl. Það var aðeins verið að tefja mig í því að komast í símann!“ CSKA er aðeins að yngja upp hópinn hjá sér og því fær Arnór nóg að spila líkt og Hörður Björgvin. Pressan er ekki mikil í Meistaradeildinni á meðan uppbyggingin er í gangi. „Maður finnur bara fyrir traustinu sem okkur ungu leikmönnunum er gefið. Það er engin pressa að vinna þennan riði, meira bara að fá reynslu. Síðar meir þurfum við auðvitað ná úrslitum, það er alveg klárt,“ segir Arnór.Þessi gaur var bara pjakkur á Skaganum í gær. Skorar í kvöld á stóra sviðinu. Frábær fyrirmynd sem lagði allt í drauminn. Vel gert @arnorsigurdssonpic.twitter.com/VXS4WAu6yg — Sigurður Elvar Þórólfsson (@sigelvar) November 7, 2018Stjörnugalin hraðferð á toppinn Það var í mars 2017 sem að sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping keypti Arnór frá ÍA þar sem að hann kom átta sinnum við sögu í deildinni á fyrsta tímabili og var búinn að byrja tíu leiki af 17 í ár. Skagamaðurinn ungi hafði fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína, sérstaklega frá samherjum, en hann var kannski ekki beint að kveikja í deildinni. Hann gerði þó nóg til að heilla rússneska stórveldið sem borgaði fúlgur fjár fyrir Arnór og það vissi greinilega alveg hvað það var að gera. „Það er alveg stjörnugalið hvað þetta er búið að gerast hratt. Það er samt aðallega fólkið í kringum mig sem lætur mig vita af því. Ég hef eiginlega ekki tíma til að hugsa um þetta. Ég einbeiti mér bara að því að æfa og spila leikina,“ segir Arnór. Eins og alvöru fótboltamaður frá Akranesi er hann af miklu fótboltakyni. Móðir hans, Margrét Ákadóttir, er einn af bestu leikmönnum sinnar kynslóðar og margfaldur Íslandsmeistari. Faðir hans, Sigurður Sigursteinsson, varð einnig meistari með ÍA árið 2001. Þetta er alvöru fólk sem bíður ekki með neinn rauðan dregil fyrir óskabarn Akraness þegar að hann kemur heim í jólafríið. „Ætli mér verði bara ekki hent út í einhverja garðvinnu,“ segir Arnór og hlær. „Það skiptir miklu máli ða halda sér á jörðinni. Eins og núna er ég bara að hugsa um næstu æfingu og leikinn um helgina.“Arnór Sigurðsson í leiknum á móti Roma.vísir/gettyLandsliðið í dag? Arnór nýtur lífsins í Moskvu þar sem að hann býr með kærustu sinni við hliðina á Herði Björgvin Magnússyni og kærustu hans. Þau eyða miklum tíma saman. „Það hjálpar mikið að hafa þau hérna. Annars hefur Moskva bara komið mér skemmtilega á óvart. Stærsti munurinn er bara hvað þetta er risastórt. Maður stekkur ekkert á hjólið og fer út í búð eins og ekkert sé. Mér líður samt vel hérna,“ segir Arnór. Erik Hamrén tilkynnir síðasta landsliðshóp ársins eftir hádegi í dag en fyrir stafni er síðasti leikurinn í Þjóðadeildinni á móti Belgíu og svo vináttuleikur gegn Katar. Mikið hefur verið kallað eftir því að Arnór fái tækifærið og hann vonast til þess sömuleiðis. „Ég vona bara það besta en annars hefur maður ekkert haft of mikinn tíma til að pæla í þessu. Það langar alla íslenska fótboltamenn að spila fyrir A-landslið Íslands. Það er engin spurning um að það er draumurinn,“ segir hann. Miðað við hvernig árið hefur verið hjá Arnóri, er ekki nánast gefið að hann byrji á móti Belgíu og skori fyrsta landsliðsmarkið í fyrsta leiknum? „Það er allavega engin ástæða til að hætta núna,“ segir Arnór Sigurðsson ákveðinn að lokum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu draumamark Ronaldo, sögulegt mark Arnórs og öll hin í Meistaradeildinni í gær Fjórða umferð Meistaradeildarinnar kláraðist í gærkvöldi þar sem stærstu úrslit kvöldsins voru örygglega endurkomusigur Manchester United á útivelli á móti Cristiano Ronaldo og félögum í Juventus. 8. nóvember 2018 10:30 Sjáðu laglegt mark Arnórs gegn Roma Skagamaðurinn kom sér á blað í Meistaradeildinni í kvöld. 7. nóvember 2018 20:34 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Sjá meira
Sjáðu draumamark Ronaldo, sögulegt mark Arnórs og öll hin í Meistaradeildinni í gær Fjórða umferð Meistaradeildarinnar kláraðist í gærkvöldi þar sem stærstu úrslit kvöldsins voru örygglega endurkomusigur Manchester United á útivelli á móti Cristiano Ronaldo og félögum í Juventus. 8. nóvember 2018 10:30
Sjáðu laglegt mark Arnórs gegn Roma Skagamaðurinn kom sér á blað í Meistaradeildinni í kvöld. 7. nóvember 2018 20:34